www.nymenntastefna.is

Nú er ég alveg að missa mig í blogginu...Cool

Ég sat hálft menntaþing á föstudaginn, en hrökklaðist heim þegar það var hálfnað vegna áðurnefnds lasleika, sem eigi verður minnst á hér.

Þetta hljómað spennandi að miklu leyti, og ætla ég ekki að endurtaka allt sem þar fór fram hér, en endilega kíkið á www.nymenntastefna.is og fylgist með þróun.

Langar samt að minnast á það sem ein fyrirlesan (fyrirlesari í kvk), innflutt frá Ameríku var að ræða, það var m.a. að góð kennsla væri mæld í glampanum í augum nemendanna. S.s. áhuganum. Fyrir mér er þetta svolítið "old news" þar sem ég á bakgrunn í sölumennsku.

Stærðfræðikennari er í raun eins og sölumaður sem þarf að "selja" nemandanum stærðfræði. Selja honum að það sé áhugavert að "kaupa" hana. Góður sölumaður getur selt þér allan andsk... EN það sem skiptir máli er að salan sé svokölluð "gæðasala" sem þýðir að bæði sölumaður/kennari og viðskiptavinur/nemandi séu ánægðir með söluna! ..

En við viljum ekki aðeins selja nemendum stærðfræði, ensku, íslensku o.s.frv.

Við viljum skila frá okkur ánægðum nemendum, sem hafa þroskað með sér samskiptahæfni, jákvæða sjálfsmynd, öryggi í framkomu o.s.frv. Það hlýtur að vera markmið hvers skóla.

Við þurfum að styðja við bak þeirra fötluðu til að ná árangri, styðja við bak meðalnemandans  OG til þeirra sem eru með mikla greind. Síðasti hópurinn er stundum afskiptur, en þar held ég að við séum að klúðra.

En hvað er skólakerfið að gera fyrir þessa  yndislegu "nörda."  Toga þá niður að meðalmennsku? ..

Hraðbraut er einkarekinn skóli, valkostur fyrir þessa krakka (nú er ég eins og auglýsing Tounge) en ef ekki væri um einkarekinn skóla að ræða væri enginn skóli með það kerfi sem við bjóðum upp á - nýtt fersk kerfi. Lotukerfi - þar sem þrjú fög eru tekin í einu og kláruð á sex vikum. Loturnar verða allt í allt 15 og þá er komið stúdentspróf. Menntakerfið í framhaldsskólum hefur verið staðnað í haust og vorannir, hefðbundna kennslu; kennari - nemandi, á meðan við höfum boðið hefðbundna kennslu þrjá daga og tvo daga sjálfsnám, þar sem nemendur geta leitað til kennara ef og þegar hentar þeim....

Já, já, en ítreka við foreldra og nemendur að kíkja á síðuna www.nymenntastefna.is

og svo held ég að það sé rétt að fá sér toddý með sjónvarpinu. LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Heyrðu þetta er flott með glampann í augunum. Gaurinn minn er að byrja í 5. bekk núna og er að fá kennara sem verður mjög spennandi að fylgjast með í vetur. Hana "hlakkar til" að fara að kenna þeim líffræði. Er að fara að kenna bókina í þriðja sinni og "sé alltaf eitthvað nýtt". Hún er sko með glampann og ég er bjartsýn á að henni takist að flytja þennan áhuga yfir til barnanna.

Svo er einn hópur í viðbót. það er þessi hljóðláti.

Verði þér toddýið að góðu. Læt mér duga teið mitt.

Kíki á þessa síðu.

Anna Guðný , 13.9.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sorglega satt sem þú segir um meðalmennskuna, hún er það sem gildir. Einstaklingar á báðum endum skalans eru afskiptir....

...en þetta er klaufalegt, meðalmennskan hefur enga burði til að verða neitt annað en akkúrat það, meðalmennska.

Haraldur Davíðsson, 13.9.2008 kl. 20:24

3 Smámynd: Laufey B Waage

Helsti kostur kennara er að hafa sjálfur óstöðvandi áhuga á faginu og vera svo bara smitandi eins og mislingar.

Laufey B Waage, 13.9.2008 kl. 20:57

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Nákvæmlega Laufey, það má líka líkja því við sölumennsku í mínum huga. Ég hef aldrei getað selt annað en ég hef sjálf haft trú á.

Já, Haraldur, öll ættum við að eiga okkar toppa, þannig að í raun þarf enginn að lifa í meðalmennsku, þ.e.a.s. hægt að rækta það sem við erum best í. Að vísu er þessi menntastefna góð að því leyti, að hún ýtir undir virðingu og mat á verknámi.

Frábært að heyra  með gaurinn þinn og kennarann hans, Anna Guðný! Það er einmitt þessi smitandi áhugi sem er mikilvægur - sem Laufey talar líka um.

Ég er ekki enn farin í toddýið, þetta var svona hálfgert grín þar sem ég er þegjandi hás .. auðvitað á ég að hita mér engiferte.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.9.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband