Eins manns geymsludót er annars manns fjársjóður ... það þarf 80 milljónir

Ég hlustaði í viðtalið við Auði Guðjónsdóttur og dáðist að baráttu hennar fyrir bættu lífi mænuskaddaðra.

Þegar ég hlusta á fólk eins og hana og las þetta viðtal við Tryggva Ingólfsson, þá get ég ekki annað en þakkað fyrir þá heilsu sem ég sjálf hef og börnin mín.

Svo fór ég að hugsa meira, og fór að íhuga hvernig ég gæti gefið í þessa söfnun.. og fékk þá hugmynd sem mig langar að deila.

Ég er búin að dröslast með kassa af vínyl plötum milli búa. Hef ekki kunnað við að henda þeim, þó ég sé eflaust syndsamlega dugleg við að losa mig við hluti. Nú hef ég listað upp, þær 60 plötur sem í kassanum eru, í misjöfnu ásigkomulagi - en held allar vel spilanlegar, og sett þær á uppboð á www.selt.is  -  smellið síðan á safnarar og þar á eftir tónlist, kem ekki linknum inn. Nú er búið að bjóða í þetta 2650,- einhver sölulaun eru af þessu, held 8,5 % en mismuninn mun ég gefa í söfnunina á föstudagskvöldið, en ég lét uppboðið enda þá og vonast til að geta gefið mun meira. Kissing

Ef þið vitið um einhvern vínylplötusafnara - endilega bendið honum á plöturnar og góðan málstað í leiðinni!

Ég dáist að æðruleysi og dugnaði Tryggva Ingólfssonar.

 


mbl.is Vildi að ég fyndi til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Snilldar hugmynd hjá þér Jóhanna! 

Ía Jóhannsdóttir, 18.9.2008 kl. 13:59

2 Smámynd: Rannveig H

Þetta er eðal hugmynd sem ég tek mér strax til fyrirmyndar,ég er akkúrat að losa mig við sófasett,nú set ég það á uppboð og gef andvirðið.

Rannveig H, 18.9.2008 kl. 13:59

3 Smámynd: Brynja skordal

Sniðug ertu þetta er snildarsíða  Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 18.9.2008 kl. 14:01

4 Smámynd: Laufey B Waage

Snilldar framtak. Vonandi skilar það sem mestu.

Laufey B Waage, 18.9.2008 kl. 14:40

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir


[ Smelltu hér ] til að skoða uppboðið. Held ég sé komin með þetta.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.9.2008 kl. 15:36

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Var að fá póst frá selt.is að þeir ætla ekki að taka sölulaun af þessu uppboði heldur láta sölulaunin af því  renna til söfnunarinnar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.9.2008 kl. 15:59

7 identicon

Sæl Jóhanna.

Frábær hugmynd. Nú er bara að fá hana til að virka.

Gangi vel.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 17:49

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 18.9.2008 kl. 17:59

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Þórarinn, hún er farin að virka .. komið 2800 krónur .. og fer hækkandi! Það er ekki tekið upp úr götunni.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.9.2008 kl. 18:09

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sunna

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.9.2008 kl. 18:10

11 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Margt er oft á síðum selt
að safna nokkrum krónum.
Ég hef einnig konur elt
ásamt öðrum rónum.

Sigurður Sigurðsson, 18.9.2008 kl. 19:26

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú ert talandi skáld Sigurður, vantar ekki talentinn í þig!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.9.2008 kl. 20:32

13 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég feiminn er og fælinn nú
ferlega er það miður.
Þér eruð afar fagrar, frú,
frá hvirfli og alveg niður.

Sigurður Sigurðsson, 18.9.2008 kl. 21:13

14 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ekki svo vitlaus hugmynd, þetta er eins og með bækurnar sem maður kann ekki við að henda, það væri frábært að geta selt þær fyrir þennan góða málstað.

Ég þekki Tryggva og fjölskyldu hans, og óska þess svo innilega og bið í bænum mínum að hjálp sé að finna fyrir mænuskaðaða.

Viðtalið við Tryggva lýsir honum, eins og hann hefur alla tíð verið. Rólegur, yfirvegauður, skynsamur og fyrst og fremst duglegur, öðruvísi hefði hann ekki komist lífs af.  Ég dáist að honum og ekki síður börnum hans og eiginkonu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.9.2008 kl. 21:33

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábært framtak hjá þér Jóhanna

Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 21:47

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Flott hjá þér, Ingibjörg, að minna á konu hans og börn. Óska þess að það komi sem mest út úr þessari sölu, - maður veit aldrei. Sonur þinn er aldeilis að gera það gott á vinnustaðnum, sniðugt að sækja barnabarnið úr fangi hans!

Takk Sigrún mín, setti þetta hér inn til  að vekja athygli á málstaðnum og að fleiri gætu kannski nýtt þessa hugmynd til góðs.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.9.2008 kl. 22:38

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Sigurður feimni og fælni.  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.9.2008 kl. 22:53

18 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef sjúklegan áhuga á að skoða plötusöfn.  Ég tók eftir að þarna eru 3 Bítlaplötur og sólóplötur með öllum Bítlunum nema George Harrison.  Í fljótfærni henti ég vegna flutninga fyrir 8 árum 5000 vinylplötum.  Klaufaskapur að gera ekki eitthvað gáfulegra við þær.  Þetta framtak þitt er til fyrirmyndar - þó lágt sé boðið.

Jens Guð, 18.9.2008 kl. 23:48

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 19.9.2008 kl. 07:06

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábært hjá þér Jóhanna mín.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2008 kl. 11:53

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hvað segirðu Jens! Hentir þú 5000 vínylplötum!!! ... well, þú nagar þig í handarbakið í dag, augljóslega.

Jónína og Milla.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.9.2008 kl. 16:40

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Uppboðið komið í 5.350.- !!!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.9.2008 kl. 20:15

23 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Var að læra nýtt trikk!

Vona að þetta heppnist!

Sigurður Sigurðsson, 19.9.2008 kl. 22:38

24 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Nei, tókst ekki. Reyndi að setja hér inn myndband. Erfitt að kenna gömlum hundi að þið vitið.

Sigurður Sigurðsson, 19.9.2008 kl. 22:38

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Æi, Siggi minn sætukoppur, .. sá þú varst að fikta við YouTube og trikkið virtist ganga.

Mér tókst að fá 8100 krónur fyrir plöturnar - hringdi í söfnunia og lét 10.000.- af visakortinu, það er kannski ekki stórmannlegt eða stórkvenlegt að gefa í raun aðeisn 1900 krónur - en molar verða að brauði.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.9.2008 kl. 11:44

26 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

En þú sniðug, Jóga. Það er ekki hversu mikið hver og einn gefur, heldur hugurinn á bak við gjöfina. Við mæðginin gáfum aðeins 2000 kr. en eins og þú segir, þá gerir margt smátt eitt stórt.

Lilja G. Bolladóttir, 20.9.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband