Laugardagur, 30. ágúst 2008
Hef verið "ókunnuga konan" ..
Fyrir mörgum árum var ég að koma heim til mín í Garðabænum og sá þá tvær stelpur, örugglega ekki eldri en átta ára, fjúka þar um götur. þ.e.a.s. þær voru á heimleið úr skóla í ofsaroki og rigningu og voru í vandræðum orðnar rennandi votar.
Ég hugsaði mig um, ekki lengi, en stöðvaði bílinn hjá þeim og sagðist vilja skutla þeim heim. En það íróníska var - að um leið og ég sagði það sagði ég "en svo eigið þið alls ekki að þiggja far hjá ókunnugum, sérstaklega mönnum" .. Já, það sagði ég. Þær voru mjög þakklátar fyrir farið og ég ítrekaði varnaðarorð mín þegar ég kvaddi þær. Þetta var allt hálf öfugsnúið. Sorglegt ef við (eðlilegar konur og karlar) getum ekki hjálpað börnum (náunganum) í neyð, vegna þess að það eru ,,perrar" þarna úti sem skemma fyrir slíku.
Ég sagði við litlu dömurnar, "sérstaklega mönnum" .. og kannski eru það fordómar í mér, en ég hef nú bara aldrei heyrt um að konur séu keyrandi um að leita á börn, ne að flassa. Upplýsið mig endilega ef slík dæmi hafa verið í fréttum.
Börn þiggi ekki far hjá ókunnugum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru ekki fordómar í þér elsku Jóga mín!
Bara sannleikurinn, ekkert annað...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.8.2008 kl. 10:19
Ég viðurkenni að ég gæti ekki hugsað mér að keyra fram hjá barni í roki og rigningu. Er þá ekki bara málið að grípa upp gemsann og hringja í foreldrana? Börnin vita flest númerin hjá þeim. Láta vita, ég er að koma með barnið þitt. Þetta er hægt í dag en var auðvitað ekki í boði áður.
Annars er skólinn í mínu hverfi svo fámennur að ég held ég gæti tekið nánast öll börnin og keyrt þau heim. Er sjálf með börn í öllum deildum, þannig að Það þekkjast flestir. En skil að þetta geti verið vandamál annarstaðar.
Hafðu það ljúfan.
Anna Guðný , 30.8.2008 kl. 10:20
Ég hugsa að ég hefði gert nákvæmlega það sama.......! Og .....nei ég hef ekki heyrt af mörgum konum sem lokka börn upp í bíla.....því miður!
Sunna Dóra Möller, 30.8.2008 kl. 10:50
Ég hef aldrei heyrt um að konur keyri um og lokki börn upp í bíla í kynferðislegum tilgangi.
En þetta er ótrúlega erfitt allt saman, hvar eru mörkin og er þjóðfélagið orðið þannig að við getum ekki hjálpast að?
Skelfileg tilhugsun.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2008 kl. 11:15
Ég hef aldrei heyrt um að konur aki um í annarlegum tilgangi í kringum skóla. Þú gerðir það eina rétta...
Ég myndi stoppa og ef það gengi ekki þá myndi ég reyna að hringja í foreldri eða gera eitthvað til hjálpar.
Það getur allt orðið til þess að börn eru ekki sótt. Veður á Íslandi breytist fljótt
Ragnheiður , 30.8.2008 kl. 12:30
Reyndar eru þetta bæði fordómar og ekki.
Staðreyndin er sú að í flestum tilvikum þegar um kynferðisglæpi er að ræða að karlar eru gerendur, en það eru líka til konur sem eru hættulegar að þessu leiti.
Eins eru til geðsjúkar konur sem hafa verið meðsekar í barnsránum í kynferðislegum tilgangi, rænt börnum til þess að ala þau upp sem eigin, rænt börnum til þess að pynta þau etc.
Það eru hinsvegar ekki mörg dæmi.
En. Þau eru samt til.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 30.8.2008 kl. 18:27
Ég segi nú bara hvað eru skólayfirvöld að hugsa að hleypa börnunum út í brjálað veður, þeim ber skilda til að hringja í foreldra og láta vita ef veðrið er illt.
En eins og ég sagði við þig Jóhanna mín á minni síðu þá gerðir þú rétt.
Kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.8.2008 kl. 19:07
Þetta eru ekki fordómar, en eins og ÞJÓÐARSÁLIN bendir réttilega á, þá er ekki sama hvernig umræðunni er háttað, en líklega er það rétt sem þú heldur að ekki margar konur lokki til sín börn í kynferðislegum tilgangi, en Einar hefur nokkuð til síns máls.
Haraldur Davíðsson, 30.8.2008 kl. 20:57
Góða kvöldið, ég hef verið svo upptekin í dag að ég hef ekki haft tíma til að líta hér inn. Þakka umræðuna, sem hefur á vissan hátt verið upplýsandi.
Björn Heimir, mig langar að benda þér á að ég skrifaði í pistilinum " Sorglegt ef við (eðlilegar konur og karlar) getum ekki hjálpað börnum (náunganum) í neyð, vegna þess að það eru ,,perrar" þarna úti sem skemma fyrir slíku." ...
Þarna eru karlar ekki undanskildir í upptalningunni. Ég er enginn karlahatari, langt í frá og í mörgu eru karlar fremri en konur. Það er rétt hjá þér að stundum eru konur andlegir kúgarar, en það kemur þessu máli í raun ekkert við. Við erum að tala um hvort það sé í lagi að börn fari upp í bílum hjá ókunnugu fólki.
Eflaust er öruggast að fara bara ekki upp í bíl hjá neinum, og það er klaufaskapur fullorðinna að senda börn út í brjálað veður. Bæði karla og kvenna (svo það sé á hreinu).
Ég vildi vera heiðarleg í þessari umfjöllun, og segja hvað ég hefði hugsað og sagt við stelpurnar þegar ég hleypti þeim út úr bílnum.
p.s. ég sagði aldrei að maðurinn í fréttinni hefði verið perri. Kannski var hann bara gúddí gæ sem vildi vera almennilegur!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.8.2008 kl. 23:51
Afsakið þetta stóra letur í athugasemd hér á undan
Þjóðarsálin skrifaði"Eftir því sem ég best veit þá er það sorgleg staðreynd að flest þessara mála koma upp inni á heimilum þar sem umræddir menn níðast á börnum þar sem síst skyldi." ..
Það er víst staðreynd að kunnugir eru víst oft minna hættulegir en ókunnugir.
Ég býst við að í innleggi Siggu, hafi átt að standa ónáttúru sumra karla - og hafi hún aldrei meint að allir karlar væru haldnir ónáttúru.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.8.2008 kl. 00:05
"Að segja við stúlku að hún eigi sérstaklega að passa sig á körlum, í hvaða samhengi sem það nú er, held ég að sé til þess að stúlkur gætu misst traust á karlmönnum."
Ég kaupi þetta alveg Björn Heimir.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.8.2008 kl. 09:09
Var vont veður og/eða var drengurinn að labba einhversstaðar á fáfarinni leið þar sem mjög langt var til byggða... þá hefði ég skilið það að einhver hefði boðið honum far
Jónína Dúadóttir, 31.8.2008 kl. 09:15
Auðvitað keyrir maður ekki framhjá barni í neyð, en öll kennsla um hvernig barn tekur slíku á að koma frá heimilinu. Það er vont að vita til þess í dag að margir afar og pabba eru smeykir við að hjálpa stúlkubörnun með þarfir þeirra heimavið vegna þeirra manna sem hafa misnotað börn, eru hreinlega hræddir að þeim verði kennt um eitthvað. Það þarf sko að taka perrana úr umferð. Kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 14:16
Ég fer öll í flækju... það er svo vandlifað í þessum heimi. Ég hef líka tekið börn upp í bílinn og sagt þeim um leið að þau eigi ekki að þiggja far hjá ókunnugum.
ég er svo forvitin: hvað komment ertu að tala um inn á minni síðu?
Jóna Á. Gísladóttir, 31.8.2008 kl. 19:37
Sendi þér skilaboð í nýja kerfinu, vonandi virkar það.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.8.2008 kl. 19:58
Það er svo sannarlega orðið vandlifað í þessum heimi en hvaða kona gæti keyrt framhjá börnum í svona vandræðum.
Huld S. Ringsted, 31.8.2008 kl. 21:56
Blessuð Jóhanna þú baðst um upplýsingar ef einhver hefði um hvort konur væru eitthvað annað en englar hér er sýnishorn
http://www.menweb.org/panosumm.htm
Og annað
The American Humane Association which was responsible for gathering data from the yearly reports provided by the 50 U.S. states child protective agencies from 1973 through 1987 on child sexual abuse. They found that approximately 20 percent of substantiated cases of child sexual abuseduring that time period had been perpetrated by females.
http://www.canadiancrc.com/female_sexual_predators_awareness.aspx
Og eitt enn
Here is a list of the teacher 'sexpidemic' cases WND has documented where female teachers have been accused, or convicted, of assaulting students:
http://www.worldnetdaily.com/news/article.asp?ARTICLE_ID=53859
Mér finnst umræðan vera of mikil á þann veg að karlmenn eru vondir konur eru góðar að mínu mati er þetta þannig að 95% fólks er gott restin er drullusokkar alveg óháð kyni. Ég fór að kynna mér þessi mál þegar farið var að biðja jólasveina fyrir skilaboð til okkar karlmanna um að hætta að nauðga því mig þyrsti að vita hvort að ástandið væri svona einsleitt. Alt sem að ég hef lesið ber að sama brunni bæði konur og menn geta verið englar en lika skíthælar Erlendar tölur segja að hlutfall gerandi kynferðislegs ofbeldis gagnvart börnum sé 75 -25 þar sem karlmenn eru 75% en ég leifi mér að spyrja hvar eru þá þessi huldu 25% hér eða eru Íslenskar konur frábrugðnar erlendum´. Erlendar rannsóknir segja lika að konur séu mun líklegri til að misþyrma börnum sínum og verða þeim að aldurtila eins og sést hér.
"And according to the National Child Abuse and Neglect Data System, women are the most common abusers of children. In 2003, females, usually mothers, represented 58% of females, usually mothers, represented 58% of perpetrators of child abuse and neglect, with men composing the remaining cases. In that same year an estimated 1,500 children died of abuse or neglect. "http://www.ifeminists.net/introduction/editorials/2006/0118roberts.html
Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.9.2008 kl. 00:00
Sæll Jón Aðalsteinn, Þakka þér ítarlegt innlegg. Ekki bað ég nú um "upplýsingar ef einhver hefði um hvort konur væru eitthvað annað en englar" heldur um upplýsingar um fréttir af konum sem væru að flassa eða keyrðu um í þeim tilgangi að leita á börn.
Auðvitað eru fæstar manneskjur englar, aðeins örfáar sem komast kannski með tærnar þar sem englar hafa hælana. Ég hef aldrei haldið því fram að konur séu englar, (nema kannski dætur mínar, systur eða vinkonur og er það bara svona mömmu- systra- eða vinkonutal, sem snýr að mér einni.)
I sumum tilfellum eru (sumar) konur verri en (sumir) karlar og öfugt.
Ég er sammála því að það er ekki rétt að alhæfa neitt um konur eða karla, reykingamenn eða hundaeigendur. Enda var ég búin að samþykkja það hér í athugasemd ofar í listanum.
Ef við segjum; Reykingamenn eru sóðar því þeir henda stubbunum um allt - þá taka allir reykingamenn það til sín og sárnar. Auðvitað er fullt af reykingamönnum sem eru snyrtipinnar og þetta á engan veginn við.
Sama gildir um konur og karla.
Það er til fullt af konum sem m.a. vanrækir börnin sín - en það var eiginlega ekkert spurningin mín, þetta var spurning um konur sem leita á börn kynferðislega, punktur.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.9.2008 kl. 14:25
Blessuð Jóhanna
Svarið við spurningunni hvort konur leiti á börn liggur í tenglunum Jóhanna báðir fyrri tenglarnir fjalla um staðreyndir varðandi þau mál að vísu erlendar en það er oft vitnað í erlendar rannsóknir. Sá seinni er einfaldlega listi um konur úr umönnunar stéttum sem að hafa verið dæmdar fyrir að misnota börn og unglinga og listin er ekkert stuttur. Ég hvet þig til að kynna þér þetta.
Ég skildi spurninguna en tok svona til orða
Ég er að leita mér upplýsinga varðandi þennan málaflokk á bloggi minu mig vantar að vita um hvar best er að leita að akveðnum upplýsingum sem ég ekki finn væri þakklátur einhver veit hvar þær er að finna
Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.9.2008 kl. 14:53
Takk fyrir yfirvegaða umræðu Jón Aðalsteinn, ..ég var ekki búin að lesa linkana þína.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.9.2008 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.