Róslín og Rhodos

Góðan dag eða kalemera eins og sagt er á grísku! Nú er konan komin í hús, eftir vikuafslöppun á grísku eyjunni Rhodos. Þakka innilega allar kveðjurnar sem ég hef fengið, við sluppum bæði við jarðskjálfta og skógarelda..  Allt tókst vel, hitinn kannski í hærra lagi, en það er sko allt í fína Þegar hægt er að velta sér af sólstólnum út í laug eða sjó!

Ferðin hófst, eins og aðrar utanlandsferðir í flugstöðinni, en þar hitti ég Róslín bloggvinkonu með meiru. Það var gaman að sjá þessa kotrosknu dömu. Hún virkar hlý og flott stelpa.

Ég fékk auðvitað betri helminginn til að mynda okkur saman:

 

Rhodos_2008 002

Sjálf og Róslín á flugstöðinni, Róslín á leið að keppa í Noregi.

Flugið tók sex tíma - svo við vorum hálfmygluð þegar við mættum en sólin kyssti okkur á hverjum morgni.

 

Rhodos_2008 025

Þarna eru Tryggvarnir á Akrópólishæð þeirra Rhodosbúa, sá yngri kallaði hana að vísu "Apríkósuhæð" LoL

Rhodos_2008 081

Svo var auðvitað borðað og borðað og drukkið og borðað og .... Tryggvar x 2, sjálf, Hulda og Doddi (kúreki) ferðafélagar okkar.

Rhodos_2008 038

Algengasta sjónarhorn sjálfrar, tærnar mínar á sólbekknum og sá yngri að leika í  barnalauginni.

Rhodos_2008 104

Skruppum í siglingu til eyjarinnar Symi, sem er gífurlega falleg og í raun eins og sviðsmynd í bíómynd!

Rhodos_2008 113

Og síðasta kvöldmáltíðin ...nammi, namm...(og transformersbíllinn með ,,ofcourse".. )

... Margt gerðist - allt skemmtilegt, á kvöldin var ,,mínídiskó" fyrir krakkana sem við sóttum stíft og ýmis skemmtiatriði, þar var ég, ásamt 5 öðrum, tekin upp á látin setjast á bakið á Fakír á meðan hann lagðist á naglamottu!! ...

Well.. þetta er svona fyrsta ,,homecoming" bloggið. Sá að það fór allt í mess í tækninni hér í bloggheimum á meðan ég var í burtu!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mer fannst meiriháttar ad hitta sjalfa Jógu bloggvinu mina, vona svo sannarlega ad eg fai ad hitta tig aftur!

En takk fyrir holid, tu synist lika vera mjog hly kona. Mer bra samt frekar ad sja hvad tu ert havaxin, ótrùlega flott kona og god :)

hlakka til ad sja myndina! ( var ekki buin ad sofa i 1 og halfann solarhring!! Var voda skemmtileg i flugvelinni, kannski tok Jóhanna dóttir tin eftir tvi:P)

Róslín (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 16:49

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kalamera og velkomin heim mín kæra

Jónína Dúadóttir, 3.8.2008 kl. 16:56

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkomin heim.  Flottar myndir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2008 kl. 17:24

4 Smámynd: Anna Guðný

Velkomin heim. Flottar tær

Anna Guðný , 3.8.2008 kl. 17:51

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Velkomin heim og flott mynd að ykkur Rósinni minni og þér og allar myndir æði,
þið eruð svo glöð meira að segja tærnar
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.8.2008 kl. 19:00

6 identicon

Velkomin heim Jóhanna mín. Gott að þú hafðir það brilliant. Við vorum nú líka í svokkölluðum Spánar/Grikklands fíling eða þannig. Mikill hiti á íslenskan mælikvarða.

Þú hefur kannski heyrt um Mamma Mia singalong á fimmtudaginn ...viss um að þú hafir gaman að kíkja á það, svona til að upplifa Grikkland aftur...

Hægt að kaupa miða á midi.is

Annars sjáumst við hressar síðar.

Kv.

Elva

Elva Elvars (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 19:45

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Velkomin heim, flottar myndir og ekki hefur Hulda verið leiðinlegur ferðafélagi.

Sigrún Jónsdóttir, 3.8.2008 kl. 20:02

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Nei hvað við erum sætar!

En já velkomin heim mín kæra frænka

Vil aðeins bæta við söguna mína, ég s.s. var með rosalegan svefngalsa á tímabili þegar við vorum að fljúga yfir Noreg. Hrópaði upp fyrir mig eins og ég hafði aldrei flogið yfir land áður ,, eeeeen hvað þetta er fallegt!!!!" og ,, Sjáðu Rafn!!!" bendandi út um gluggan eins og lítill krakki.
Fór svo að klaga í eina flugfreyjuna ( ekki Jóhönnu Völu samt sem betur fer) og spurði hvort að einn strákur mætti nokkuð vera að hlussast svona á sætinu fyrir framan mig..
En þegar ég var að labba út úr Leifsstöð í dag sá ég að ég held Jóhönnu aftur og var næstum farin að tala við hana. En ég hafði bara engan veginn kjarkinn í það!
Eigðu góða viku
Og endilega við tækifæri máttu senda mér myndina

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.8.2008 kl. 23:46

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Velkomin heim Róslín - þetta hefur verið svaka fjör hjá ykkur. Það er nú bara gott að þú takir eftir fegurðinni í kringum þig. Sumir taka aldrei eftir því í umhverfinu. Átti vinkonu sem ég gekk stundum með, en er nú dáin og hún var alltaf að benda á fallega runna, skýin eða annað sem henni þótti svo fallegt. Hún kenndi mér þessa dýrmætu lexíu að taka eftir hinu fallega í heiminum í staðinn fyrir að einblína á hið ljóta. 

Við erum auðvitað flottar ,,frænkur" .. sendi þér myndina.

Takk Sigrún, það er sko aldrei lognmolla í kringum hana Huldu!

Takk Elva, já gott að þið fenguð líka góðan skammt af sólinni, hún getur víst skinið á mörgum stöðum í einu. Ég er að fara í fimmtugsafmæli á fimmtudag svo ekki verð ég með í singalongi!

Milla - takk, já mikil gleði og mikið grín - meira að segja ,,happy feet" ..

Anna Guðný - takk   ..

Jenný - takk fyrir kveðjuna, erfitt að velja úr myndahaugnum..

Jónína - takk, fljót að ná grískunni!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.8.2008 kl. 06:07

10 Smámynd: Laufey B Waage

Velkomin heim.

Laufey B Waage, 5.8.2008 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband