Af hverju er ekki hlustað á meirihluta, er það vegna þess að meirihlutinn hefur ekkert vit á málunum ?

Ég hef oft hugleitt eftirfarandi:

,,Það er meirihluti Íslendinga á móti kvótakerfinu, en samt er það við lýði." ..

,,Meirihluti Íslendinga vill hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, samt er verið að ræða að flytja hann."

.. Það eru fleiri pólitískar hugleiðingar á þennan veg, sem ég man nú ekki alveg eftir í augnablikinu, en er ekkert vit í því að fylgja meirihluta ?

Það skrítnasta í þessu er eflaust að t.d. Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi núverandi kvótakerfi, en samt kjósa langflestir (ennþá) Sjálfstæðisflokk, kannski vegna þess að fólki finnst vægi kvótakerfisins ekki mikið?  Það er þó það sem er búið að drepa niður byggð úti á landi og auka mismunun á velferð og (veraldlegum) lífsgæðum margra Íslendinga.

Ég er enginn sérfræðingur í þessu, en ég held það þurfi heldur ekki sérfræðing til að sjá þetta.

Hvað verður næst. Vatnskvóti ???... Verður einhverjum "vel ættuðum" fjölskyldum útveguð sú náttúruauðlind ?  Vatnið er alveg örugglega ein verðmætasta auðlind heims, því án vatns getum við ekki lifað.

Hvaða flokk á að kjósa, hvaða flokki treystum við til að hlusta á raddir fólksins? Shocking  ... þarf nýjan flokk - eða dugar einhver af þeim sem fram eru komnir ?

Elskulega fólk, hættið a.m.k. að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef þið eruð ósammála hans stefnumálum!!!!...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill. Flugvöllur í Vatnsmýri er líka hagur borgarbúa. Það gleymist oft. mér skilst að núverandi meirihluti sé ósamstíga í þessu máli.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Betur að fleiri veltu þessu fyrir sér. Þetta eru nefnilega spurningar sem allir skulda sjálfum sér svör við áður en þeir afhenda umboð sitt. Ég held að alltof fáir geri sér grein fyrir því hvaða ábyrgð fylgir kosningaréttinum.

Með kveðju!

Árni Gunnarsson, 27.8.2008 kl. 09:19

3 Smámynd: Rannveig H

Jóhanna! mín skíring er þessi  Sjálfstæðismenn eru íhaldssamir,kjósa flokkinn sinn þrátt fyrir bullandi óánægju,þó fáir treysta sér til að verja uppákomur þeirra. Ég held oft á stjórnmálaskoðun sé genatísk,t.d eins og með framasóknmenn.Að öðru leiti sammála Árna eins svo oft áður.

Rannveig H, 27.8.2008 kl. 09:31

4 Smámynd: Halla Rut

Mjög góður pistill hjá þér Jóhanna.

Fylgið er að minka hjá Sjálfstæðisflokknum og mun halda þannig áfram einmitt vegna þess sem þú skrifa. Hér áður treysti fólk ,flottasta, og þeim sem það hélt vera gáfaðasta, fólkinu til að stjórna. Í dag fylgist fólk miklu meira með, sem kemur vegna; gífurlegri aukningu fjölmiðla, aukinni atvinnuþátttöku kvenna og svo blogginu.

Flestir hafa skoðanir og fylgjast með  sama hvar þeir standa í þjóðfélaginu. Þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki "fattað" og mun það verða þeim að falli. Það þarf nefnilega að haga seglum eftir vindi og mun hver sá sökkva er reynir að stjórna vindinum. 

Nýjan flokk eða nota einhvern sem nú er við lýði, það er spurningin.

Halla Rut , 27.8.2008 kl. 09:46

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Engin hætta á að ég kjósi Sjálfstæðisflokkinn enda gengur hann þvert á lífssýn mína.

Ég er ekki svo viss um að flestir vilji flugvöllin áfram í Vatnsmýrinni, bara alls ekki.

En kvótamálið er ljótur blettur á þessari þjóð.

Áfram Jóhanna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2008 kl. 10:01

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég held ég vilji þjóðstjórn, þar sem frambærilegustu persónurnar verði kosnar þvert á flokka......og þú gætir vel verið ein af þeim

Sigrún Jónsdóttir, 27.8.2008 kl. 10:36

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hef aldrei kosið Sjáfstæðisflokkinn og mun aldrei gera

Jónína Dúadóttir, 27.8.2008 kl. 12:24

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góður punktur Sigga mín, ... Mammamíaflokkurinn reddar þessu!

Veit ekkert um nýjustu skoðanir fólks í flugvallarmálinu, Jenný, en hef bara heyrt að allar skoðanakannanir sýni að fleiri vilji að hann veri en fari.

Sigrún - Þjóðstjórn, .. skoða það líka í Mammamíaflokknum!

Takk líka, Gísli, Rannvegi, Árni og Halla fyrir góðar athugasemdir.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband