FRELSI EÐA HELSI ....

  • Ég hef frelsi til að reykja ... (að vísu ekki allsstaðar)  
  • Ég hef frelsi til að borða sykur og feitan mat .....
  • Ég hef frelsi til að drekka áfengi...

Langanir eru ekki alltaf skynsamar eða gáfulegar, heldur þveröfugt:

Hversu frjáls erum við alltof feitum líkama sem jafnvel ber okkur ekki lengur, eða hindrar okkur í daglegum athöfnum, hversu frjáls erum við þegar við erum orðin veik af reykingum, eða við erum lokuð úti af ákveðnum svæðum vegna reykinganna okkar?

Ef ég borða of mikið, ef ég reyki of mikið eða drekk of mikið eða þetta allt,  getur verið að ég sé að loka á aðrar langanir og með því að hefta eigið frelsi  t.d. að ganga á fjöll eða hlaupa ? 

Erum við ekki fyrst frjáls þegar við ráðum við langanir okkar, þegar við höfum frelsi frá löngunum sem eru okkur óhollar og getum uppfyllt langanir sem eru okkur hollar?

Það er gaman þegar etið er í hófi, þegar drukkið er í hófi, það getur leitt til þess að við verðum glöð, en át og drykkja getur leitt til þess að við verðum alls ekki glöð, heldur mjög "óglöð."

 ...  LIFUM FRJÁLS  ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Bára Magnúsdóttir

Tek undir það með þér lifum frjáls. Sæl annars. Er búin að lesa bloggið þitt lengi en það var ekki fyrr en í gær að ég kveikti á peruni, við vorum að sjálfsögðu að vinna saman í S Helgasyni hehe svona er maður lokaður stundum. en fer alltaf inn á bloggið þitt að skoða því þú skrifar svo skemmtilega. Kv. Fríða Bára

Fríða Bára Magnúsdóttir, 5.9.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég sem betur fer náði að hætta að reykja fyrir 6.5 ári síðan......en á það til að borða allt of mikið...mér finnst matur bara svo góður ! Lifi ljósið...

Sunna Dóra Möller, 5.9.2008 kl. 11:16

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sammála þér með þetta

Jónína Dúadóttir, 5.9.2008 kl. 12:06

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lifi ofgnóttin.  Djók.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2008 kl. 13:00

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Við höfum frelsi til þess að taka afleiðingum gjörða okkar því öllu frelsi fylgir ábyrgð.

Ef við tökum ekki ábyrgð á okkur sjálf, getum við allt eins látið taka allar ákvarðanir fyrir okkur.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 5.9.2008 kl. 13:19

6 Smámynd: Laufey B Waage

Guð gaf okkur frjálsan vilja. - Sem getur verið vandmeðfarinn. En við höfum þó alltaf val.

Laufey B Waage, 5.9.2008 kl. 14:21

7 identicon

ja ja lifum frjals.. haha.. heyrdu eg sa tu sendir mer skilabod a islenska simann.. mamma . siminn hja mer er 305 721 9868 held eg alveg orugglega.. er herna i apple bud i mallinu tar sem netid er e-d skritid. Endilega bjalladu a mig.. hef bjallad nokkrum sinnum heim tid ekki heima. Knus fra Hurricane lidinu i Florida

Love you Vala

Eg (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 16:39

8 Smámynd: Birna M

Allt er yður leyfilegt en ekki allt jafn hollt segir í biblíunni. Má ég frekar biðja um smá meinlæti, ef það skilar mér í aðeins betra ástandi. Ég þarf ekki að borða allar kökurnar og pitsurnar þó ég megi það. Og mikið assgoti er gott að vera laus við reykingarnar. Þó ég megi þetta alltsaman alveg.

Birna M, 6.9.2008 kl. 09:06

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Frábær athugasemd Birna M. ... Ég held að það sé hægt að finna flest í Biblíunni! Ekkert er nýtt undir sólinni.

Lifum frjáls Vala mín, reyni að ná til þín!

Rétt Laufey - vandmeðfarinn þessi frjálsi vilji. Við höfum val, spurning hvenær við höfum stjórn á því og hvenær hlutirnir eru farnir að stjórna okkur.

Sæl Fríða Bára! .. gaman að sjá þig hér á blogginu.

Takk öll  kærlega fyrir komment. Er á hlaupum og næ ekki að svara öllu núna - en kemst vonandi í það síðar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.9.2008 kl. 13:08

10 identicon

Sæl Jóhanna.

Snaggaralegur en góður umhugsunar-pistill.

Og þetta með Biblíuna er satt, þar er hægt að finna nánast allt. Og eins og þú sagðir .

EKKERT ER NÝTT UNDIR SÓLINNI.

Góða helgi.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 13:17

11 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég hætti að reykja þegar ég uppgötvaði hvað það fólst mikill þrældómur í því að vera svona rosalega háð einhverju, ég þoldi það ekki því ég vildi vera frjáls.

Þóra Guðmundsdóttir, 6.9.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband