Ég fer í fríið og ferðast á sardínuklassanum (almennt farrými) en ekki á stórlaxasvæðinu (Saga Class) ..

Gerið nú ekkert af ykkur á meðan ég er í burtu, mínir kæru bloggvinir, .. varist umræður um trúmál, samkynhneigð, hórur, álver,  feminisma,  rasisma og aðra isma....

Ég fer s.s. í flugið á morgun og lendi um Verslunarmannahelgina, en þá verða eflaust margir landsmenn á ferð (ekki flugi) um landið með skuldahalana sína (felli- og hjólhýsin) ...LoL

(heyrði þennan hjá Sigga Stormi í morgun)..

Heart ..

p.s. Systir mín var að hringja, hún var að labba Laugaveginn í mesta sakleysi sínu og mætti: MEL GIBSON!


mbl.is Farþegar færa sig aftar í vélina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, um hvað á ég að blogga?  Þú ert búin að taka öll mín áhugasvið og dissa þau.

Knús í ferðina.

Skuldahali er eitt besta orð sem ég hef heyrt yfir ófögnuðinn hjól- og fellihýsi.

Ég var í bíltúr í fyrra og keyrði fram á Jodie Foster, börn og þáverandi eiginkonu.

Vá hvað mér var brugðið

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2008 kl. 13:08

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Spurning um að henda sér á laugaveginn í snatri og reyna að berja dýrðina augum !

Góða ferð og njóttu ferðarinnar !

Sunna Dóra Möller, 25.7.2008 kl. 13:11

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Aldrei hitti ég svona fræga, jú einu sinni Boy Gerogs söngvarann sem einu sinni var frægur, hann var það er ég hitti hann.
Góða ferð í fríið Jóhanna mín skil bara ekkert í þér að ferðast á sardínuklassa.
Við skulum reyna að vera stillt á meðan þú ert í burtu.
Knús kveðjur til þín og þinna.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.7.2008 kl. 15:07

4 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Góða ferð... og örugga heimkomu....

Verst að missa af Mel....

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 15:31

5 identicon

Góða ferð Jóhanna min  

Sá Mamma Mia í gær og sé þig alveg fyrir mér á grískri eyju. Njóttu vel og taktu nú lagið og danssporin með grikkjunum. kv.Elva

Elva (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 15:47

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þessi "Mel Gibson" gæti hugsanlega verið einn af vinnufélögum mínum sem er að labba þarna með hópi úr bankanum og hann heitir Magnús Guðmundsson, bara svona mikið líkur honum gamla Mel.

Góða ferð í fríið og njóttu vel

Marta B Helgadóttir, 25.7.2008 kl. 16:42

7 Smámynd: Charlotta R. M.

hehe, það fer ekki framhjá manni þegar maður mætir mr. Gibson, ó mæ.......engin Magnús þar á ferð.

Charlotta R. M., 25.7.2008 kl. 18:18

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hef ekki hitt neinn frægan í dag, nema... nei annars, hann er ekkert frægur....  Hafðu það gott ljúfan og njóttu sólar og sjávar

Jónína Dúadóttir, 25.7.2008 kl. 20:40

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæra Jóhanna, 

Þín verður sárt saknað. Það er hugulsamt af þér að vara við ismunum." Heimurinn væri sannarlega betri án þeirra."  Nauðsynlegasti útbúnaðurinn í allar útilegur og þarfaþing í ferðir af þessu tagi er góða skapið og ekki síður að koma með það heim aftur.   

 Smá  kveðja til Tryggva og allrar fjölskyldunnar: "Ha det alletiders "

Sigurður Þórðarson, 25.7.2008 kl. 21:51

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Eigið þið yndislegt frí

Sigrún Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 23:47

11 Smámynd: Laufey B Waage

Ég er strax farin að sakna þín úr bloggheimum og hlakka til að fá þig aftur.

Njóttu lífsins í fríinu. 

Laufey B Waage, 26.7.2008 kl. 01:03

12 Smámynd: Anna Guðný

Góða ferð í fríið.

Anna Guðný , 26.7.2008 kl. 01:17

13 identicon

Góða ferð!

Sævar Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 06:18

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góða ferð Jóhanna mín, og góða skemmtun.  Það er ekkert annað Mel Gibbson !

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 10:14

15 identicon

GODA FERD ELSKU MOM OG TRYGGVARNIR TVEIR.... KNUZ OG KRAM FRA DANMARK... HEY.. LOTTA BID AD HEILSA NYJA VINI TINUM MEL .... HIH

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 22:19

16 Smámynd: Tiger

Góða ferð skottið mitt og gerðu nú eitthvað hressilegt af þér í fríinu svo við höfum eitthvað til að hlægja af þegar þú snýrð til baka og bloggar um það!!!

 Ég hef hitt frægt fólk sko í hrönnum - en það hefur alltaf neitað að tala við mig og að lokum hefur löggan komið og tekið mig - og ég fengið á mig nálgunarbann í kjölfarið... skilettaekki.

Knúsípús...

Tiger, 27.7.2008 kl. 14:59

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hafðu það gott í fríinu og hlakka til að fá þig aftur

Huld S. Ringsted, 27.7.2008 kl. 21:28

18 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Skemmtu þér vel og rækilega!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.7.2008 kl. 21:58

19 identicon

Sæl Jóhanna .

Hafðu það sem allra,allra best með allri strollunni !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 04:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband