Aðför að Gunnari í krossinum - eða réttlát reiði í hans garð?

Ég var að lesa bloggið hennar Þóru Guðmunds þar sem hún segir frá tilkynningu eða sem hún fékk sem bloggvinur Jóns Vals - útkallið frá honum hljóðar svona:

"Bloggvinir, það er sorglegt að sjá óbilgjarna aðförina að Gunnari í Krossinum og að jafnvel kristið fólk taki þátt í henni.
http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/598544/ "

Það virðist ekki skipta Jón Val máli þó að Gunnar í Krossinum sé með aðför að samkynhneigðum og vilji "afhomma" þá og þá eflaust "aflessa." Gæti ekki bara verið að það að þessi meinta aðför fólks, jafnvel kristins fólks, eins og Jón Valur orðar það, sé nú bara það sem kallast réttlát reiði í garð manns sem er með aðför að lífsstíl  þjóðfélagshóps og telur sig þar hafa Guð sér til fulltingis. Það er einhver falsguð, því að sá Guð sem ég trúi á fer ekki í manngreinarálit...

Það eru menn eins og Gunnar og verjandi hans; Jón Valur sem eiga það á samviskunni að ungt fólk spyr: ,,Af hverju hatar Guð homma." ..  Hvers konar trúboð er það hjá þessum mönnum? .. Fatta þeir ekki að þeir eru að fæla fólk frá kirkjunni og trúnni?

Jón telur rétt að verja Gunnar, það er gott að eiga sér verjanda, en á að verja Gunnar fyrir að dæma menn og konur sér óæðri vegna kynhneigðar og þá um leið setja sjálfan sig á æðra plan .... ?

Sannleikurinn mun gera okkur frjáls, frjáls til að vera þau sem við erum - samkynhneigð, gagnkynhneigð, hvít, gul eða svört. Troðum ekki lyginni ofaní kokið á fólki með því að segja því að það eigi að vera annað en það er, segja því að samkynhneigð þeirra sé röng - og það í Guðs nafni! 

GÓÐUR Guð sem elskar okkur ÖLL, eins og við erum, geymi þig og verndi og heilagur andi knúsi þig góða nótt. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2008 kl. 00:09

2 Smámynd: M

Hjartanlega sammála.

M, 6.8.2008 kl. 00:26

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mikið er ég sammála þér.

Huld S. Ringsted, 6.8.2008 kl. 00:28

4 Smámynd: Anna Guðný

Verð að viðurkenna að oft er ég ekki sammála Ásthildi og ætlaði varla að nenna að lesa þessa hugvekju hennar. En gaf henni sjens af því að þú vitnar í hana og oftast er ég sammála þínum skoðunum.  Þessi dæmisaga hennar finnst mér aldeilis frábær. Við öllu því sem þú skrifar segi ég bara: Heyr, heyr.

Anna Guðný , 6.8.2008 kl. 00:31

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir, ég er alveg hjartanlega sammála þér.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.8.2008 kl. 01:24

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þegar fólk er farið að líta þannig á að það sé með Guð í þjónustu sinni í stað þess að vera í þjónustu Guðs, þá loka ég eyrunum....

Þakka þér fyrir frábæran pistil, ég vildi óska þess að allir væru eins og þú

Jónína Dúadóttir, 6.8.2008 kl. 06:19

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þetta

Sigrún Jónsdóttir, 6.8.2008 kl. 07:02

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Satt og rétt, Guð fer ekki í manngreiningarálit.   Takk fyrir góð orð.

Ía Jóhannsdóttir, 6.8.2008 kl. 07:31

9 identicon

En bíðið nú hæg: Biblían segir að það eigi að grýta samkynhneigða til bana, Gunnar og JVJ vilja fylgja þessu því þeir minnasta annarra sagna úr biblíunni þar sem guð drepur ekki bara þá seku, hann drepur alla, börn og alles.

Ég var nú með brot úr prédíkun frá Gunnari á bloggi mínu í vetur þar sem hann var að tala um að guð drap einhverja tugi manna, hann sagði að fólk væri heppið að hann sjálfur væri ekki guð því hann hefði drepið miklu fleiri.

Þið verðið bara að lesa biblíu til þess að sjá þessa hluti, Gunnar, JVJ og aðrir sem FYLGJA biblíunni eru hræddir um eigið skinn, þeir vita hvernig guðinn er.

Og munið að Jesu er guð og visa versa... guð setti sjálfan sig sem Jesú á jörðina og lét fórna sjálfum sér til sjálfs sín til þess að bjarga okkur frá sjálfum sér.

Read da book.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 08:16

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Alveg Róleg Jóhanna, þetta var byggt á misskilningi á milli okkar Jóns sem hefur verið leiðréttur. Hægt er að sjá þá niðurstöðu hjá Ásthildi okkar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.8.2008 kl. 08:28

11 identicon

Ég setti þetta hjá henni Ásthildi.. en langar að benda ykkur á kærleiks orð Gunnars
Rifjum upp orð Gunnars þegar Guddi drap 70 manns.. ef Gunnar hefði verið guð þá hefði hann drepið 70 þúsund manns.. mmmuhhhhoooo
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/555987/

Málið er bara það að Gunnar er ekki að mistúlka neitt... guð biblíu er akkúrat svona slæmur, þó Gunnari þyki hann ekki nægilega slæmur.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 11:39

12 identicon

Doctor E, Guð hefur óteljandi birtingamyndir í Biblíunni, það er okkar að velja. Það þarf ekki að velja hinn illa, hefnandi Guð.

Jóhanna (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 13:43

13 Smámynd: Kolgrima

Brilljant pistill, Jóhanna.

Kolgrima, 6.8.2008 kl. 13:49

14 identicon

Jóhanna: Velja úr óumbreytanlegu orði guðs.. yea rite cherry picking, gera guðinn eins og þú vilt að hann sé, ekki eins og bókin segir að hann sé.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 14:04

15 identicon

Þessi öfuguggaháttur er bara viðbjóðslegur. Fólk leitandi á annað fólk af sama kyni eftir kynlífi. Og eins og maðurinn sagði, vonandi finnur Kári Stefáns litningana sem valda þessu og geta gefið fólki val um hvort fólk vilji eiga kynvilling eða ekki, og þá mun vandamálið vera úr sögunni. Þetta sama er að gerast með mongólíta sem eru að hverfa, þar sem fólk hefur val.

jói (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 14:15

16 identicon

Jói: Það er mikilgægast af öllu að finna lækningu við því að eiga ímyndan vin í geimnum.. thats important stuff rite there

DoctorE (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 14:22

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Því miður hef ég ekki tíma til að svara, þakka ykkur elskulegust fyrir hlý orð í minn garð.

Doctor E ... í ,,bókinni" stendur: „Eins og móðir huggar barn sitt, eins mun ég hugga yður.” (Jes 66.13). Ég-ið í þessu tilviki er GUÐ.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.8.2008 kl. 14:32

18 identicon

Ef þú ekki skilur Doctor þá er það þannig að það sem gerir okkur að mönnum er að við leitumst eftir að laga og leiðrétta hluti sem fara úrskeiðis. Ef við ekki gerðum það þá værum við ekki menn. Þarna erum við að tala um villu eða eitthvað sem klárlega er eins og það á ekki að vera. Það er sama hvað hver segir, við munum leiðrétta þessi mistök....aðeins tímaspursmál.

jói (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 14:34

19 identicon

If a man also lie with mankind, as he lieth with a woman, both of them have committed an abomination: they shall surely be put to death; their blood shall be upon them. -- Lev.20:13

Þið kunnið ensku... hættið nú að velja og hafna eftir behag, ef þið trúið bókinni og drepið ekki samkynhneigða... well þið farið til helvítis.

Burn the book, keep the faith.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 14:45

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gunnar fellur undir allar skilgreiningar geðlæknisfræðinnar um sukkópatíu. Maðurinn er andfélagslegur hrokagikkur sem elur á hatri og aðgreiningu manna og ætti annaðhvort að vera inn á stofnun eða í fangelsi. Púnktur.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.8.2008 kl. 14:49

21 identicon

Málið snýst að sjálfsögðu ekki um að drepa neinn. Þetta snýst um þennan ákveðna litning eða galla í honum sem þarf að ná tökum á og þá er málið úr sögunni. Það mun gerast og þá þarf ekki að eiða tíma eða orku í að ræða þessi mál, þar sem það snýst að mestu um tilfinningar en ekki skynsemi.

jói (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 14:54

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jóhanna: Jesaja 45:

"Ég er drottinn og enginn annar. Enginn er Guð nema ég.

Ég hertygjaði þig þótt þú þekktir mig ekki, svo menn skyldu kannast við það í austri og vestri, að enginn er til nema ég.

Ég er Drottinn og enginn annar.

 Ég bý til ljósið og framleiði myrkrið, ég veiti heill og óhamingju. (á ensku: I make peace and I create evil)

Ég er Drottinn og gjöri allt þetta."

Þar hafið þið það! Ekki reyna að sigta út úr samhengi eitthvað gott úr þessari skruddu, sem er yfirfull, illsku grimmdar og mannfyrirlitningar.

Það er löngu sýnt að þetta er skáldskapur og lygi frá rótum. Bæði GT og NT. Lestu þig til ef þú hefur kjark og vilja til að vita sannleikann. Og skammastu þín svo fyrir að leggja lóð á vogar fáfræði og kúgunnar, enn eina ferðina.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.8.2008 kl. 15:01

23 Smámynd: Mofi

Jóhanna
Það er einhver falsguð, því að sá Guð sem ég trúi á fer ekki í manngreinarálit...
Hver er það sem ákveður hvað þinn guð segir að sé satt og rétt? 

Mofi, 6.8.2008 kl. 15:52

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Make  not  ..

Sé ég hef nógu að svara, þarf að kíkja á þetta í kvöld mín kæru.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.8.2008 kl. 15:54

25 identicon

Mofi: Ert þú búinn að selja allar eigur þínar og gefa fátækum... eða ertu ekki tilbúinn í að vera púra kristinn... Cherry picking again

DoctorE (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 16:11

26 Smámynd: Haraldur Davíðsson

..hvað sem þér gjörið einum mínum minnstu bræðra, gjörið þér og mér...

...einhvernveginn svona var þetta, minnir mig..

...til yðar munu koma falskristar og falsspámenn....

... trúarbrögðin afskræma trúna, orðið, meininguna og tilganginn og hafa alltaf gert síðan menn steyptu gullkálf og reistu turn...

Haraldur Davíðsson, 6.8.2008 kl. 18:34

27 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hinricus, ég setti þetta einstaka dæmi upp til að sýna að birtingarmyndir Guðs í Biblíunni eru fjölmargar, en ekki bara sú sem DoctorE sér.

Það er rétt Haraldur, við eigum að hugsa til þessarar setningar, það sem þér gjörið einum mínum minnstu bræðra, gjörið þér mér stendur í þessari ,,vondu bók" ..

Varðandi berjatínslu Doktór, þá kýs ég að tína safaríkustu og bestu berin af lynginu en borða hvorki grænjaxla né lyng.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.8.2008 kl. 22:32

28 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

p.s. gleymdi - ég notaði þetta dæmi um móðurina einmitt til að undirstrika, kvenlega mynd Guðs.

Mofi, ég spyr þig á móti: Hvaða Guðsmynd velur þú þér? .. Trúir þú á hefnigjarnan Guð?

  Sigga ..

Jón Steinar þú ferð í Soffíu frænku gírinn og segir: "Og skammastu þín svo fyrir að leggja lóð á vogar fáfræði og kúgunnar, enn eina ferðina."  Ég verð að viðurkenna að ég fatta ekki þennan húmor hjá þér.   ... Vinsamlega vertu prúður...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.8.2008 kl. 22:41

29 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Kolgríma, Jenný Anna, Sigrún, M, Ía, Anna Guðný, Sigga, Lilja Guðrún, Jónína og Huld -  gott að það eru ekki allir í skotgírnum.

Guðsteinn Haukur, ég er pollróleg  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.8.2008 kl. 22:49

30 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir góð skrif.

Marta B Helgadóttir, 6.8.2008 kl. 22:54

31 identicon

Með sömu rökum væri hægt að segja að Hitler væri svalur gaur, hann tók í hendur barna, lagfærði atvinnuleysi, var hundavinur... eigum við að fókusa á það?

DoctorE (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 23:17

32 Smámynd: Mofi

Jóhanna
Mofi, ég spyr þig á móti: Hvaða Guðsmynd velur þú þér? .. Trúir þú á hefnigjarnan Guð?

Ég trúi að Kristur sé Guð; get ekki beint sagt að það sé mitt val, það er frekar mín sannfæring.  Ég trúi ekki á hefnigjarnann Guð nei en ég aftur á móti trúi á réttlátann Guð, til hvers annars var Hann að gefa okkur samvisku og ekki getur Hann látið vont fólk eyðileggja heiminn endalaust.

Mofi, 6.8.2008 kl. 23:35

33 identicon

En Mofi ef þú lest biblíu þá er guðinn þinn ekkert nema hefnigjarn, miskunarlaus morðingi... face the facts

DoctorE (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 09:26

34 Smámynd: Mofi

Nei DoctorE, Hann er réttlátur sem kannski of sjaldan stöðvaði illsku mannana.

Mofi, 7.8.2008 kl. 09:47

35 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

DrE ... að bera saman Guð og Hitler skjúsmí .. skil að þú sért á villigötum ef þú telur Guðdóminn og Hitler sambærilegan.

Mofi - ég held að við trúum bæði á kærleiksríkan Guð, birtingarmyndir Guðs eru svo fjölbreytilegar í Biblíunni því verður sannfæring okkar og samviska að spila inn í og þannig "veljum við" ósjálfrátt þann Guð sem við trúum á.

Ég sé þetta er komið út í rugl og bull þessi umræða sem var upphaflega spurning um hvort að verið væri að fara í aðför að Gunnari í krossinum eða hvort að fólk mætti vera reitt út í hann vegna skoðana hans á samkynhneigðum. Ég ætla því bara að setja hér stopp.. og þúsund hjörtu til ykkar..

 Verum glöð og góð við hvert annað, hvort sem við séum trúlaus eða trúuð, við erum vonandi öll að keppa að betri heimi, þar sem okkur líður vel  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.8.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband