Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Brandarar á ögurstundu hjá Morgan og Mumma ...
Ég hélt að brandarar á ögurstundu eða sjúkrabeði væru bara klisjur úr bíómyndum. Nýlega lenti Mummi í mótórsmiðjunni í því að fá hjartaáfall, og það meira að segja í fimmtugsafmæli sínu, en síðan komu fréttir að hann væri farinn að segja brandara af sjúkrabeði og átti það að sjálfsögðu að þýða að hann væri á batavegi.
"Brandarinn" sem ég hef orðið pirruðust yfir (á ögurstundu) var þegar ég fór upp á fæðingarheimili, kvalin með hríðar á fimm mínútna fresti, til að eiga eldri dóttur mína (f. tæpum 27 árum) og var klædd í svartar og gular, risastórar röndóttar nærbuxur.
Hinn tilvonandi faðir fór að skellihlæja og sagði:,,þú ert eins og býfluga" ... bzzz.. Mér var ekki hlátur í huga á þessari stundu og gaf honum eitt af mínum eitruðu lúkkum.. eeeen auðvitað var ég eins og bráðfyndin (en þjáð) býfluga. En hvers konar búningur var þetta eiginlega sem boðið var uppá??? ...
jæja, húmorinn er bráðnauðsynlegur og vonandi batnar nú bæði Mumma og Morgan og megi þeir og aðrir lengi lifa...
Gerði að gamni sínu við björgunarmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
..........
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.8.2008 kl. 09:33
Rosalega er ég sammála þér. Þetta er ekki alveg stundin sem maður vill láta gera grín að sér.
Anna Guðný , 5.8.2008 kl. 09:43
Þessir tveir eru flottir gæjarVar þessi randaflugubrók einhver tíska á þessum tíma
Jónína Dúadóttir, 5.8.2008 kl. 09:45
Góðan daginn bloggvinkona. Híhíhí hefði viljað sjá þessar randaflugubrækur!!!
Ía Jóhannsdóttir, 5.8.2008 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.