Flugvél + rauð fjöður + fjöll + N = ?

Nú vantar mig einhvern draumaspeking;

Dreymdi að ég var að fljúga lítilli fjögurra sæta rellu, já, já, sjálf að fljúga, það voru einhverjir farþegar en man ekki andlit þeirra. Flogið var yfir fjalllendi. Á mælaborðinu var rauð fjöður sem virkaði sem kompás og eina áttin sem var á henni var N = norður. Eitthvað var þessi fjöður óstapil á mælaborðinu, þá límdi ég hana niður með límbandi, en fór þá að fara villur vegar (auðvitað) og fannst ég jafnvel fljúga til baka og tók límbandið af.  Man ekki hvernig þessi draumur endaði, kannski bara með gling, gling, gló úr símanum mínum ....

Nú er spurning hvað þetta þýðir; draumaráðning óskast - hvort sem þær eru sennilegar eða ósennilegar...

Gúglaði, red feather + north = Red Feather Lodge í Arisona, is that my destiny?LoL

.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Pantaðu þér umsvifalaust ferð þangað, þetta lítur flott út. Ég er annars ónýt í draumaráðningum en hér á bloggi er draumaráðningasíða. www.draumar.blog.is

minnir að þetta sé slóðin

Ragnheiður , 24.9.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Pabbi minn afgreiddi alla drauma með því að undirmeðvitundin væri bara eitthvað að bulla

Jónína Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, já, Ragga beint til Arisona!!..   Takk Jónína, kannski er mín að bulla.

Mér finnst samt mest spennandi greiningin þín Rolf að það sé ævintýri framundan, hver vill ekki lenda í ævintyri ?  .. Takk fyrir góðar kveðjur.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.9.2008 kl. 13:51

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta hefur eitthvað með ákvarðanir þínar að gera og þú haldir stefnunni þó móti blási.   

Ía Jóhannsdóttir, 24.9.2008 kl. 16:48

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sála vinkona mín sagði mér einu sinni að allt sem tengdist flugi í draumi væru kynferðisdraumar.  Ésús en ég sel það ekki dýrar en ég keypti það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 20:05

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Komst upp um mig Jenný! .. hló upphátt eins og brjálæðingur þegar ég sá þetta, og stjúpsonurinn (5ára) hélt að það væri eitthvað brjálæðislega fyndið í Friends og hló með..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.9.2008 kl. 20:18

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hmm, merkileg fyrirbæri þessir draumar, en mjög gaman að þeim. Ég hef eytt mörgum tímunum í að spá í mína drauma, en kann því miður ekki að ráða í þá. Kenningin hennar Jennýjar hljómar samt skemmtilega, er það ekki??

Lilja G. Bolladóttir, 24.9.2008 kl. 21:46

8 identicon

Það er nokkuð vel þekkt táknmynd að faratæki okkar í draumi tákni ferðalag okkar í nútímanum. Sé þetta draumur af því taginu þá stendurðu á einhverskonar krossgötum í námi, starfi o.þ.h. sem endurspeglast í draumnum.

Þú verður sjálf að ráða framúr rest en þetta gæti t.d. verið skilaboð um að flýta ákvörðun, taka ákvörðun o.þ.h.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 22:35

9 identicon

Sæl Jóhanna mín.

Hér kemur ráðning eins og ég tel að sé nærri lagi.

 Það eru ákvenar væntingar sem að þú hefur í vissum málum og þar sem aðrir eru ekki sammála þér,    ætlar þú að taka af þeim ráðin en það fer ekki vel,

Svo í þessu tiltekna máli sem er þér svo kært , Hafðu aðra með í ráðum.

Það er farsælast.               

 Nú verðu gaman að fylgjast með hvort ég er nærri um þennan draum þinn?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 02:45

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þið eruð stórkostleg  

Sigga - já, ég er stjórnsöm  ... get ekki neitað því.

Þórarinn- þarf eflaust að tileinka mér æðruleysisbænina. Við sjáum hvert stefnir.

Hippókrates þú ert drepfyndinn,  .. mig grunar að þú sért sannspár: "Uppskerð fullt af athugasemdum með *knús* sem enda á '', þó enginn hafi skilið færsluna til fulls."

Sáli, skoða þetta með ákvörðunartökuna, takk.

og svo að lokum knús

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.9.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband