Fimmtudagur, 25. september 2008
*** Til hamingju Vala*** Til hamingju Tobbi***
Það var mér alltaf mikið mál að börnin mín tvö sem fæddust að kvöldlagi 25. september 1986 væru ekki tekin sem eitt, svo að það voru yfirleitt sungnir tveir afmælissöngvar, ekki "þau eiga afmæli í dag" .. heldur fyrst "Hún á afmæli í dag" og svo "Hann á afmæli í dag" yfirleitt í þessari röð þar sem hún er 30 sekúndum eldri og fylgir ekki sögunni að sá tvíburinn sem kemur fyrstur sé frekari ? ...
Það eru ekki nema 23 dagar sem ég sagði frá fæðingardegi Evu Lindar, þannig að það er augljóst að "fengitími" minn hefur verið á sama tíma ársins
Þegar þau voru lítil lá ég oft með þau sitthvorumegin og strauk á þeim bakið í kross, og sagði sögur eða söng. Það var sko áður en börnin mín fóru að banna mér að syngja. ..
Viðvörun: ...(eftirfarandi frásaga er ekki fyrir harða nagla)
Uppáhaldssagan þeirra var um kraftaverkið þegar þau komu í heiminn, og mamman varð aldrei þreytt ekki að segja hana. Það gekk nefnilega mikið á, mamman gekk framyfir með tvíburana, mænudeyfingin virkaði ekki svo hún fann mikið til, svo þurfti að svæfa hana smástund. En svo (hér mega koma fiðlutónar og dimmt ljós) vaknaði mamman upp með dúsín af læknum og hjúkrunarliði í kringum sig, og spurði af veikum mætti "er allt í lagi" .. þá sýndi ljósmóðirin henni tvö fullkomlega heilbrigð og yndisleg kríli, strák og stelpu - og mamman fór að hágráta, fólkinu í kring brá við, en svo hélt mamman áfram "ég er svo hamingjusöm..og tárin héldu áfram að flæða".. annað barnið hafði verið með óreglulegan hjartslátt, og mamman hafði svona innst inni haft áhyggjur að það hefði hlotið einhvern skaða, en svo var ekki. Daginn eftir sagði mamman pabba þeirra frá því hvað þetta hefði verið neyðarlegt að hágráta svona fyrir framan alla, en þá sagði pabbinn "það var ekki neyðarlegt - það grétu allir með þér".... Sjálf hafði ég ekki tekið eftir því, en stundin og samlíðanin þarna á sjúkrahúsgangingum hafði vissulega verið töfrum líkust..
Þegar þarna var komið við sögu var ég yfirleitt orðin þreytt í höndunum að strjúka bak í kross.. og börnin eflaust sofnuð.
Ég stend í eilífri þakkarskuld við það góða fólk sem lagði hönd á plóginn, fyrir að koma börnunum mínum heilum í þennan heim, þó útlitið væri dökkt á tímabili ..
Nokkrar myndir úr móðu minninganna (tók ljósmyndir af myndum úr mynda-albúmi sem urðu svona óskýrar svo það er bara dramatískt að kalla þetta "móðu minninganna" ..
Vala var 11 merkur og Tobbi 13....
Crazy mom ... Börnin stolt með silung, Vala, Eva og Tobbi - og Hneta
Athugasemdir
Til hamingju með daginn
Ía Jóhannsdóttir, 25.9.2008 kl. 10:15
Innilega til hamingju
Marta B Helgadóttir, 25.9.2008 kl. 10:17
Til hamingju með þau.
Myndirnir eru óþolandi óskýrar. Hahaha.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2008 kl. 10:19
Til hamingju með daginn
Sigrún Jónsdóttir, 25.9.2008 kl. 10:21
Ég fékk nú smá tár í augun....er eitthvað svo viðkvæm fyrir svona fallegum sögum þessa dagana...! til hamingju með börnin þín Jóhanna, þú ert sannarlega rík kona !
Sunna Dóra Möller, 25.9.2008 kl. 10:33
+
Jónína Dúadóttir, 25.9.2008 kl. 10:37
Til hamingju með börnin þín
Rut Sumarliðadóttir, 25.9.2008 kl. 10:41
Til hamingju með dóttur þína og til hamingju með son þinn
Mér fannst alveg nóg að vera með eitt í einu, get ekki ímyndað mér tvö kríli. Allt double og örugglega brjálað að gera En svaka held ég að það sé gaman.
M, 25.9.2008 kl. 10:49
Hæ Jóga, hjartanlega til hamingju með Völu og Tobba. Þau eru náttúrulega bæði alveg æði. Kkv. Odda.
Hafdís Odda (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 10:51
Til hamingju með litlu óþektaormana þína elsku mom... Ev.
Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 11:15
Takk fyrir hamingjuóskir þið allar elskulegar, var að enda við að vekja Völu í USA, og búin fyrir löngu að hringja í Tobba. Skemmtileg tilviljun að það var heilsíðu auglýsingamynd af Völu í Fréttablaðinu í dag, afmælisdaginn. Sú mynd er sko ekki óskýr. ..
Til hamingju sömuleiðis með systkini þín Eva mín, mín hægri hönd í að sinna "óþekktarormunum" þó þú værir aðeins fimm ára prinsessa þegar þau "mættu á svæðið" ..
M - þetta var tvöföld ánægja og tvöfalt erfiði .. ekki spurning.
Sunna við erum eflaust álíka vælukjóur.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.9.2008 kl. 11:33
Innilega til hamingju með daginn, Jóhanna mín! Verst hvað myndirnar eru óskýrar.
Bestu kveðjur
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 11:45
Innilega til hamingju með tvíburana þína og innilegar afmæliskveðjur til þeirra beggja
Helga skjol, 25.9.2008 kl. 13:19
Til hamingju með börnin þín. Falleg saga.
Anna Guðný , 25.9.2008 kl. 13:41
Til hamingju með Völu og Tobba
Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.9.2008 kl. 19:43
Takk fyrir hamingjuóskir, sé að ég þarf að fá mér skanna til að skanna inn gamlar myndir.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.9.2008 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.