Miðvikudagur, 29. nóvember 2006
Dag í senn eitt andartak í einu..
Mikið að plana og hugsa núna; er með kynningu á skólanum mínum í Borgarholtsskóla í kvöld. - Síðan er jólaskreytingakeppni milli bekkja á morgun og krakkarnir og stofurnar eru að verða troðfullar af jólaskrauti og spurning um hvort að meira eða minna er fallegt!
Annað kvöld er svo MORFÍS keppni á móti Kvennaskólanum og krakkarnir eiga að ræða með eða á móti Biblíunni. Vonandi gengur þetta vel, nemendur búnir að æfa sig vel og leggja mikinn metnað í þetta.
Nú er komið að því að vinda sér framúr réttum megin og fara í sturtu, mála sig með nýja snyrtidótinu sem dætur mínar gáfu mér í afmælisgjöf: hint, hint, mamma farðu að gera e-hvað fyrir þig :) ..
Er enn á hinu víðfræga Síberíufæði og fíla mig svaka vel.. enda í stærð 10 með þessu áframhaldi hehe.. er að herða mig upp í að bæta við þetta hreyfingu, t.d. í Laugum, en það kostar hönd og fót og eina stórutá, þannig að ég hinkra aðeins..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.