Fimm vasaklúta bíómyndir ... grátið í kór..

Samtal milli mín og dóttur minnar:

 "Var þetta góð mynd sem þú tókst á videóleigunni í gær?" 

"Já, svakalega góð, ég grét alveg úr mér augun."

"Var hún alveg fimm vasaklúta?"

"Tja.. a.m.k. svona þriggja" .. Crying

--

Fyrsta myndin sem ég man eftir að hafa grátið mig hása yfir var ,,Soldier Blue" en þar var General Custer að brytja niður Indjána. Síðan eru myndir eins og "La Vite e Belle" og "Das Leben des Anderen" ..(man ekki alveg hvernig þetta er skrifað).. 

Einhverjar væmnari myndir má telja upp eins og E.T. og My Girl, horfði á það með börnunum mínum þegar þau voru lítil og það var grátið í kór LoL ... 

Man eftir svakalegri mynd, sem var sýnd í Háskólabíói þar sem móðir var að deyja úr krabbameini og var að koma börnunum sínum tíu talsins fyrir, minnir að Sally Fields hafi leikið mömmuna - þar var sérstaklega auglýst að taka þyrfti með sér tissjú eða vasaklúta...

Nú væri gaman að vita hvort að þið ættuð einhverjar uppáhalds fimm vasaklúta myndir - eða jafnvel bara tveggja...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Engar uppáhalds grát en Love Story var upp á 91/2 klút og allar svona veikindamyndir þar sem einhver er að deyja úr hræðilegum sjúkdómum.

Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2008 kl. 08:30

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég man ekki eftir einni einustu, en það skal tekið fram að ég er ekki mjög dugleg í myndaáhorfi og hef aldrei veriðEigðu dásamlegan dag mín kæra

Jónína Dúadóttir, 1.9.2008 kl. 08:31

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Man eftir einni franskri sem mig minnir að  hafi heitið Angelique.  Var sýnd í Austurbæjarbíó fyrir fjörutíu og eitthvað árum.  Ég grét svo mikið að vinkonurnar neituðu að fara með mér heim í strætó.  Ég gekk alla leiðina heim (bjó í Bústaðarhverfinu) hágrátandi, eða það minnir mig alla vega.  Svo asskoti langt síðan.  Njóttu dagsins.

Ía Jóhannsdóttir, 1.9.2008 kl. 08:36

4 Smámynd: M

Það yrði of langur listi ef ég ætti að nefna allar grenju myndirnar sem ég hef séð.  Það sem poppar upp í hugann núna er Notebook. Yndisleg mynd

M, 1.9.2008 kl. 10:40

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir athugasemdirnar gæskurnar. Skrítið að enginn kall sé búinn að kommenta núna - eða hvað ?? ..   Man allt í einu eftir mikilli grátmynd með Shirley Maclaine o.fl. "Terms of Endearment" ..  las líka einhvern tíma fyndna lýsingu á því konur vildu horfa á myndir þar sem ein manneskja er að deyja alla myndina en karlmenn vildu sjá myndir þar sem margar manneskjur deyja og það hratt (sbr. stríðsmyndir)!  Er eitthvað til í þessu ?  (Úps.. bannað að dæma eftir kynferði)..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.9.2008 kl. 11:12

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég man eftir því þegar ég fór að sjá Titanic, að þá byrjaði ég að gráta eftir hlé...grét alla myndina á enda og á leiðinni heim og grét mig í svefn. Síðan í hádeginu daginn eftir brast ég líka í grát. Ég man ekki eftir öðrum eins gráti yfir einni bíómynd...bíst við að þetta væri kallað...ekki manns besta stund ! ....jú og ein mynd í viðbót...Shadowlands....sem fjallar um ævi C.S. Lewis....með Anthony Hopkins, grét yfir henni líka...og mörgum fleiri !

Sunna Dóra Möller, 1.9.2008 kl. 11:32

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skrítið með Titanic - held að allar rauðhærðar konur hafi samsamað sig svo við Kate að þær taki myndina svona svakalega inn á sig!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.9.2008 kl. 11:58

8 Smámynd: Anna Guðný

Ég man eftir þessari með Sally Field. Vá, hvað ég grét. Á Notebook á dvd svo ég er búin að gráta allavega tvisvar yfir henni. Kannski ég ætti að horfa einu sinni enn og sjá hvað gerist þá. Þær eru margar , man bara ekki í augnablikinu.

Anna Guðný , 1.9.2008 kl. 14:19

9 identicon

Ó MÆ... Nákvæmlega... mamma... mannstu eftir FREE WILLY !!!! Við vorum öll með ekka... gleymi aldrey honum litla bróður mínum eftir þá mynd! Elska grátmyndir...

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 14:40

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Eva - ég er ekki viss um að hann bróðir þinn gleddist yfir að þú opinberaðir að hann hefði grátið með okkur, en auðvitað er hollt fyrir stráka að gráta að gráta líka yfir bíómyndum og þeir gera það nú flestir stundum - þó þeir séu ekki að hafa hátt um það vegna staðalmynda sem við erum enn föst í.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.9.2008 kl. 14:47

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ekki tek ég Titanic inn á mig, samt er ég rauðhærð!
Eina myndin sem ég gæti hugsað mér við að gráta við ( ég er algjör nagli þegar kemur að myndum sko ) er I am Sam. Languppáhalds besta myndin mín, mögnuð mynd sem segir manni svo margt!

Yfir höfuð horfi ég svo mest bara á grínmyndir og græt yfir Make over; Home edition eða hvernig sem það er skrifað, man ekki nafnið í heild sinni. Og - ég get líka grátið yfir Opruh!!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.9.2008 kl. 15:19

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góður punktur hjá þér, Róslín,  með "Extreme makeover - home edition".. ég hef ekki horft mikið á það en veit að  dætur mínar liggja í táraflóði yfir þessum þætti.

Sá þátt þar sem verið var að koma almennilegu þaki yfir einhverjar tuttugumannafjölskyldu -  foreldra og 18 ættleidd börn  .. voða kjút.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.9.2008 kl. 16:25

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég hef grátið yfir extreme makeover home edition.....alveg í táraflóði !

Sunna Dóra Möller, 1.9.2008 kl. 16:53

14 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Topp 3 grátmyndir:

3. American Beauty

2. Pay it forward

1. Schindler's list

Ps. ég hef líka grenjað yfir EM:HE.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.9.2008 kl. 19:00

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Myndir og þættir  á grátlista:

  • Schindler´s list
  • American Beauty
  • Pay it forward
  • Extreme makeover - home edition
  • EM:HE
  • Oprah
  • Terms of Endearment
  • Angelique
  • Free Willy
  • Shadowlands
  • I am Sam
  • Titanic
  • Love story

Þetta er að verða ágætis g(r)átlisti

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.9.2008 kl. 19:35

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir með Róslín með Extreme makeover-home edition.
Love story er einnig afar sorgleg hef horft á hana með japönskum leikurum.
Annars eru örugglega 30 ár síðan ég hef farið í bíó.
Kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2008 kl. 20:06

17 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Gone with the wind, var rosalega sorgleg.

Þóra Guðmundsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:36

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Guðrún Emilía - Love Story með japönskum leikurum!  .. það hef ég nú ekki séð og vissi ekki að væri til!

Já - Sigga - við þurfum að losa (öll)..

Gleymdi Gone with the Wind, Þóra.. hún á náttúrulega bara að vera ógleymanleg.. hún er margra vasaklúta!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.9.2008 kl. 14:06

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Smá feill og mismynni í mér, myndin sem ég er að tala um heitir ekki Love story heldur Lovers, er ekki mynd heldur drama þættir þeir eru 20 og er hver þáttur 1 tími.
Í þessum þáttum eru leikarar frá Kóreu. hringdi í tvillingana mína og spurði,
hvað heldur þú að maður rugli þessu ekki öllu saman, þegar ekkert nema svona myndir eru á flakkaranum þeirra.

Það eru náttúrlega fullt af myndum sem hægt eð að telja upp, er ekki viss um að þið unga fólkið munið eftir þeim.
Á hverfanda hveli.
Hinar djöfullegu. og fleiri og fleiri sem ég man nú ekki hvað heita allar.
Knús kveðjur
Milla.


Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.9.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband