Mánudagur, 1. september 2008
27 ár ....
Fyrir 27 árum var ég aðeins 19 ára. Stödd í íbúð bróður míns og mágkonu, en ég var að passa, þar sem þau höfðu farið út að borða á tveggja ára brúðkaupsafmælinu. Þau hafa gott úthald, hafa verið samstíga og eru enn gift í dag og eiga því 29 ára brúðkaupsafmæli. ...
Mín var komin svona eiginlega níu mánuði á leið. Hafði að vísu farið í skoðun um daginn og sagt að barnið kæmi svona um 15. september. Var mjög pent ófrísk, og hafði reyndar hitt vinkonu systur minnar í bænum nokkrum dögum áður sem ekki hafði tekið eftir meintri óléttu.
Eftir pössun ókum við parið heim (en við vorum ekki gift þarna) og mér var nú svolítið "illt" í maganum og gat ekki sofnað. Tók létta verkjatöflu, en allt kom fyrir ekki. Hringdi þá upp á fæðingarheimili og spurði hvort það gæti nokkuð verið að ég væri bara hreinlega komin með hríðir? Ég hafði nefnilega fengið slatta af fyrirvaraverkjum áður, svo ég var ekki viss. Jú, konan við hinn enda símtólsins sagði mér að koma bara. Það var liðið á morgun þegar þetta var.
Ég var gíruð upp og sett á fæðingarstofu, í kasettutækið var sett öndunarspóla með Huldu Jensdóttur - en ég var fljót að segja "takið helv....kellinguna úr tækinu" .. hafði haldið upp á þessa spólu, og auðvitað er Hulda hin besta manneskja, en þegar ég var kvalin og gat ekkert andað í takt við hana Hmmm... Til að gera langa og kvalafulla sögu stutta þá leit mín litla dama dagsins ljós um tíuleytið að kvöldi 2.september 1981. Fallegasta barn sem hafði komið í þennan heim. Kveikt var á kertum og ég man við fengum köku og mjólk - þetta var yndisleg stund og nú er ég farin að vola... Well, þarna var hún Eva Lind mín mætt í heiminn, dökkhærð með mikinn lubba, næstum eins og útlendingur. Ég var alltaf viss um að hún yrði ljóshærð, en hún kom á óvart.
Ég hafði skrifað það í dagbókina mína þegar ég var komin þrjá mánuði á leið að ef ég eignaðist stelpu ætti hún að heita Eva Lind. Mér þótti það bara fallegast...
WELL ... frumburðurinn minn og ein af þremur stærstu ástum lífs míns: Eva Lind Jónsdóttir á afmæli á morgun - 2. september 2008 ... Ég er lánsöm móðir - svo ekki sé meira sagt ...
Sometimes I wish that I could freeze the picture....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 2.9.2008 kl. 09:07 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með hana Evu Lind þína.
Ragnheiður , 1.9.2008 kl. 20:41
Til hamingju með Evu Lind þína á morgun, yngri dóttir mín heitir líka Eva Lind
Huld S. Ringsted, 1.9.2008 kl. 20:52
Takk Ragnheiður og Huld,
Ég tók svo út hér út athugasemd frá ESG - sem augljóslega var byggð á misskilningi, en ekkert leiðinlegt er leyfilegt á ammæli sko!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.9.2008 kl. 21:07
Já það hefur verið misskilningur hjá ESG. Hulda frábær kona og mikill mannvinur og varla við hana að sakast þó þér hafi kannski ekki tekist að anda í takt við hana akkurat þarna hehe....
Oft segir maður og gerir undarlegustu hluti í fæðingu. Mig rámar í að hafa slegið þéttingsfast í magann á kallgreyinu -Himmapabba- þegar Himmi var að fæðast og hvæsti eitthvað á hann. Allt honum að kenna, auðvitað...hehe það sem maður getur verið ruglaður hehe.
Ragnheiður , 1.9.2008 kl. 21:13
Til hamingju með Evu Lind !
Sunna Dóra Möller, 1.9.2008 kl. 21:49
Falleg færsla og innilega til hamingju með Evu þína. Börnin eru það besta sem við eigum kærleikskveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 21:50
Til hamingju með stelpuna þína
Og til hamingju Eva Lind
(var að uppgötva núna að ég þekki aðra Evu Lind, og á nafninu að dæma bara hlýtur dóttir þín að vera alveg æðisleg manneskja.. það er þó ekki langt í að sækja það genið er ég 110 prósent viss um)
Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.9.2008 kl. 22:33
Innileg færsla. Tveggja klúta ;-)
Innilega til hamingju með frumburðinn
M, 1.9.2008 kl. 22:48
Til hamingju með stelpuna þína.
Ég get sagt þér að ég hótaði að henda helv... kassettutækinu í vegginn í bæði skiptin sem ég átti á Fæðó. Rosalega sem þetta fór í mig í sársaukakviðunum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2008 kl. 23:14
Til hamingju með frumburðinn.
Laufey B Waage, 1.9.2008 kl. 23:20
Til hamingju með Evu lind, þá veit ég hvað þú varst að gera á afmælisdaginn minn fyrir 27 árum
Rannveig H, 2.9.2008 kl. 00:00
Yndisleg færsla, til hamingju með Evu Lind.
Sigrún Jónsdóttir, 2.9.2008 kl. 00:03
Til hamingju með Frumburðin hana Evu Lind knús til ykkar og hafið góðan afmælisdag
Brynja skordal, 2.9.2008 kl. 00:04
Jónína Dúadóttir, 2.9.2008 kl. 07:41
Innilega til hamingju með daginn og Evu Lind
Ía Jóhannsdóttir, 2.9.2008 kl. 07:51
.. váts hvað ég á margar vinkonur hér á blogginu, þið eruð yndi ... ég er bara hrærð. Ég hringdi í Evu afmælisbarn klukkan 8:00 í morgun og fékk Tryggva í lið með mér að syngja afmælissönginn. Að vísu missti ég mig svolítið í morgunhressleikanum og stakk upp á að við gerðum lífið að söngleik, og prófaði að syngja það sem ég sagði, það var svolítið flókið...og Tryggvi fullyrti við mig að þetta væri auðveldara í biómyndunum. .. gamanaðessu...
Eva mín sagði að Máni sinn hefði hvíslað að sér í gærkvöldi að hann væri búinn að kaupa blóm handa henni. Hún vill bara fá pening til að kaupa námsbækur frá okkur.
Til hamingju með afmælið Rannveig H.!!!!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.9.2008 kl. 09:17
TAKK FYRIR MOM (þú átt dúllulegustu bloggvinkonur sem fyrirfinnast)
ÞAÐ ER ALVEG SAMA HVAÐ ÉG SEGJI ÞÉR ÞAÐ OFT, ÞÚ VIRÐIST EKKI NÁ ÞVÍ....
BANNAÐ AÐ GRÆTA MIG Í VINNUNNI !!!!!!
Takk fyrir að færa mig í þennan æðislega heim Ég er og hef alltaf verið stollt yfir að vera dóttir þín... alveg frá því að strákarnir í bekknum héldu að þú værir systir mín og þar til í dag... sé ykkur vonandi í kvöld... ummmmaaa Ev
LOVE MY LIFE!
Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 09:40
Þú tókst athugasemd mína um dónaskap þinn gagnvart Huldu Jensdóttur ljósmóður út.Auðvitað finnst þér óþægilegt að vakin skuli athygli á þessu og ritskoðar þessvegna athugasemirnar við bloggið þitt.
Kona sem kallar Huldu Jensdóttur helv..kerlingu.. er ekki í góðu andlegu jafnvægi og ætti sannast sagna að skammast sín fyrir orðbragðið.
ESG (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:19
hahah... Þér langar greinilga að misskilja og vera fúll/fúl á móti! Miðað við kjánalega athugasemd þína bíst ég ekki við að þú hafir legið á bekk verandi að fæða baby !!!!! Þegar maður liggur þar má maður segja það sem manni dettur í hug !!!!! Það er nú bara mjög algengt að maður kalli alla mögulega öllu mögulegu....
Er alveg 100% á því að hún frk. Hulda er alveg meira en vön þessu og hjartans sama... skilur konur örugglega barasta mjög vel og brosir á móti!
Hættu nú að vera svona leiðinleg/leiðinlegur .... og óskaðu mömmu bara til hamingju með að hafa fætt svona fullkomið eintak, sama þó hún hafi kallað alla illum nöfnum á meðan á því stóð !!!
Brostu á móti, ef þú átt erfitt með það.. farðu þá á MAMMA MÍA í bíó.... ágætis gleðigjafi
Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:32
Sæl Jóhanna!
Hjartanlega til hamingju með hana Evu Lind þína. Við eigum þá frumburði á sama aldri, strákurinn minn er fæddur 9. ágúst sama ár.
Hafðu það gott, kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:48
Flott hjá þér, Eva Lind, hvernig þú kemur mömmu þinni til varnar hérna gegn ESG!
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:50
Takk innilega Ásdís Emilía, 1981 er flottur árgangur og takk Eva mín.
HERRA ESG: anda inn, anda út, anda inn, anda út, anda inn, anda út.... Make love not war .. ... erum allar í góðum gír hérna og Hulda myndi skilja þetta 100% eins og hún Eva segir hér að ofan.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.9.2008 kl. 13:57
Til ESG
Já hún myndi skilja þetta. Fæðingar eru ekki einfalt mál. Þekkt er að við konur ,gjörsamlega út úr karakter, hvæsum og urrum í verstu hríðarstormunum...það er eðlilegt. Ameríska bíómyndaútgáfan af fæðingu er ekki sú rétta...konan grípur um kviðinn, hljóðar voðalega pent og eignast krakka í beinu framhaldi.
Í raun er fæðing kvalir, blóð sviti og tár, að maður minnist ekki á neinn verri úrgang. Hér fyrir ofan er ekki verið að setja út á Huldu sem slíka og það er rangt að lesa það út úr þessari færslu.
Ég hef þá trú að ESG sé karlmaður og þekki ekki nógu vel til.
°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
Jóhanna mín, ég á sjálf dóttur sem á sama afmæli eftir rúman mánuð. Ég mun segja frá þeirri upplifun minni af fyrstu fæðingu þar, aðeins öðruvísi reynsla en þín...
Ragnheiður , 2.9.2008 kl. 14:04
Æi, ESG á virkilega bágt. Ég geri ráð fyrir því að þetta sé karlmaður, sem hefur aldrei gengið í gegnum fæðingarhríðir. Sjálf bölvaði ég og ragnaði á fæðingar"bekknum" svo mínum manni varð nóg um, vildi ekki "nuddið" hans eða snertingar neinna, sem í kringum mig voru. Sú mæta kona Hulda Jensd., hefði örugglega ekki verið móðguð, þótt þetta hefði verið sagt beint við hana, því hún hefur örugglega heyrt margt verra á sínum ferli, sem ljósa.
Að ESG sé af misskildum ástæðum að verja einhvern, sem ekki var talað illa um í þessari færslu sýnir einfaldlega að þetta er karlmaður, sem stígur ekki í vitið.
Sigrún Jónsdóttir, 2.9.2008 kl. 14:38
Til hamingju með afmælið Eva Lind Jóhönnudóttir og flott svarið til ESGESG bara hlýtur að vera karlmaður eða kona sem aldrei hefur fætt barn
Jónína Dúadóttir, 2.9.2008 kl. 14:40
Takk elskurnar, ESG hefur vonandi fattað þetta núna. Ef ekki þá vil ég bara segja að:
Ég var ekki reið út í Huldu persónulega, það hefði verið sama þó að María Mey hefði verið að tala þarna inn á spóluna, ... ég var bara að lýsa því í þessari færslu hvernig kona verður þegar hún er kvalin við barnsburð, þá er í raun ekkert heilagt. Fyrir utan það að ég legg mér blótsyrði sjaldnast í munn og hef andstyggð á þeim.
Takk fyrir aðstoðina stúlkur. ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.9.2008 kl. 15:16
Well ... þetta er að verða svona Girl Power færsla ..
... Förum bara að dansa... í tilefni þess að vera til!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.9.2008 kl. 15:37
Og eru þetta ekki allar konur úr Mamma Mía flokknum??
Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.9.2008 kl. 16:51
Júbb Róslín mín fagra, held það bara sveimér þá, ... veit að vísu ekki hvort það er búið að heilaþvo Jenný Önnu enn .. hún var eitthvað að þrjóskast við!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.9.2008 kl. 16:59
Ég veit ekki með singalongið...er pínu innhverf þegar kemur að svona úthverfu en myndin er æði og ég vil gjarnan vera í Mamma Mía flokknum.....I have a dream !
Sunna Dóra Möller, 2.9.2008 kl. 17:03
Til hamingju með Evu Jóhanna min.
Njotið dagsins vel.Efast ekki um það
Sjáumst kv
Elva Björk Elvarsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.