Úps .. ég hef verið að hvetja menn til fjallgöngu!

Vonandi var þetta ekki einhver þeirra sem ég var að hvetja til fjallgöngu Shocking ...  einn ónefndur sem setti inn athugasemd (nefni engin nöfn af tillitssemi við viðkomandi)  beið í startholunum, honum hefur leiðst biðin og farið af stað beint upp úr rúminu! ... LoL 

Hér er listi yfir útbúnað á Esjuna, svona ,,just in case"... :

1) nærföt og göngusokkar (gott að vera í tvennum sokkum, einum þunnum og einum þykkari)

2) gönguskór

3) síðbuxur, best að vera í coritex eða einhverju sem andar

4) bolur

5) flíspeysa

6) jakki  (líka coritex, eða eitthvað sem andar)

Einnig gott að hafa með húfu eða ennisband ef blæs mikið.

Sko a.m.k. allt betra en nakinn!!.. jafnvel skotapils ..

 


mbl.is Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mikil er ábyrgð þín kona.  Þessi maður hefur séð listann hérna fyrir neðan og hefur ætlað að taka lið 2. og 6 og slá saman í eitt.  Kominn úr og leitar ákaft að félagsskap.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2008 kl. 14:55

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Meina 3 og 6.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2008 kl. 14:55

3 Smámynd: Rannveig H

Ég held að maðurinn hljóti að vera veikur,vonandi að hann finnist áður en að hann fer sér að voða og komist undir læknishendur.

Rannveig H, 24.7.2008 kl. 14:55

4 Smámynd: Brynja skordal

já svona er þegar fólk tekur hlutina alvarlega En á hvaða eyju ertu að fara á Grikklandi??

Brynja skordal, 24.7.2008 kl. 15:30

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, Jenný - skammast mín í sand og ösku.. það loftar/andar vel um manninn. Coritexið er samt betra.

Rannveig, maðurinn er ÖRUGGLEGA veikur.

Brynja, þessi hefur verið bókstafsbloggtrúar.. erum að fara til Rhodos hvorki meira né minna.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 16:07

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 24.7.2008 kl. 16:24

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sá sem ég var að ræða við um fjallgöngur, er ekki enn búinn að gefa sig fram, "ertu þarna einhvers staðar "?? .. Það er ekki hægt að útiloka hann á meðan hann sinnir ekki tilkynningaskyldu.  ... 

Sigga, það gæti verið smá fótsveppur í gangi ..skýringin komin!

Nú er ég komin með móral að vera að gera grín að vesalings manninum.  Eins og segir í textanum:

"Það má ekki hlæja, þegar einhver er að detta, ekki segja hitt og ekki þetta, þetta fullorðna fólk er svo skrítið .. ."

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 16:27

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég hugsaði einmitt um leið og ég flissaði alveg upphátt og setti síðan þessa broskalla inn....sjitt hvað ég fæ mikið samviskubit ef eitthvað alvarlegt hefur gerst fyrir vesalings manninn , síðan brosti ég bara pínu smá aftur !

Sunna Dóra Möller, 24.7.2008 kl. 16:31

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Grey maðurinn, má hann ekki vappa um nakinn í friði.......

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.7.2008 kl. 16:38

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jú, jú, ... mín vegna, held honum verði bara býsna kalt á........tánum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 16:41

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mér er sama um hvað hann gerir, á meðan ég geng ekki úti nakin og ekki mitt fólk eða einhverjir sem ég þekkja er þetta í lagi.. þá má ennþá hlæja af svona vitleysingum..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.7.2008 kl. 16:43

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gisp (alias Andrés Önd í dönsku Andrésblöðunum ....)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.7.2008 kl. 22:24

13 identicon

Maðurinn er sennilega látinn nú þegar þetta er skrifað. Hann hefur verið á lokastigi ofkælingar sem veldur slíkri skynvillu að maður upplifir hita í stað kulda og þess vegna klæðir hann sig úr fötunum. Bið ykkur vinsamlegast að sýna málinu tilhlíðilega virðingu.

GLG

GLG (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 05:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband