Laugardagur, 13. september 2008
Óbragð af þessu "trúarbragði"
Það eru til góð trúarbrögð og það eru til vond trúarbrögð. Svo eru til (trúar)bragðarefir og þessir menn voru svo sannarlega slíkir. Svo verður nú að segjast að þessi kona virkar býsna auðtrúa og "bíp" .. fellur undir trúarnöttaragreiningu eflaust, segi ekki meira um hana.
Ég get ekki fullyrt að öll brögð séu vond, því vissulega finnst mér sum brögð góð. Bragðið af súkkulaði er t.d.mjög gott, en mér finnst ekki gott bragð af hákarli. Sumir borða hákarl ÞÓ þeim finnist hann vondur, en það er önnur saga...
Sumur matur er hreinlega eitraður og skynsamt fólk borðar ekki eitur. Sum trúarbrögð eru sem eitur (eins og dæmin hafa sannað) og ætti fólk að láta þau vera. Að vísu eru trúarbrögðin sem slík aldrei verri en sá sem framkvæmir þau, ekki frekar en að byssa er ekki slæm nema einhver sé skotinn með henni, eða hvað?
Kærleikur er sætur svo það ætti að vera í lagi að fylkja sér í kringum hann og trúa á hann.
Þar sem ég er lasin heima, og mér leiðist óbærilega að vera lasin, sérstaklega þar sem karlinn er farinn út á land í ammæli sem ÉG missi af, þá megið þið alveg röfla smá yfir þessu EN ekki vorkenna mér þá fer ég að grenja. Ber færslan kannski vott um að konan sé með hita?
Lifið heil og ekki 1/2 ... né í 1/4 ..
Kynmök til að aflétta bölvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er svo sannarlega óbragð af þessu. Á ekki orð til að lýsa ógeði mínu á svona fólki sem nýtir sér trúgirni annarra. En góðan bata ég vorkenni þér alveg svakalega
Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 12:17
Góðan dag Rut, ég átti nú von á að DoctorE myndi kíkja hér við fyrstur, en hann er eflaust í Kringlunni eða Smáralindinni að dúllast með börnunum sínum.
.. takk fyrir góðar kveðjur um bata, ég hefði víst ekki átt að flýja flensuna - en gerði það alla síðustu viku, svo nú kemur það heldur betur í bakið á mér. Lá síðustu helgi líka.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.9.2008 kl. 12:21
Nema hann sé í messu
Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 12:29
Góð Rut!, já í messu með Mofa, en þeir hjá Aðventistum messa á laugardögum og svo held ég að Gunnar í Krossinum geri það líka. Spurning hvorum megin hann er.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.9.2008 kl. 12:39
Hringi í þig á eftir.. ákváðum að við komum að sækja þig þann 10unda.. föstudagur svo það er mun auðveldara..
Knús og kram og láttu þér batna!
Vala, Jake og Simbi mömmustrákur.. híhí
Jóhanna Vala (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 14:06
Submit submit submit submit
DoctorE (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 14:32
Þetta svívirðilega athæfi mannanna tveggja er fyrst og fremst til merkis um háskaleg áhrif kynferðisgirndar og löngunar til misnotkunar, ekki um nein slæm áhrif trúfélaga sem slíkra. Þetta er hins vegar mjög sambærilegt við það, þegar einhver stofnar eða svælir undir sig stofnun eða góðgerðarsamtök og notar þau til að fullnægja eigin gróðafíkn. Annað miklu smærra dæmi er það þegar fífldjörf falsmenni ganga með söfnunarbauk til að afla sjálfum sér fjár, en segjast vera að vinna fyrir líknarfélag eins og Sjálfsbjörgu eða Hjálparstarf kirkjunnar! Slíkt athæfi setur vitaskuld engan blett á starfsemi góðgerðarfélaga, ekki frekar en svívirða mannanna tveggja geri trúarsamfélög á nokkurn hátt svívirðileg. Menn nýta sér gjarnan góðan orðstír þess, sem gott er, sem sauðargæru yfir eigin refseðli !
Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 13.9.2008 kl. 14:48
Já svona eru trúarbrögðin og skepnuskapurinn orðin í heiminum í dag, það er því
miður fullt af fólki sem er svo illa statt í sálartetrinu sínu að það er hægt að misnota það á allan handa máta.
Nei ég vorkenni þér ekki neitt, hugsaðu þér hvað þú átt gott að fá að hvílast á meðan þinn elskulegi er að hafa gaman í einhverju afmæli úti á landi, það getur nú eigi verið gaman, eða er það nokkuð?
Þú getur bloggað til okkar, lesið góða bók og bara allt sem þér dettur í hug,
nema að fara út.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2008 kl. 15:00
Mikið svakalega var hún trúgjörn greyið og helvítis ógeðin að nota sér það svona Ég hef meiri samúð með henni en þér... Sko þér batnar nefnilega mín kæra
Jónína Dúadóttir, 13.9.2008 kl. 15:00
Nei, góðan dag - ég fór að skrifa aðra færslu til að fá meira feedback, en svo eru hér mættir góðir gestir og engin húsmóðirin að fylgjast með eða veita kaffi.
DoctorE er kominn, ég held ég verði að fara að bjóða honum bloggvináttu. Hann er svo leitandi þessi elska.
Já, Jónína - hafðu meiri samúð með konunni en mér, endilega. Ég þarf að vísu að fara að fá mér meira dóp, því að ljósið í tölvunni er farið að fara óþægilega í augun.
Rétt Milla, er að lesa líka - bókina hans Sigurðar Pálssonar, Minnisbók, ljóðræn og yndisleg. Veistu þetta er í fyrsta skipti síðan ég kynntist mínum elskulega sem hann fer að heiman næturlangt, og við eigum tveggja ára afmæli í desember! .. Ég hlýt að þrauka. Takk og knús
Já, Jón Valur, auðvitað eru þetta bara nokkurs konar trúarbragðarefir, þ.e.a.s. menn sem fela sig bak við trúarbrögð og koma slæmu orði á þau. En þetta sýnir líka hættuna sem auðtrúa fólk getur lent í og mikilvægi þess að sýna skynsemi.
Takk fyrir þitt innlegg Guðlaugur, það sem þú lýsir minnir svolítið á Byrgið og því sem því fylgdi.
Vala - hlakka til að heyra í þér á eftir og að koma á ströndina til ykkar, ekki veitir af sólarvitamíni til að losna við Bonnie Tyler röddina!
Þakka öllum innlitið og vona að ykkur hafi líkað kaffisopinn.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.9.2008 kl. 15:18
Ég tek fyllilega undir orð þín, Jóhanna: "En þetta sýnir líka hættuna sem auðtrúa fólk getur lent í og mikilvægi þess að sýna skynsemi." – Tek hins vegar ekki undir glannalega alhæfingu Guðrúnar Emilíu hér ofar: "Já svona eru trúarbrögðin og skepnuskapurinn orðin í heiminum í dag." – Ástæðan? Jú, sjá innlegg mitt hér ofar.
Jón Valur Jensson, 13.9.2008 kl. 15:42
Já Já elskan þú þraukar, verður kannski bara svolítið andvaka í nótt.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2008 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.