Svalasta parið í Selásnum... ?

Já sum pör eru "hot" .. en í morgun komst ég að því að ég er "cool" eða a.m.k. köld og stirð ... Tryggvi (með 18.5% fituprósentu)  kom með þessa líka súrealísku hugmynd að fara út að hlaupa. Shocking .. Ég (með 32,9% fituprósentu) þurfti langan umhugsunarfrest, en tók á honum stóra mínum og sagði "já" og kom þar með sjálfri mér verulega á óvart.

Liðleikinn í morgunsárið var ekki meiri en svo að ég ætlaði ekki að hafa það af að reima skóna. Svo var ég að hugsa um að hætta við þar sem ég fann ekki fínu svörtu innsniðnu flíspeysuna mína sem ég keypti í Rúmfó fyrir einhverjum mánuðum síðan. Ástæðurnar fyrir "viðhættu"  rúlluðu fyrir augum mér... en þá þurftu 18,5 prósentin endilega að lána mér sína fínu (ekki Rúmfó) sem ég gaf honum í jólagjöf.

Út í fagran morguninn var trimmað, hægt en örugglega og létt á fæti niður í móti.. tókum svo hægri snú í átt að sundlauginni og móðir, kona, meyja var farinn að mása svolítið, en þegar önnur hægri beygjan var að baki var leiðin upp á við og þá fór fýsibelgurinn fyrst að hljóma. Þá var ég svo heppin að önnur reimin losnaði á skónum og ég þurfti að reima, svo ég fékk stund til að anda.

Heim komst ég - hálfdauð úr þorsta, móð og másandi. Þessi hlaup tóku heilar 5 mínútur LoL .. svo eitthvað vantar á dagsformið, en til að setja kirsuberið á toppinn tók mín fimm armbeygjur á stofugólfinu, að vísu mjög svo kvenlegar (á hnjánum) .. hef aldrei verið sérlega handsterk.

Á morgun bæti ég kannski við hundrað húllahringjum.

Jæja, þetta er fyrsta skrefið að maraþoninu ... eða þannig. Gamanaðessu og góðan dag! Grin


mbl.is Heitasta parið vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ert þú líka í Selásnum.....ég hélt að ég og Bolli værum al-heitasta parið í Selásnum , veit ekki hvort að ég höndli þessa samkeppni !

Gleðilegt skokk !

Sunna Dóra Möller, 3.9.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag mín kæra Þú ert ótrúlega dugleg, toppar mig algerlega... þó þetta hafi bara verið 5 mínútur

Jónína Dúadóttir, 3.9.2008 kl. 09:44

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vertu bara bjartsýn Jóhanna mín, skal segja þér, ég á bróðir sem fór í átak 1 mai
þá ákvað hann að labba hamrahringinn sem kallaður er í grafarvoginum dóttir hans var með honum og voru þau 30 mínútur núna 4 mánuðum seinna er hann 30 mínútur að fara inn allan Grafarvoginn upp og stóra hringinn í kringum Foldahverfið og heim í hamrana þar sem hann býr, þannig að þú sérð að þetta gerist.
Svo er hann 21 kg. léttari, en þú þarft ekkert að léttast kannski bara að vinna upp þrek, eða hvað veit ég um það.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2008 kl. 09:47

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta hljómar eins og sjálfspynting en það venst fjótt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2008 kl. 10:08

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég fæ bara samviskubit, er búin að ætla mér að framkvæma svona pyntngar í langan tíma, bara svo asskoti góð við sjálfa mig. 

Ía Jóhannsdóttir, 3.9.2008 kl. 11:10

6 Smámynd: Einar Indriðason

Tja... svo ég leyfi mér að bæta við... Til lukku með þetta.

Ef þú ætlar að ná árangri, þó, þá er mælt með því að hreyfing sé samfellt í (amk) 20 mínutur.  Þá fyrst fer líkaminn að vinna og brenna fitunni.

Einar Indriðason, 3.9.2008 kl. 14:04

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þú ert flott Jóga mín!
En bara 5 armbeygjur á hnjánum, ekki nógu gott það. Æfingin skapar meistarann, er það ekki?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.9.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband