Laugardagur, 13. september 2008
Ertu bænheit/ur ?
Í kvikmyndinni Bruce Almighty er mikil fílósófía um bænina. Í þessari er sýnt fram á Kaosið sem myndast þegar allir biðja t.d. um vinning í Lottó. Það geta auðvitað aldrei allir sigrað í Lottóinu!
Það er oft talað um bænheitt fólk, sem þýðir þá að líklegra er að bæn þess nái fram að ganga heldur en annarra.
Hvað skyldi nú gerast ef að helmingur Ameríkana biður um að McCain sigri og hinn helmingurinn Obama, yrðu þá úrslit í samræmi við bænahita kjósendanna?
Ég er ekki að gera lítið úr bæninni, ... bara velta þessu upp hvernig hún er notuð. Ég á eina reynslu þar sem ég var í bænahópi og við báðum fyrir konu sem átti erfitt. Hún hafði ekki hugmynd um að við vorum að biðja fyrir henni, en sagði mér í óspurðum fréttum að hún hefði fundið fyrir einhverri skrítinni orku í kringum sig kvöldið áður.
Alveg frá því ég var smástelpa bað ég ákveðin bænavers sem pabbi kenndi mér og signdi mig, og kenndi síðan börnum mínum það. Kannski er það bara mitt val, en mér finnst ég vernduð þegar ég bið bænirnar mínar - og það dugar mér. Mér finnst líka gott að biðja fyrir börnunum mínum og það róar mig, þegar ég hef áhyggjur af þeim.
Bænahiti minn hefur aldrei verið mældur, en hef heyrt - eins og fram kemur í upphafi af svona bænheitu fólki. Gaman væri að heyra einhverja reynslu af bænahita eða öðru sem viðkemur bæninni.
Bænir eins og allt annað þarf að vera innan skynsemismarka, þýðir ekki að biðja Guð um að bjarga sér eftir að búið er að stökkva fram af 10 hæða byggingu! ...
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 13.9.2008 kl. 15:09
Ég gæti sagt þér eitt og annað en ég geri það þegar við hittumst.
En bænin er falleg hugsun og hlaðin kærleik auðvitað virkar hún.
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2008 kl. 19:35
.. Knús á ykkur!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.9.2008 kl. 19:53
Bænin svínvirkar. Ég hef skriljón dæmi, - við verðum greinilega að hittast við tækifæri.
Laufey B Waage, 13.9.2008 kl. 21:00
Takk kærlega fyrir þetta Rolf.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.9.2008 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.