Endurtekið efni ... um reiðina.

Set hér inn færslu sem ég setti inní mars 2007, en fáir lásu á þeim tíma. Mér finnst hún eiga mikið erindi til okkar allra og er því endurtekin.

"Látið ekkert skaðlegt orð líða yður af munni, heldur það eitt, sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gjörist, til þess að það verði til góðs þeim, sem heyra."

Þessi stutta málsgrein er tekin úr umdeildasta riti allra tíma; Biblíunni, nánar tiltekið úr Efesusbréfi.

Ég var að róta í gömlu dóti - og fann að ég hafði skrifað þessa setningu niður sem minnispunkt og hún er búin að vera mér hugleikin í dag. Mér finnst þetta svo afskaplega satt og rétt. Til hvers þurfum við að segja eitthvað niðurrífandi? Hverjum er það til gagns? Ekki okkur sjálfum og ekki þeim sem við tölum til!

Ég ætla að reyna að muna þetta næst þegar ég verð reið. 

Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var farin að sakna þín.

Er svo vön að kíkja á þig á morgnanna.

Ég verð sjaldan alvöru reið, nema þegar ég verð hrædd þá tryllist ég.

En auðvitað er eins gott að hafa þennan sannleika í huga og praktisera hann líka.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 11:21

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sammála Jenný, búin að sakna þín

Sunna Dóra Möller, 23.9.2008 kl. 11:28

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Góðan og blessaðan, hrædd um að mér takist illa að hafa þetta að leiðarljósi þó fallegt sé. Svo fljót að missa mig og frussa yfir nærstadda. Veitti ekki af að fá þetta tattóverað á ennið....

Rut Sumarliðadóttir, 23.9.2008 kl. 12:29

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er búin að venja mig af því fyrir löngu síðan að tala þegar ég er reið... þá grjót held ég kj... einmitt til að segja ekkert sem ég meina svo alls ekki...

Jónína Dúadóttir, 23.9.2008 kl. 12:48

5 Smámynd: M

Hef ekki náð þessum þroska enn.. en það kemur hægt og sígandi

M, 23.9.2008 kl. 13:00

6 Smámynd: Rannveig H

Bara svona hugmynd,er ekki þörf á að láta útbúa þessa ritningu á segulspjald.Ekki veitir mér af að hafa .þetta hangandi fyrir framan nefið á mér. Og ég þekki fullt af fólki sem ég gæti hugsað mér að gefa þetta. Jóhanna en að efninu ég vildi svo sannarlega að allir tæku þetta til sín. Takk fyrir athugasemdir á minni síðu

Rannveig H, 23.9.2008 kl. 14:28

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir innlitin,   ég hef verið í blogghvíld, þetta er svolítill tímaþjófur, ekki það að ég læri ekki svolítið um mannlegt eðli um leið og ég er að blogga eða svara athugasemdum. Svo það er vissulega líka uppbyggilegt að blogga.

Batnandi fólki er best að lifa.

Ég held að það sé alltaf best að byrja á að líta í eigin barm fyrst, þegar við skoðum þá sem eru í kringum okkur. Svona þó ekki sé bara til að reyna að skilja hina. Ef við reiðumst til dæmis við konuna á kassanum í Hagkaup, er það vegna þess að það er henni að kenna eða vegna þess að við höfum átt vondan dag, generalt, eins og fram kemur í auglýsingunni frá VR.

Já, ég held að það væri ekki galin hugmynd að setja þetta á segul og smella á ískápshurðina!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.9.2008 kl. 15:36

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko Jóga mín, ég er alltaf að reyna að laga á mér skafvankana en ég stefni ekki að því að verða fullkomin.  Í mínu tilfelli er það ekki nokkur vinnandi vegur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 16:36

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Vel mælt Jóga!
Ég er alveg hundraðfimmtíuplúsþrír sammála þér með þetta!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.9.2008 kl. 16:36

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Segjum tvær Jenný mín, ég á langt í land með fullkomnunina - og held að ég nái aldrei þessu Gandíska jafnvægi í mína sál, þar sem ég er of trufluð af hinu veraldlega og ýmsum mannlegum breiskleika og breyskleika.

Takk Róslín sætukoppur - og til hamingju með samfélagsfræðiprófið þitt!  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.9.2008 kl. 16:59

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Eigum við ekki að hafa hljótt um það?
Fólki líkar ekki vel við montrassa víst fékk ég að heyra í tíma...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.9.2008 kl. 17:51

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er vel vert að huga að þessu, verð bara svo sjaldan reið og brosi ætíð til þeirra sem er á kassa, en ekki er ég fullkomin frekar en aðrir.
Veit að það er nóg að gera hjá þér Jóhanna mín svo ég bíð bara róleg.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2008 kl. 18:21

13 identicon

Ég myndi ekki vilja búa í slíku samfélagi... of væmið

DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 20:15

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Það er svo slæmt fyrir sálartetrið að reiðast í tíma og ótíma svo ég reyni eftir fremsta megni að halda mig á mottunni en ef mér er misboðið þá spring ég þegar mér finnst mælirinn vera orðinn fullur.  Annars hvernig væri það hér í henni veslu ef allir væru með eintóma lognmollu, æ veit ekki Jóga mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 23.9.2008 kl. 22:20

15 Smámynd: Karl Tómasson

Þakka þér fyrir kæra Jóhanna. Þessi ummæli eru góð og þörf í bloggheima okkar alltaf.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 24.9.2008 kl. 00:46

16 identicon

Sæl Jóhanna.

Ef ekki þessi áminning í dag... þegar svo margt þjakar okkur mannfólkið..... að auðvelt er að missa sig.

Góð ábending. Njóttu dagsins.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 01:24

17 Smámynd: Haraldur Davíðsson

..eh...ég held ég segi pass...ið ykkur á umferðinni, sumir horfa sjaldan framfyrir sig og rekast í sífellu á.

Haraldur Davíðsson, 24.9.2008 kl. 04:01

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleymdi alveg að vara ykkur við að ég get verið væmnari en Birgitta Haukdal og þá er nú mikið sagt.  Þakka fyrir athugasemdirnar ykkar, .... jafnvel þó við förum ekki alveg 100% eftir svona speki - þá tel ég það mjög gott að doka við áður en við tölum/skrifum og að hugsa aðeins um afleiðingar þess sem við látum frá okkur, fyrir aðra og fyrir okkur sjálf líka.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.9.2008 kl. 09:04

19 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég reyni.....en missi mig stundum.  Knús á þig Jóhanna mín

Sigrún Jónsdóttir, 24.9.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband