Föstudagur, 29. ágúst 2008
Frænka eða frændi ?
Ég var að uppgötva nýjan frænda hér á blogginu, en amma mín Charlotta Kristjana Jónsdóttir og afi hans Carl Emil Ole Möller Jónsson voru alsystkin.
En ég á fleiri ættmenni hér á Moggabloggi:
Fyrst eru það dæturnar:
Eva Lind - sem er nú svolítið dugleg að blogga og reddaði sér stærðfræðihjálp nýlega á blogginu!
Jóhanna Vala - sem er bara hætt að blogga hér, en komin með læsta síðu annars staðar.
Lotta systir - hún bloggar nú afskaplega sjaldan núorðið.
Ingibjörg Elsa - en pabbar okkar eru bræður. (Eða segir maður ,,voru" þegar báðir eru látnir?)
Vilhjálmur - mamma hans og pabbi minn systkini.
Emil H. - er svo ,,nýi" frændinn ..
kannski finn ég fleiri skyldmenni síðar ! .. Gefðu þig endilega fram ef þú ert frænka mín eða frændi! .. .. ef það er í föðurætt er næstum víst að þú notir gleraugu, linsur eða hafir farið í lazeraðgerð á augum...
p.s. Róslín - hef ekki gleymt þér, við erum andlegar frænkur, það telst víst ekki!
Athugasemdir
Guðfærðinám......rautt hár, ég er reyndar með linsur en hef ekki farið í aðgerð ennþá á augum. Fer í hana þegar ég verð orðin ríkur sjónvarpspredikari
.....getum við ekki alveg verið skyldar 
!
Sunna Dóra Möller, 29.8.2008 kl. 16:01
Hver segir það?
Annars gott að þú gleymdir mér ekki
Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.8.2008 kl. 16:11
Og svo heitir þú Möller eins og langamma mín!!... Dóróthea Kristín Möller, en næ þér ekki sem frænku á Íslendingabók
.. Við teljumst þá andlega skyldar, eins og við Róslín.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.8.2008 kl. 16:13
Ég segi það kannski bara Róslín.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.8.2008 kl. 16:13
Gat verið....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.8.2008 kl. 16:16
Ég er ekki frænka þín (hef þó farið í laser) en besta vinkona mín til yfir 30 ára er náfrænka þín og hún notar gleraugu og linsur en getur ekki nýtt sér laserinn þessi elska
Ingibjörg Margrét , 29.8.2008 kl. 16:53
Við erum jú víst frænkur, bara nokk fjarskyldar... en það þarf ekkert að fylgja!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.8.2008 kl. 18:06
Rétt Imba, það var gaman þegar ég fékk ,,að vera memm" í Keldulandinu.
.. Í búðarleik, þar sem við m.a. söfnuðum umbúðum úr sjoppunni og seldum hver annarri.
Róslín, já við erum víst öll skyld hér á Íslandi.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.8.2008 kl. 19:39
ég er víst ekki frænka þín en væri alveg til í það. Maður á aldrei of marga skemmtilega ættingja.
Anna Guðný , 29.8.2008 kl. 21:05
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.8.2008 kl. 21:38
Við erum flest frændur og sum líka vinir. Kveðja til þín elsku frænka.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2008 kl. 01:59
Já, Jóhanna, búðarleikirnir voru dásamlegir og ég á sennilega mitt litla verslunarvit þeim að þakka - og svo var ekki síðra að grípa sippubandsendann og syngja hástöfum saman Dream, dream, dream...all I have to do is dream...
Ingibjörg Margrét , 30.8.2008 kl. 10:53
Sæl frænka, ég held að ég sé eini afkomandi Carl Emils sem skrifar hér á blogginu, hef a.m.k. ekki rekist á fleiri, þannig að mitt fólk er ekki eins duglegt að skrifa eins og afkomendur Charlottu, eða Lottu eins og ég hef alltaf heyrt hana nefnda. Ég man eftir að hafa verið í einhverjum fjölskylduboðum í gamla daga heima hjá Sr. Birni og Lottu og það sem ég man helst eftir þaðan var gamla fótstigna orgelið og öll gömlu innbundnu dagblöðin í bókaherberginu uppi á lofti. Gaman að koma þangað.
Emil Hannes Valgeirsson, 30.8.2008 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.