Laugardagur, 23. ágúst 2008
Skoðanakönnun - Palli Magg bindislaus í fréttum og aðrir ganga lengra og ætla að láta tattóvera íslenska fánann á afturendann ef Ísland vinnur gullið!..
Ég var að hlusta á útvarpið eftir kvöldmatinn og þá voru einhverjir gárungar á rás2 að ræða það að ef að Íslendingar ynnu gullið ætlaði kona annars að láta tattóvera íslenska fánann á afturendann! ..
Eruð þið með einhver loforð/áheit eða hugmyndir um slíkt? ... Hvað er besta hugmyndin ? .. best að setja inn skoðanakönnun. Hún er s.s. komin hér til vinstri.
Hverju ert þú til í að fórna? ..
Íslendingar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
Ýmsir sem blogga líka
Eva, Vala, Tobbi
Börnin mín þrjú - Öll stór ekkert smátt!
- Eva sæta, dóttir og djammari Eva og vinkonur blogga
- Fyrirsætan Vala í Gululínunni
Barnasíður
Börn vina og ættingja
- Ömmustrákur Ísak Máni ömmustrákur
- Ísold og Rósa
Bloggvinir
- johannavala
- lottarm
- sunnadora
- roslin
- amman
- jodua
- jenfo
- hross
- iaprag
- asthildurcesil
- biddam
- jonaa
- laufeywaage
- rutlaskutla
- liljabolla
- tigercopper
- rannveigh
- ringarinn
- skordalsbrynja
- lillagud
- lehamzdr
- ingibjorgelsa
- fjola
- danielhaukur
- gunnarggg
- ingibjorg-margret
- baenamaer
- zeriaph
- siggith
- thoragud
- arnisvanur
- orri
- geislinn
- sigrg
- svavaralfred
- toshiki
- vonin
- beggagudmunds
- ffreykjavik
- jevbmaack
- jakobk
- hallarut
- heidathord
- dapur
- goldenwings
- konukind
- aevark
- brandarar
- grumpa
- ingabaldurs
- joninaros
- gudni-is
- kaffi
- olafurfa
- alexm
- hlynurh
- krossgata
- joklasol
- liso
- malacai
- iador
- sigurdursig
- prakkarinn
- skolli
- photo
- robertthorh
- velur
- steinibriem
- perlaoghvolparnir
- veravakandi
- sms
- thordis
- svarthamar
- salvor
- konur
- vga
- vonflankenstein
- vefritid
- adhdblogg
- audurproppe
- bailey
- baldurkr
- bjarnihardar
- gattin
- bryndiseva
- cakedecoideas
- draumur
- skulablogg
- drum
- himmalingur
- holmfridurge
- h-flokkurinn
- ktomm
- katrinsnaeholm
- olimikka
- rafnhelgason
- rosaadalsteinsdottir
- sigurbjorns
- hebron
- saedishaf
- zordis
- thj41
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég ætla ekki að tíma fingrunum mínum...... ekki tánum og ekki hárinu.... og alls ekki augabrúnunum!
Handbolti er ekki til boða hér, ég er óttalega spéhrædd, ég er ekki sjálfráða, má alveg fá tattú en örugglega ekki íslenska fánann og svo er ég bara fátækur námsmaður sem verður að eiga smá aura!
Heyrðu, ætli ég geri þá nokkuð... léleg ég veit!
Ef þú ætlar að vera um götur borgarinnar á morgun og annað kvöld, og þú sérð glytta í mig þá kallaðu bara hátt og snjallt á mig! Eða þá að þú heyrir nafnið þitt kallað kannski.... aldrei að vita!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.8.2008 kl. 01:43
Heil og sæl; Jóhanna !
Að sjálfsögðu; ber að fagna sigrum íslenzkra íþróttamanna, nær sem fjær, en,...... ber það ekki vott um úrkynjun nokkra; þá húðflúr, með einu þjóðartákna okkar, yrði brennimerkt, á líkama þeirra hóflausu ?
Minna þessar fyrirætlanir þig; ekki, á niðurslag siðmenningarinnar, í Róm,, árið 476, hvert leiddi til hruns Vestur- Rómverska ríkisins, Jóhanna mín ?
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 01:43
Ég held bara áfram að heita á þessa og hina eins og í dag. Sennilega verð ég brók um mánaðarmót. En hvað gerum vér ekki fyrir íslenska landsliðið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2008 kl. 01:54
Sæl Jóhanna.
No way so far. Ekki á afturendann.................ENNIÐ,,,,,,,,,,,þá sjá allir!
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 05:04
Ætla ekki að heita neinu nema að fagna óskaplega með strákunum, en ég fagna nú eiginlega bara strax, því þótt gullið væri toppurinn þá er silfrið nóg fyrir mig til að finnast þeir æðislegir Íþróttamenn eins og mér hefur ætíð fundist.
Handboltinn er mín uppáhalds bolta-íþrótt.
Knús í helgina þína
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2008 kl. 09:13
Það bara vantar gjörsamlega í mig allan áhuga á keppnisíþróttum. (Að vísu hef ég rosalegan áhuga á spurningaleikjum - vinkona mín segir að það sé sambærilegt). Er auk þess ekki mikið fyrir fórnir. En auðvitað er staðan einkar ánægjuleg, hvort sem við fáum silfur eða gull.
Laufey B Waage, 23.8.2008 kl. 10:29
Mér er stórlega til efs að heimurinn snúist um mig persónulega og ég er handviss um að það breytti engu hverju ég lofaði.
Ég mun hins vegar horfa á þá og hvetja áfram þó þeir verið engu nær -blessaðir.
Ragnheiður , 23.8.2008 kl. 11:29
Ég ætla að fórna dýrmætum morgunlúr á sunnudagsmorgni ..., og horfa á strákana.
Marta B Helgadóttir, 23.8.2008 kl. 14:02
Marta - það er vissulega fórn!
Rétt, Ragnheiður - þú kemur mér svolítið niður á jörðina, ég held alltaf að það sé t.d. ef ÉG gleymi regnhlíf á 17 júní þá rigni ...
Laufey - ég hélt það þyrfti ekkert að hafa áhuga á keppnisíþróttum til að hafa áhuga á þessu móti .. þetta er SVO spennandi. Ég horfi eiginlega aldrei á íþróttir í sjónvarpi, en get varla beðið eftir að vakna á morgun ...
Sammála Milla - silfrið er nóg, en svakalega verð ég nú hoppandi kát ef þeir fá gullið. Hugsa að mamma mín verði móðguð ef þeir fái það ekki.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.8.2008 kl. 15:36
Jenný - við verðum þá bara að opna reikning til styrktar þér um mánaðarmótin ef þú verður brók.. eða Ásdís safnar fötum.
Óskar, mæl þú heill og ver velkominn í heimsókn á mína auðmjúku síðu. Ég er nú ekki gefin fyrir húðflúr sjálf, og fylltist sorg þegar sonur minn fékk sér eitt slíkt. Hefði samt fyrirgefið honum hefði þar staðið ,,mamma" ..og hjarta þar við. Þó er ólíklegt að það hefði dregið að honum dömur, en það myndi honum mislíka.
Man ekkert hvað gerðist 476 - var ekki fædd þá! (Þetta var ljóskusvar dagsins ef fólk fattar ekki brandarann).
Róslín, ég nenni ekki út í rigninguna .. ætla bara í matarboð í kvöld og læt það duga. Mér finnst rigningin samt góð, svona þegar ég er ekki nýbúin að blása á mér hárið og setja upp meiköppið.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.8.2008 kl. 15:45
Haha, þú ert nú þá meiri skvísan - èg skellti smá meiköppi framan í mig í morgun og vatnsheldan maskara, og ekki orð um það meir! :D
Eigðu annars gott kvöld mín kæra!
( sit úti í bíl fyrir framan rúmfatalagerinn og bónus í smáranum! :P)
Róslín (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 17:00
Skemmtileg skoðanakönnun, en ég finn ekkert við mitt hæfi samtÉg kem til með að .... gera svo sem ekkert sérstakt, bara hafa gaman að þessu og svo búið
Jónína Dúadóttir, 23.8.2008 kl. 19:16
Það stingur engin nál í bossann á mér nema líf mitt liggi við og stingarinn hafi læknismenntun. Ég ætla nú bara að skála, eða nei, þetta er fyrir hádegi. Hummmm kemur bara ekkert í hug.
Halla Rut , 23.8.2008 kl. 20:05
Ég finnst það nú bara alveg stórmál ef ég fer á fætur kl. 8. á sunnudagsmorgni til að horfa á íþróttaviðburð. Þó að það sé þessi leikur. Spurning hvort ég drattist fram úr í hálfleik ef ég heyri jákvæð hljóð úr stofunni
Mér finnst þeir samt alveg frábærir.
Anna Guðný , 23.8.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.