Moska - af hverju ekki?

Sá þessa athugasemd frá Jóni Steinari á öðru bloggi og vildi vekja athygli á henni, því að um mig fór hrollur við þennan lestur. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það sé sjálfsagt að leyfa moskubyggingu hér á landi, hér ríkti trúfrelsi og við gætum ekki annað en leyft moskur þar sem kirkjur væru leyfðar, en get ekki annað en farið að tvístíga þegar ég sé svona  lýsingar.  

Jón Steinar skrifar (sorry þetta er stolið, held samt það sé löglegt að færa athugasemdir á milli, vona að mér verði fyrirgefið). 

"Systir mín býr á afskekktum stað í Noregi. Um daginn sat hún á kaffihúsi ásamt vinkonu og drakk kaffi. Þar voru tveir ungir íslamskir starfsmenn, sem neituðu að þjóna þeim til borðs og sögðu þær hórur, sem réttast væri að berja, af því að þær sátu án fylgdar karls.

Það sem er merkilegt við þetta er að kaffihúsið var í eigu systur minnar og hennar manns, svo hún var raunar vinnuveitandi. Hún vildi losna við þessa drengi úr vinnu, sem sýndu svona selektíva þjónustulund, en var sagt að það væri ekki hægt. Það byði hugsanlega upp á ógnir, ofbeldi, skemmdarverk og málsókn. Það var reynslan, svo drengirnir fengu að vera áfram.

Þetta er daglegt brauð í Noregi og almenn hræðsla við þetta fólk og ofstæki þeirra. Vafalaust er meirihluti múslima annars sinnis, en þessi hegðun er algeng hjá yngra fólki í hópi þeirra og fullkomlega bakkað upp af samtökum þeirra og moskum, sem standa oftar en ekki straum af málaferlum er mér sagt. Ef þeir tapa hinsvegar, þá eru dæmi þess að frumstæðari kostum sé beitt til að ná sér niður á fólki."  Athugasemdin var lengri og má lesa hana hér.

Hvað eigum við að gera? .. Eigum við að nýta okkur svona upplýsingar og standa á móti, eða eigum við að horfa í hina áttina og láta sem ekkert sé ?

Eigum við að láta múslima eða börn okkar og barnabörn okkar njóta vafans ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef heyrt af alltof mörgum sambærilegum atvikum.Nokkrum á íslandi.En ef þú segir frá þeim er oftast gargað á mann rasrsti,rasisti og maður ásakaður um þröngsýni.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 09:38

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér er alveg sama hverrar trúar fólk er, það á enginn að komast upp með svona dónaskap ! Umburðarlyndið á ekki bara að vera í aðra áttina !

Jónína Dúadóttir, 26.9.2008 kl. 09:50

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Norðmenn eru í súpunni. Sumir hér vilja ólmir komast í þá súpu líka. En hvað moskuna varðar, sem um 85% aðspurðra bæði á Bylgjunni og Útvarpi Sögu eru á móti, má spyrja: Snýst sú spurning ekki meðfram um þá gífurlega stóru lóð, sem henni er ætluð?

Jón Valur Jensson, 26.9.2008 kl. 09:52

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það þarf augljóslega að gera þeim sem hér búa (hverrar þjóðar eða trúar eða trúleysis sem þeir eru) að hér séu þau lög í landinu sem styðji jafnrétti kynjanna. Ef menn geta ekki virt landslög hafa þeir ekkert við það að gera að búa í þessu landi.

Ég hef verið skömmuð af "sannkristnum" fyrir að virða ekki kennivald Páls postula, sem setur karlinn yfir konuna. Þeir sem slíkt dýrka þeir eru einnig að brjóta landslög svo það sé á hreinu.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.9.2008 kl. 09:55

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Vorum að skrifa á sama tíma Jón Valur - var ekki búin að lesa kommenti þitt, skemmtileg tilviljun að þú skildir poppa akkúrat upp núna þegar ég minnist á "sannkristna."   Við höfum verið að rífast um kennivald Páls.

Sammála ykkur með umburðarlyndið. Dónaskapur á ekki að líðast úr hvaða átt sem er.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.9.2008 kl. 09:58

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hér skrifaði ég um ritningarstaði í Biblíunni sem sýna fram á að karlinn á að vera höfuð konunnar.  Var þar að mótmæla bókstafstrú.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.9.2008 kl. 10:01

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Varðandi lóðarstærðina, þá veit ég ekki hvort það skipti höfuðmáli, Jón Valur.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.9.2008 kl. 10:05

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hér ríkir trúfrelsi. Vilji menn lifta afturendanum í vestur nokkru sinnum á dag er það í góðu lagi mín vegna. Vilji menn lofa guð sinn í kirkjum er það líka allt í lagi mín vegna. Svo lengi sem ég þarf ekki að borga mína skattpeninga til að halda svona batteríum gangandi. hver svo sem kemur með svona athugasemdir eins og er vitnað í hér er náttúrlega bara dóni og fullur af fordómum, burtséð frá því hverrar trúar viðkomandi er. Held samt, því miður, að fólk vill vera svo pólitískt rétthugsandi að það fettir ekki fingur úti svona framkomu til að styggja ekki múslima.

Hvað ætli það séu margar kirkjur svona almennt í múslimalöndum? Þeir sem aðhyllast þá trú þurfa líka að gera sér grein fyrir því þegar þeir flytja til "kristinna" landa og þurfa að aðlaga sig að þeim háttum sem þar ríkja. Ekki öfugt.

Rut Sumarliðadóttir, 26.9.2008 kl. 11:01

9 Smámynd: M

Maður þorir varla að tjá sig um þessi mál svo maður verður ekki úthrópaður rasisti. En ég er dauðhrædd um að ef við réttum þeim litla putta þá taki þeir alla hendina. Við eigum að skoða þessi mál í nágrannalöndum okkar og læra af þeirra mistökum.

M, 26.9.2008 kl. 11:13

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er sammála þessu M, það er fljótt gripið til upphrópanna "rasisti" "fordómar" o.s.frv. Fordómar eru fáfræði, þess vegna þurfum við að læra af nágrannalöndunum hvernig þessi "blöndun" hefur gengið. Við eigum víst nóg af "ljótum köllum" hér á landi án þess að vera að bæta í hópinn.

Ég hef nú líka hugleitt, hvort að það sé rétt í landi þar jafnrétti kvenna og karla er í landslögum að trúarhópar sem leyfa yfirráð karla yfir konum séu yfirhöfuð löglegir? 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.9.2008 kl. 11:20

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Veistu að ég veit ekki alveg hvaða skoðun ég hef á þessu máli, var að klára að lesa Islamistar og Naivistar um daginn og sú bók vakti mig til smá umhugsunar, en ég sannarlega veit ekki hvað mér finnst. Veit bara að margt sem Islamistar boða (nú er ég ekki að segja að sá armur múslima sé endilega hér) stríðir gegn grundvallargildum vestræns samfélags, eins og tjáningarfrelsi og kvennréttindum ofl ofl...þannig að við verðum að standa ansi sterk gegn ákveðnum öflum innan Islam ef við ætlum að halda í okkar samfélagsgerð,..... gefa engann afslátt af því sem við trúum á að skapi gott samfélag! En ég veit sannarlega ekki alveg hvað mér finnst um mosku...

Sunna Dóra Möller, 26.9.2008 kl. 11:20

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ef ég má bæta við smá: að til dæmis í Danmörku hafa múslimar krafist þess að fá að ritskoða skólabækur með tilliti til umfjöllunar um Islam og krafist þess að sundlaugar séu opnar á sérstökum tímum, bara með kvenkyns starfsmenn fyrir konurnar sínar. Einnig vilja margir fá að fylgja Sharia lögunum í sínum samfélögum og þá er í raun komið ríki í ríkinu og það er eitthvað sem getur aldrei gengið....við getum ekki samþykkt til dæmis að ungar stúlkur séu myrtar til að vernda heiður karlveldisins......það bara er svo mikil fjarstæða og gegn öllu sem við teljum rétt! Vona að ég sé ekki komin út á hálan ís......

Sunna Dóra Möller, 26.9.2008 kl. 11:23

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Rétt hjá þér Sunna, það rétta er auðvitað að lesa sér til um þessi mál og fræðast.

Mér finnst að ef að leyfa á Mosku, þurfi þeir sem standa að henni að leggja fram jafnréttisáætlun og standa við hana. Það er hægt að sjá jafnréttisáætlun þjóðkirkjunnar hér.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.9.2008 kl. 11:34

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Trúfélög verða að lúta landslögum, er það ekki bara málið?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.9.2008 kl. 11:36

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skil þig að vissu leyti Rut, ég fékk óþægindatilfinningu þegar ég sá fína orgelið sem verið var að versla inn í Hafnarfjarðrakirkju. Ég hef aldrei stutt glamúr í kirkjum, en vil halda í helgidóminn.  

Aðskilnaður ríkis og kirkju er samt mjög dramatískur skilnaður, þar sem þarf að hnýta alla lausa enda vel og rækilega. Það er auðvitað ákveðinn ótti við það að t.d. spretti upp mörg öfgatrúfélög sbr. í Ameríkunni.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.9.2008 kl. 11:48

16 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er ekki hægt að ætla neinum illt fyrirfram. Auðvitað á fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð en kristni að fá að reisa sér byggingar fyrir sitt trúarlíf. Að leifa það ber líka vott um kristilegt umburðarlindi. Mér finnst að það eigi ekki að blanda hegðun múslima að öðru leiti inn í þessa umræðu.

Emil Hannes Valgeirsson, 26.9.2008 kl. 11:53

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Velkominn í umræðuna Emil frændi, ef að reynslan sýnir að ákveðin trúarsamtök/félagasamtök virða ekki mannréttindi sem gilda í viðkomandi landi, þarf ekki að setja varnagla?

Við ætlum ókunnuga fólkinu illt fyrirfram, ókunnuga fólkinu sem til dæmis býður börnum far. Erum við þá með fordóma gagnvart ókunnugu fólki generalt, eða vitum við skv. reynslu að það getur verið hættulegt fyrir börn að þiggja far hjá ókunnugu fólki?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.9.2008 kl. 12:04

18 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hefði gjarnan vilja sjá peninga sem er eytt í handgert orgel fara í eitthvað gagnlegra og menneskjulegra. Svo er spilað í tómum kirkjum nema kannski um stórhátiðar. Svona glamúr á ekki heima þar frekar en í öðrum opinberum stofnunum sem eru eins og Hollywoodútgáfur margar hverjar.Alger sóun á almannafé.

Þarf ekki aðskilnað ríkis og kirju til að sértrúarsöfnuðir spretti upp, þeir eru út um allt þrátt fyrir kirkjubatteríið.

Rut Sumarliðadóttir, 26.9.2008 kl. 12:28

19 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég held að tiltölulega hófsöm þjóðkirkja (eflaust margir ósammála mér ) veiti sérstrúarsöfnuðum aðhald. Miðað við margt þá er íslenska þjókirkjan hófsöm alla vega í samanburði við marga sértrúarsöfnuði og stórar kirkjudeildir, sama hvað hver segir um það. Hún komin einna lengst í heiminum í málefnum samkynhneigðra (mér finnst hún megi fara lengra), Hún hefur vígt konur í 34 ár.....eitthvað sem margar kirkjudeildir gera ekki, einnig innan lúterskra söfnuða og til eru prestar sem hreinlega neita að þjóna samhliða kvenpresti og fleira og fleira! Þannig að þrátt fyrir allt að þá veitir samfélag trúar þar sem ekki ríkir skoðanakúgun (oft í sértrúarsöfnuðum bara ein skoðun sem blífur og það er skoðun safnaðarleiðtogans) þeim samfélögum sem leyfa eina skoðun aðhald. Innan þjóðkirkjunnar eru margar skoðanir og menn takast á og eru ekki sammála um margt en sameinast í þjónustunni fyrir Jesú Krists. Ég trúi að ef ekki væri þetta fyrirkomulag myndu fleiri sértrúarsöfnuðir rísa og blómstra.....!

Sunna Dóra Möller, 26.9.2008 kl. 12:56

20 Smámynd: Jens Guð

  Síðunni sem vísað er á í færslunni hefur verið lokað.

Jens Guð, 26.9.2008 kl. 13:12

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég gef ekkert fyrir svona sögur, þá meina ég að þær lýsa eingöngu persónunum sem við er átt, ekki öllum sem tilheyra sama trúarhóp.

Og ef Noregur (eins og fleiri lönd reyndar) eru búin að niðurnjörva sig svona að þeir láti sig hafa það að vera með dóna í vinnu þá er ekki allt í lagi.

Auðvitað geta múslimar fengið sína mosku en... þeir eiga að borga hana sjálfir.

Sama með kirkjuna, hún á að vera sjálfstæð.

Fólk er að berjast í gegnum hvunndaginn á horriminni, er þá aðallega að vísa til eldra fólks, barnamargra fjölskyldna og öryrkja og hið kristilega er að rétta náunganum hjálparhönd en ekki að eyða milljónum í hégóma.

Múslimar eru áhrifalaus hópur á Íslandi, btreytist það nú þá þarf að taka á því.  En við okkur blasir dubbelmórall í boðskap þjóðkirkjunnar, bæði hvað varðar einstaklinga og efnishyggju.

Gefa eigur sínar fátækur?  Jájá, það gerðu þeir góðu gæjarnir í biblíunni.  Þeir vildu heldur ekki safna möl og ryð.

Mér sýnist kirkjan ekki vera í miklum mannúðarstellingum.

Mér finnst það alltaf hættulegt þegar trúarbrögð verða mælikvarði á fólk, sem er auðvitað fáránlegt.

En ég skrifa upp á það að múslimatrú er ekki trú fyrir konur sem vilja halda reisn.

But then again þá er kristin trú eins og ÞJÓÐKIRKJAN boðar hana ekki neinn kyndilberi jafnréttismála í víðasta skilningi.

Úff, hvað mér liggur á hjarta.

Í friði guðanna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 13:23

22 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það er í lögum á Íslandi að hér ríki trúfrelsi þannig að þetta er ekki spurning hvort og hvað við viljum í þeim málum. Er fólk alveg hætt að sjá út úr augum fyrir hræðslu og fordómum??? Það eru múslímar út um allan heim en einungis lítið brot þeirra eru hryðjuverkmenn og/eða öfgamenn. Múslimar stóðu fyrir þvertrúarlegri samkomu árið 2004 þar sem saman komu einstaklingar trúfélaga, Baháía, gyðinga, kristinna, múslima og soka gakki búddista, samveran var haldin til að árétta mikilvægi gagnkvæmrar virðingar og til að stuðla að friði,  þar að auki hafa þeir búið hér árum saman í friði og spekt og sé ekki að það muni breytast þó þeir byggi sér tilbeiðsluhús. Ég er hræddari við hugsanagang strangtrúaðra biblíuþenkjandi fólks sem að býr í biblíubelti Bandaríkjanna og einhverjir eru á Íslandi, fólk sem  sér syndina í öllum hornum og það er svo blindað af sinni trú að rök skynsemi og vísinda ná engan veginn að síast  inn. Svo eru nú Kristinn trú líka blóði drifinn, hún hefur einungis verið til lengur en Múhameðstrú. Svona skrif eins og voru á blogginu hans Óskars gera ekkert annað en að valda einn meiri sundrungu á meðal manna,er heimurinn ekki búin að þjást nóg. Við ættum frekar að skoða hvað það er sem sameinar en það sem sundrar.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.9.2008 kl. 13:40

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hrafnhildur, - það er rétt að það er í lögum að það ríkir trúfrelsi, og ég hef því stungið upp á því að þeir sem vilja byggja sér hús yfir trúarsamkomur sínar, hvort sem það er moskur, synagógur eða kirkjubyggingar þurfi að skrifa undir önnur lög ekki síður mikilvæg og eru það jafnréttislög landsins.

Mér þætti í framhaldi af því áhugavert hvort að ekki mætti skoða hvort að trúfélög, sem eru nú þegar starfandi hér á Íslandi, sem stuðla að mannréttindabrotum og ójafnrétti kynja á milli séu ekki að brjóta landslög? .. ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.9.2008 kl. 13:53

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jens Guð,  sé það að síðunni hefur verið læst, hefði átt að kópera alla athugasemdina.

Ég vildi aðeins vekja athygli á þessu. Þetta er auðvitað ekkert einsdæmi og er ég aðeins að hvetja til að við séum vakandi, tek það fram að ég hef alltaf haldið því fram sá valdi sem á haldi,  en vissulega er hætta á að fólk sé hreinlega heilaþvegið ef það elst upp í því frá æsku að t.d. konur sem ekki bera klúta yfir höfði sér séu hórur.

Sammála Jenný, að það er sorglegt ef að það er orðin svona mikil kúgun í þjóðfélaginu í Noregi, að ekki sé hægt að segja upp starfsfólki sem komi með dónaskap fram við viðskiptavini.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.9.2008 kl. 14:07

25 Smámynd: halkatla

Ég er sammála Sunnu Dóru held ég.

halkatla, 26.9.2008 kl. 15:39

26 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Anna Karen, held þér sé alveg óhætt að vera sammála Sunnu Dóru, ég er líka sammála henni.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.9.2008 kl. 15:46

27 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst allt í lagi að læra af reynslu annarra, vildi óska að Íslendingar gerðu það.  Gaman að sjá þig í gær, ég var eitthvað svo feimin og dreif mig bara, vona að þú sért glöð með skálina þína. Við hittumst bara aftur.  Góða helgi 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 15:49

28 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Síðunni hans Óskars hefur verið læst af mbl.is, - hann og fleiri hafa eflaust verið of gífuryrtir í garð múslima. Hefur einhverjum síðum verið læst út af skítkasti í garð kristinna?  Við hvað eru menn hræddir?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.9.2008 kl. 15:53

29 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég man ekki eftir að hafa séð síðu lokaða vegna þess að hún fer offari gegn kristnum ....hef þó séð nokkrar alveg út úr korti! Kannski er þetta hluti af pólitiskri rétthuxun og anga þess að múslimar eru minnihlutahópur á Íslandi og mörgum finnst þeir eflaust eiga erfiðara með að verja sig en til dæmis kristnir sem eru með yfirburðastöðu í samanburði við múslima! Samt geta skrifin gegn kristindóminum stundum farið út yfir allan þjófabálk í persónulegu skítkasti!

Sunna Dóra Möller, 26.9.2008 kl. 16:00

30 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Yndislegt að hitta þig "live" kæra Ásdís flotta kona!! Ég var líka feimin að fá svona gjöf frá bloggvinkonu, átti nú bara að fá verðlaun fyrir ef að Ísland fengi gullið í Ól. 2008, en fékk líka verðlaun fyrir þó þeir lentu í 2. sæti. Skálin er ferlega sæt, kalla hana "hamingjuskálina" ..

Æ, af hverju þarf heimurinn að vera svona grimmur? .. Það er til svo mikið af yndislegu fólki - örugglega fullt af yndislegum múslimum líka, - auðvitað á ekkert að greina fólk eftir hvort það trúir á þetta eða hitt, EN það þarf að aðgreina fólkið sem skýlir vonskuverkum sínum á bak við trúarbrögðin, sem telur Guð hefnda, hryðjuverka, ofbeldis og illsku setja einu lögin og virðir því engin önnur lög.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.9.2008 kl. 16:01

31 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jóhanna mín, við verðum bara að hittast aftur fljótlega, kannski í kaffi á Milano eftir vinnu hjá þér þegar ég verð á ferðinni ?  verð í bandi. kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 16:48

32 Smámynd: Hvítur á leik

Svart og Sykurlaust vill EKKI að múslimar fái mosku. Ekki bara það að þeir hræða mann með öllum þessum látum og rugli, heldur líka það að það er ekki gott að vera vakinn með öskrum klukkan 5 alla morgna...

Hvítur á leik, 26.9.2008 kl. 17:23

33 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Ágæta Jóhanna, þarna er ég alveg sammála þér, bjó áratug í Þýskalandi og fannst vera mjög mikill grundvallar skoðanamunur á vestrænum þjóðum og íslömskum.  Það sem dæmi mjög margra annarra þjóða en norðmanna hafa sannað (hollendinga, dana og svía) er að umburðarlyndi verður að vera gagnkvæmt til að sambúð ólíkra þjóðar"sálna" geti virkað.  Óeirðirna í Hollandi eftir að leikstjórinn van Gogh var myrtur voru líka sjokk fyrir holdtekningu umburðarlyndisins: hollendinga.  Ég hef unnið með muslimum sem fordæmdu þessi verk en líka með mörgum sem sögðust biðja fyrir því daglega að þeir fái loksins það vald sem þeir eigi skilið og þá skuli vestrænar þjóðir nú fara að vara sig.

Ég held því að tiltölulega hófsöm þjóðkirkja geri einmitt það sem hún gerir best nú þegar: fátt eitt.  Veit samt ekki hvort það sé nein lausn úr þessum vandræðum.  Þetta er eitt af þeim málum sem er of seint að taka fyrir eftirá.

Ragnar Kristján Gestsson, 26.9.2008 kl. 17:41

34 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hér er engu við að bæta, en aðeins ég hef ekkert á móti innflytjendum en þeir eiga að fara eftir lögum og reglum okkar lands.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2008 kl. 19:10

35 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæl Jóhanna.  Það er reginmunur á mosku og öðrum tilbeiðsluhúsum.  Sjálf hef ég heimsótt ótölulega margar kirkjur víða um heim, búddhamusteri og hindúahof í austurlöndum fjær - en moskur hef ég einungis fengið að skoða utanfrá.

Af hverju ekki moskur - góð spurning.

Kolbrún Hilmars, 26.9.2008 kl. 19:17

36 Smámynd: Halla Rut

Moskur eru ekki sem önnur bænarhús. Þær hýsa stjórnmálaöfl og öfgasamtök múslíma. Það er alvitað, sá sem neitar því neitar að horfast í augu við staðreyndir og lítið þíðir að tjónka við slíku fólki.

Ég segi sem Jón Valur; við skulum varast að detta ofan í sömu súpu og frændur okkar í Noreg. Það er engin leið til baka þegar byrjar að sjóða.

Formaður Múslima á Íslandi mætti í gær heim til flóttakvennanna á Akranesi og gaf þeim gjafir. Þetta er byrjað. Nú verða þeir daglegir gestir til að halda þessum konum á sínum stað í samræmi við þeirra standart. Hver sem vill getur kallað mig rasista en ég er það ekki. Ég fyrirlít ekki fólk vegna litarháttar eða trúar. Ég vil hinsvegar varðveita það frelsi sem við lifum við í dag. Við eigum ekki þetta land heldur eigum við að yrkja það og svo afhenda það afkomendum okkar. Við getum ekki látið arfleigð okkar af hendi né það frelsi og jafnrétti sem hefur tekið okkar ættfeður og mæður áratugi að vinna fyrir.

Ef kjósa ætti um mosku mundi ég kjósa NEI. Ekki vegna haturs heldur vegna skildu minnar til afkomanda minna.

Halla Rut , 26.9.2008 kl. 20:12

37 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fallega gert af formanni múslima á Íslandi að heimsækja flóttakonurnar og bjóða þær velkomnar til Íslands. Finnst ekki ólíklegt að prestur Íslendinga í Kaupmannahöfn myndi heimsækja átta íslenskar flóttamannafjölskyldur ef þær kæmu þangað. Félagið Ísland-Palestína heimsótti konurnar líka og fleiri og fleiri. Held að sumir mættu aðeins slaka á ótta sínum gagnvart ÖLLUM múslimum. Hvar er hræðsluáróðurinn gagnvart öllum þeim múslimum sem komu hingað frá gömlu Júgóslavíu? Sama trú. Þeir hljóta að vera jafnhættulegir.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.9.2008 kl. 22:50

38 identicon

Jóhanna"..það er rétt að það er í lögum að það ríkir trúfrelsi, og ég hef því stungið upp á því að þeir sem vilja byggja sér hús yfir trúarsamkomur sínar, hvort sem það er moskur, synagógur eða kirkjubyggingar þurfi að skrifa undir önnur lög ekki síður mikilvæg og eru það jafnréttislög landsins."

Múslimar hér á Íslandi eru og hafa verið með bænahús, já og í mörg ár, og  það ríkir trúfrelsi. Þetta fólk(muslimar) veit að það á að fara eftir lögum, og afhverju hefur þú ekki mótmælt eða komið með athugasemdir fyrr og heimtað það skrifað undir öll lög? 

Halla Rut

"Formaður Múslima á Íslandi mætti í gær heim til flóttakvennanna á Akranesi og gaf þeim gjafir. Þetta er byrjað."

Halla, hérna formaður múslima er frá Palestínu. Nú mátti hann ekki heimsækja landa sína eða sitt fólk frá Palestínu eða hvað " byrjað"????

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 22:51

39 identicon

Þetta er að verða með því heitara sem ég hef séð á blogginu en Óskar lét moggakallana hafa það óþvegið og hótaði málssókn og þeir hafa greinilega bakkað því síðan han er komin í gagnið aftur.

Salmann mistókst algjörlega að fá þjóðina í lið méð sér í moskumálinu, þvert á móti er hún orðin honum andsnúin og ekki síst vegna andstöðu hans við skopskyn þjóðarinnar sem er spámanninum ekki samboðið.

Ætli húmarsafstaða Salmanns sé ekki smá ávísun á framtíðina með sterku Íslam á íslandi?

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 23:45

40 identicon

Sáli

Ég hef haldið því fram, að meiri hluti þjóðarinnar væri fyrir trúfrelsi, umburðarlindi og hér væri verið að berjast gegn fordómum. En kannski er þetta bara allt saman rangt hjá mér að hugsa svona, og við hér eða meiri hluti þjóðarinnar ekki eins og aðrar þjóðir með trúfrelsi, umburðarlyndi. Það kann að vera rétt að við séum ennþá verri en aðrar vestrænar þjóðir og hér séu menn bara í því að reyna magna upp hatur með áróðri, lygum osfrv. gegn öðrum trúarbrögðum.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 01:00

41 identicon

Sæl Jóhanna.

Það er búið að opna síðuna hans Óskars,þar sem að hann birtir greinina frægu eftir Norska blaðamanninn.

HUNDRUÐ MILLJÓNA, einfaldra og saklausra múslima af báðum kynjum  sem vita ekkert í sinn haus eru og verða leiksoppar brjálæðra LEIÐTOGA.

Og það vill ég ekki yfir mig. BOÐ og BÖNN þess konar leiðtoga. Svo hefur þetta ekkert með trúfrelsi að gera.Þarna eru miklu alvarlegri hlutir á ferð, því miður allra vegna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 06:24

42 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Annað hvort býður maður einhverja mannesku velkomna í landið eða ekki. Allt annað er tvískinnungur.

Hér á að ríkja trúfrelsi. Punktur

Sigurður Þórðarson, 27.9.2008 kl. 07:24

43 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ágæta samferðafólk sem hér hefur skrifað, ég næ eflaust ekki að kommentera á allt sem hér hefur verið sagt, vegna annarra anna, en það sem ég vildi segja um umburðarlyndið.:

Það er sjálfsagt og eðlilegt að mínu mati að vera umburarlynd, en það eru sumir hlutir sem við eigum ekki að umbera. Það er misrétti og ofbeldi, af hvaða stærðargráðu sem það er.

Við erum með þjóðkirkju í landinu sem hefur gengið fram í þeirri fyrirmynd að semja sérstaka jafnréttisáætlun, eins og áður hefur komið fram. Þorsteinn þú spyrð hvers vegna ég hafi ekki stungið upp á því fyrr að trúfélög skrifuðu undir lög. Svarið við því er að mér hugkvæmdist það bara alls ekki fyrr. Það er einmitt í svona umræðu (gott að bloggið gerir eitthvað gagn)  sem kvikna spurningar eins og t.d. í framhaldi af þessu, "Hvers vegna er kaþólska kirkjan undanþegin landslögum þegar kemur að jafnréttismálum?"

Þeir sem mig þekkja vita að ég er mjög liberal í skoðunum og er tilbúin að beygja þær og sveigja komi einhver með rök sem mér finnst skynsamleg.  Ég tel jafnframt að þessi umræða sé bráðnauðsynleg, að velta hverjum steini og skoða hvað liggur undir honum.

Upplýsandi umræða, sem er sett fram á málefnalegan hátt er það sem við þurfum. Mér sýnist að hér á þessum þræði hafi fólk gengið fram að mestu leyti í þeirri hugsun.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.9.2008 kl. 08:55

44 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

p.s. þetta er mín niðurstaða og  minn "hræðsluáróður" ef einhver vill kalla það svo:

Við megum ekki láta landslög um jafnrétti kynjanna eða önnur mannréttindi víkja fyrir lögum trúfélaga.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.9.2008 kl. 09:06

45 identicon

Ég er alfarið á móti Moskum hér á landi. Ég ætla ekkert að réttlæta þessa skoðun, bjó í miðbæ þar sem mikið var um múslima og já sæll......

Þegar ég fór til Sviss sem skiptinemi fyrir 17 árum síðan þá fór ég og vinkona mín á pöbb og fengum sæti við hliðina á nokkrum Alsír búum. Við pöntuðum okkur eitthvað áfengi minnir að það hafi verið vodki í appelsínusafa eða eitthvað í þá áttina. Þá segja mennirnir á næsta borði Oj helv... druslur þið eruð að drekka áfengi og byrjuðu að hella sér yfir okkur! Við náttúrulega típískir íslendingar létum þessa aumingja ekki vaða svona yfir okkur, og á endanum fóru þeir út með fyrirlitningasvip dauðans!

Þeir voru í landi þar sem aðrar hefðir eru og hafa ekki rétt á að hafa skoðanir hvernig fólk lifir í því landi sem bauð þá velkomna í! Punktur Basta!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 09:17

46 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég sé að vandamálið liggur í því að við erum að setja alla múslima undir sama hatt, hvort sem það eru Alsírbúar eða aðrir.

Sumir íslenskir karlmenn eru örgustu dónar við kvenfólk, þeir nauðga, þeir berja o.s.frv...   Sem betur fer samþykkir samfélagið ekki slíka hegðun.

Er þessi hegðun mjög algeng hjá múslimum og samþykkt af þeirra trú  eða er þetta bara brotabrot eins og á Íslandi ?  Hvað er málið ?

Upphafsspurningin mín er að vísu um Moskuna, og þar hef ég lesið á fleiri en einum stað að Moska sé ekki einungis trúarmiðstöð heldur hernaðarleg miðstöð, er það rangt eða rétt, hver veit sannleikann?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.9.2008 kl. 09:49

47 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég mæli með bókinni Jóhanna um íslamisma og Naivisma, hún fæst meðal annars niðri í kirkjuhúsi. Íslamistar (sem eru ekki allir muslimar nota bene) tala fyrir islömsku alræði sem er byggt á alvaldi Guðs (teokratia). Hér eru engar málamiðlanir í boði, þeir vilja beita Sharia og eru farnir að horfa í auknum mæli til Evrópu og það er talað um að önnur og þriðja kynslóð múslima, þá sérstaklega ungir karlmenn eru í auknum mæli farnir að aðhyllast þennan arm Islam. Islamismi er ekki bara trúarbrögð, þetta er pólitlík, strjórnmálaskoðun um það hvernig samfélagið eigi að vera. Moskurnar eru staðir fyrir pólitískan áróður, það hefur gerst í Danmörku, þegar leyfðar hafa verið hádegisbænir í framhaldsskólum að þær hafa orðið að islömskum áróðursstundum fyrir islamisma og  ungir krakka, múslimar sem ekki vilja taka þátt í þessu upplifa sér ógnað af þeim sem vilja fylgja þessari stefnu. Þannig að hinir frjálslyndari múslimar óttast einnig þessa stefnu.

Þetta er það sem við eigum að óttast og berjast gegn, ekki öllum múslimum í heild vegna þess að hér eins og í öllum trúarbrögðum má ekki alhæfa um alla sem eina heild.

Ef við viljum halda í okkar samfélagsgerð eins og hún er í dag með öllum okkar forréttindum og frelsi þá verðum við að vera á verði. Það er gríðarlegum peningum eytt í útbreiðslu islamisma í Evrópu og þeir koma frá Saudi Arabíu og Egyptalandi meðal annars. Evrópa er orðin að targeti og þeirra agenda er ekkert annað en Islömsk Evrópa....við erum Naivistar er við reynum að fegra þetta eitthvað frekar. Og hér ítreka ég að ég er einungis að tala um íslamistana og við getum ekki vitað að hversu miklu leyti hann er kominn hingað. Hingað til hefur samfélagið við múslima hér á landi verið tiltölulega friðsælt en við vitum ekki ef islamisminn fer að teygja anga sína hingað, hvað gerist og þess vegna verðum við að vera vakandi!

Pax 

Sunna Dóra Möller, 27.9.2008 kl. 10:31

48 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir frábært innlegg Sunna Dóra.  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.9.2008 kl. 10:44

49 identicon

Sæll Þorsteinn, ég virði skoðanir þínar gagnvart umburðarlyndi en mér finnst sú hugsjón ekki hafa komið nágrannaþjóðum okkar neitt áleiðis, þvert á móti þá blasa við okkur dæmi um yfirgang og átroðslu aðkomufólks sem ber fyrir sig óumbreytanlegan sannleika bókstafstrúar eða andstæðu umburðarlyndis.  Við erum nefnilega líka í umræðu hvort við eigum að stuðla að innflutningi á fólki sem þrífst á slíkum skoðunum !

Auðvitað má ekki setja alla múslíma undir sama hatt en þá skulum við skoða hvað sé fyrirliggjandi eða t.d. afstaða Salmann Tamini sem gefur ákveðinn tón fyrir múslimasamfélagið á íslandi í dag.  Salman er eflaust fínn maður en honum hefur mistekist gjörsamlega að ná til þjóðarinnar og vitna ég t.d. í afstöðu hans gagnvart málfrelsi í þessari færslu hans um Skúlamálið fræga sigur fyrir málfrelsið

Ég er ekki fylgismaðúr Skúla sérstaklega, alls ekki.  En það er algjörlega ljóst að hann Salmann þolir gagnrýni illa og á ekki samleið með frjálslyndu viðhorfi okkar til trúmála almennt.  Ekki á hann heldur samleið með umræðustíl okkar eða ísleskri hæðni sem kristnir hafa þurft að sitja undir á bloggi sem annarsstaðar.

Það er því alveg rökrétt Þorsteinn að spyrja hvort umburðaryndinu sé ekki ógnað meira af starkara íslömsku samfélagi en almennum viðhorfum íslendinga gagnvart moskubyggingu.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 11:30

50 identicon

Auðvitað á Ísland að hafa eina trú . Það stóreykur líkur á að friður haldist hér . Mér finnst ég sjá alltof mörg dæmi þess í fréttum að menn séu að slátra hverjum öðrum í sífellu vegna mismundandi trúar . Menn geta ekki verið svo einfaldir að hafa ekki tekið eftir þessu, og ætla að samþykkja islamvæðingu hér á klakanum eða hvað ?

Júrí (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 15:21

51 identicon

Sáli

Já  það er rétt hjá þér: "Auðvitað má ekki setja alla múslíma undir sama hatt.." Og ég vona að múslimar setji ekki okkur öll undir sama hatt, eða undir einhvern sértrúarsöfnuð eins og td. Livet Ord eða John Hagee söfnuðinn. 

Við erum með trúfrelsi hér ekki satt, en eigum við núna að breyta þessu trúfrelsi eða draga fyrir umburðarlyndið eða vega þess að múslimar vilja byggja hér bænahús (ath. þeir hafa verið með hér bænahús í mörg ár)?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 18:54

52 identicon

Það er heldur leiðigjarnt að sjá glámskyggni fólks sem neitar að horfast í augu við staðreyndirnar.

Trú er engin forsenda fyrir réttlæti og kærleika. Allt það besta sem þjóðfélög okkar vesturlandabúa hefur að bjóða hefur venjulegt fólk þurft að berjast fyrir, merja það með blóði úr höndum konunga og klerka, sem alltaf hafa verið í sömu spyrðunni.

Ótrúlegt sömuleiðis, að enn skulum við trúlausir að sitja undir fordómum kristinna sem tala til okkar eins og annarar tegundar. Ég er venjulegur dauðlegur maður og á mér venjulega drauma um heimili, velgengni barna minna heilsu foreldra minna og þess vegna frið á jörð. Ég hinsvegar krýp ekki í auðmýkt til einhvers pabba á himnum til að halda í hendina á mér í þessum táradal. Tilfinningar trúlausra eru engu minni en ykkar hinna, bara ekki skilyrtar.

Ótti hinna trúuðu við ástand trúleysis er líka stórfurðulegur. Ég skildi endalega við trúarþrælinn í sjálfum mér fyrir áratugum og man mjög vel hversu mikill léttir það var og er að vera laus. Ég þarf ekki afsökun til að aðstoða nágranna minn og sýna samborgurum mínum virðingu.

Þá líka rann annað ljós upp mér, sem ykkur kristnum er ómögulegt að fatta; það er ekki hægt að segja mín trú er betri en þín, það er bara ekki í leikreglunum einhver einkunargjöf á trú, hún annaðhvort er eða ekki. Því set ég alla trúaða undir sama hatt hvað svona snertir muslima sem kristna sem gyðinga baháa og hvað þetta heitir allt saman. 

Það er aðeins ein fær leið, fullkominn aðskilnaður kirkju frá ríkisvaldi og fullkomið trúfrelsi en þýðir að opinberar stofnanir fá ekki að hygla neinum trúarbrögðum, opinberir embættismenn verða að hafa sína trúarskoðun fyrir sig o.sv.fr. Síðan taka lögin við ef menn byrja með hatursáróður gagnvart samkynhneigðum, eða einhverjum öðrum hópum sem trúarfólk virðist alltaf þurfa að leggja í einelti. Þeir fara í fangelsi rétt eins og nýnasistinn eða annað ofbeldisfólk. Allt annað er tvískinnungur. 

 Ef menn hafa áhyggjur af múslimum þá verða þeir að hafa löggjöf sem segir að hin og þessi trúarmengun sé óheimil, refsiverð etc. Þá verður líka að vera búið að hreinsa allar trúartengingar úr lögunum þ.e. kristni (hér á landi). Nóg í bili,,,,,,  

Skuggabaldur (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 21:04

53 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ríki  í ríkinu er alltaf röng leið að fara, hvort sem það eru trúfélög sem ekki virða t.d. jafnréttislög, eða öfgafullir múslimar sem vilja vera utan annara lagaákvæða en þeirra sem finna má í Kóraninum.

Það þarf að mínu mati að tryggja okkur með lögum að þessu leyti, og ég er hjartanlega sammála því að trúfélög skuli borga sjálf fyrir sín félagsheimili, og þeim gert að virða jafnréttislög, sem og önnur lög í landinu.

Hatursáróður og ofstækisfullir trúarleiðtogar eiga ekkert erindi hér á landi frekar en annarsstaðar, og við þurfum að laga löggjöf að því og framfylgja henni af hörku, því trúfélögin geta svo sannarlega verið gróðrastía fyrir hatur og stórhættulegt ofstæki, kynjamisrétti og jafnvel limlestingar.....

Haraldur Davíðsson, 27.9.2008 kl. 21:08

54 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég vil áfram þakka ykkur málefnaleg innlegg inn í umræðuna, - minn sjóndeildarhringur hefur a.m.k. víkkað allverulega við að lesa mismunandi skoðanir og áherslur. Sérstaklega er ég þakklát fyrir að þessi þráður hefur ekki farið út í úthrópanir og persónulegt skítkast, eins og oft hefur gerst þegar svona viðkvæm mál eru rædd.

Skuggabaldur, þú talar um fordóma kristinna í garð trúlausra, en hvernig eiga kristnir að túlka setninguna:  "Ég hinsvegar krýp ekki í auðmýkt til einhvers pabba á himnum til að halda í hendina á mér í þessum táradal" ..   Ertu þar ekki að gera lítið úr trú kristinna?

Ég tel að við eigum að virða  lífsgildi; trú eða trúleysi hinna, svo framarlega sem hún/það inniheldur ekki ofbeldi í garð náungans. Er það "unfair" ??..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.9.2008 kl. 21:27

55 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Skuggabaldur sagði allt sem ég vildi sagt hafa. orðaði það bara betur.

Rut Sumarliðadóttir, 27.9.2008 kl. 22:46

56 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Halla Rut reit;

Moskur eru ekki sem önnur bænarhús. Þær hýsa stjórnmálaöfl og öfgasamtök múslíma. Það er alvitað, sá sem neitar því neitar að horfast í augu við staðreyndir og lítið þíðir að tjónka við slíku fólki.

Í Bandaríkjunum einum saman eru á milli 40-50.000 Moskur. Alls í heiminum eru þær á aðra milljón. - Halla Rut heldur því fram að þarna fari fram mikil pólitísk starfsemi. - 

Halla Rut segist heldur ekki vera haldin fordómum. - Látum orðið fordóma þýða hér "að dæma fyrirfram" þótt það hafi miklu hlaðnari merkingu yfirleitt.

Hver er afleiðing pólitískrar starfsemi Moska í USA? Miðað við fjöldann eru það mörg hundruð þúsund hópar og sellur sem hljóta að vera í gangi. HC, FBI, CIA, NSA og hvað það nú heitir allt saman stofnanirnar sem gæta góðra Kana hljóta að vera á glóðum.

Í Holllandi eru 80.000 múslímar og yfir 500 Moskur og af 150 þingmönnum eru 7 Múslímar. Maður spyr sig af hverju þeir eru ekki búnir að taka yfir landið fyrir löngu með alla þessa sellufundi um allt landið.

Í Danmörku eru 170.000 múslímar allir að plotta í moskunum og láta samt yfir sig ganga háð og spott, allt víst í nafni tjáningarfrelsisins.

Og nú heldur Halla Rut að þetta sé að gerast á Akranesi. Ekkjurnar byrjaðar að plotta hvernig þær geta tekið yfir Ísland. 

Hvernig væri að skoða málin Halla Rut (og aðrir sömu skoðunnar) svo þú lendir ekki hvað eftir annað í þessari aðstöðu að dæma fólk og málefni fyrirfram.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 00:18

57 identicon

Gott að fá þessa punkta Svanur, ástandið er málað dálítið svörtum litum og það þarf ekki margar öfgaraddir til að valda miklum usla.  Spurningin stendur samt enn hvort við viljum gefa þessum fáu röddum rétt til félagsheimilis og hugsanlegs erlends stuðnings til þess arna.  Höfum við einhverja sérstaka þörf fyrir það og þjónar það einhverjum tilangi að splitta þjóðinni í fylkingar til þess að þóknast félags og útbereiðslustarfsemi múslima á íslandi en þeir eiga jú sitt bænahús og lítið hefur fyrir þeim farið.  Er málum bara ekki best fyrirkomið þannig áfram?

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 00:36

58 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sáli; Ef að það á að vera trúfrelsi í landinu þá á að leyfa starfsemi múslíma svo lengi sem þeir fara að landsögum. Það sem fólk sumt hér virðist vera að leggja til að tekið verði upp á Íslandi samskonar kerfi og þeir nota í Íran þar sem þeir geta vaðið inn á heimili blásaklauss fólks vegna þess að það er Bahaiar. Þeir fangelsa þá, rífa hús þeirra og beita þá slíkum kúgunum að þeir neyðast til að flýja heimaland sitt. Allt er þetta gert í nafni þjóðaröryggis.

Við viljum ekki múslíma á Íslandi, takk fyrir. Hvað viljum við ekki næst???!!!Gyðinga???!!!

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 00:56

59 identicon

Umræðan hefur einskorðast við múslíma og gott að hún gerði það áfram því hún hefur snúist um erfiðleika við blöndun þeirra við vestræn samfélög.  Ef nágrannaþjóðir okkar gætu trekkt klukkuna afturábak væri forvitnilegt að vita hvort þeir myndu taka öðruvísi á málefnum aðkomumúslima, og það svar er hugsanlega eitthvað sem við ættum líka að hlusta á !

Jarðarbúar eru því miður ekki nægilega þroskaðir enn og ég er heldur ekki viss um að við íslendingar eigum þolinmæði til að styrkja framandi múslímasamfélag við núverandi heimsmynd, því miður.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 03:01

60 identicon

Hefur Svanur áttað sig á því að muslimar setja Gyðinga í sama flokk og apa ?

Og veit hann ekki að forsetafrú okkar Íslendinga er Gyðingur ?

Júrí (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 10:14

61 identicon

Juri

Hérna veist þú nokkuð hvað Ísraelsmenn (eða þetta fólk sem kalla sig gyðinga) segjir um okkur í sínum Talmud bókum:

Only Jews are human. [Gentiles] are animals. (Baba Mezia 114a-114b.)

[Gentiles] prefer sex with cows. (Abodah Zarah 22a-22b.)

For murder, whether of a Cuthean [Gentile] by a Cuthean, or of an Israelite by a Cuthean, punishment is incurred; but of a Cuthean by an Israelite, there is no death penalty. (Sanhedrin 57a)

Jews may use lies ('subterfuges') to circumvent a [Gentile]. (Baba Kamma 113a.)

All [Gentile] children are animals. (Yebamoth 98a.)

In the Sanhedrin (74b) Tosephoth, it says: "The sexual intercourse of a Goi is like to that of a beast."

Kethuboth (3b) it says: "The seed of a Goi is worth the same as that of a beast."

 

What a Jew obtains by theft from a Cuthean [Gentile] he may keep. (Sanhedrin 57a.)

Even the best of the [Gentiles] should be killed. (Babylonian Talmud)

If a Jew finds an object lost by a heathen [Gentile] it does not have to be returned. (Baba Mezia 24a; Affirmed also in Baba Kamma 113b.)

[Gentiles] are outside the protection of the law and God has 'exposed their money to Israel.' (Baba Kamma 37b.)

 Sjáðu til :

"The Talmud is to this day the circulating heart's blood of the Jewish religion. Whatever laws, customs or ceremonies we observe -- whether we are Orthodox, Conservative, Reform or merely spasmodic sentimentalists -- we follow the TALMUD. It is our common law."Mr. Wouk

"The teachings of the Talmud stand above all other laws. They are more important

than the laws of Moses." -Rabbi Issael, Rabbi Chasbar, et. al.

 

Universal Jewish Encyclopedia confirms: Thus the ultimate authority for orthodoxy is the Babylonian Talmud. The Bible itself ranks second to it in reality, if not in theory. Universal Jewish Encyclopedia, Authority p. 637.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 10:32

62 identicon

Juri

Ég hef ekki fundið eitthvað sem segir :"að muslimar setja Gyðinga í sama flokk og apa"

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 10:37

63 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Heil og sæl, ég hef ekki haft tíma til að fylgja þessum þræði eftir - en eftir að renna augum yfir nýjustu innlegg hef ég þetta til málanna að leggja:

Eins og í öllu þá eru öfgar í hvora áttina sem litið er aldrei af hinu góða. Mér finnst spurning "Sála" standa uppúr eftir nýjustu athugasemdir:

"Ef nágrannaþjóðir okkar gætu trekkt klukkuna afturábak væri forvitnilegt að vita hvort þeir myndu taka öðruvísi á málefnum aðkomumúslima, og það svar er hugsanlega eitthvað sem við ættum líka að hlusta á !

Svanur, ég sé þú ert að misskilja Höllu Rut varðandi ekkjurnar á Akranesi. Áhyggjur hennar voru alls ekki að þær væru að plotta eitt né neitt, heldur væri talsmaður múslima á Íslandi að plotta með þær. Ég get nákvæmlega ekkert dæmt um það, tel í raun ekki óeðlilegt að hann heimsæki sína landa og vona að grunur Höllu Rutar sé úr lausu lofti gripinn.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.9.2008 kl. 11:22

64 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ragnar Örn. Þú ert greinilega einn af þessum mönnum sem ég mundi ekki vilja reiða mig á hvað mannréttindi varðar. Það er enginn munur á þér og Íslamistum, sami sóðakjafturinn, sama ofsóknarbrjálæðið. Ef þú getur ekki verið málefnalegur þá skaltu ekki vera að eyða orðum á mig.

Júrí; Vertu ekki með þessi kjánalæti. Er Skúli þinn læriföður?

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 11:27

65 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jóhanna; Það skánar nú ekki við að einhver sé að plotta "með" konurnar. Það er mjög "íslamskt" sjónarmið að konurnar séu sjálfar viljalausar ´svo karlmennirnir geti plottað "með" þær.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 13:01

66 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ace: Lestu sjálfur og vitnaðu til. Hvar skýrir Halla að hún hafi verið að meina annað en það sem í orðunum liggur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 13:05

67 Smámynd: Halla Rut

Ace og fleiri: Við skulum tala saman eftir eitt ár og sjá hver staðan er. Haldið þið virkilega að Íslam-karlarnir hér á landi ætli að leyfa þessum konum að "skauta" sjálfar hér á landi? Þetta er svo "ignorant" viðhorf og kannski eðlilegt þar sem ekkert okkar skilur eða hefur kynnst því hryllilega karlaveldi sem þetta fólk hefur allt alist upp við. Við skulum sjá hverjum börn þeirra giftast. Kynnið ykkur hvernig þetta gengur fyrir sig í Noregi og Danmörku. Sem dæmi þá er aðeins um 4% fólks innan Íslam sem giftast öðrum en innan síns eigin þjóðernis (1% kvenna, 3% karla). Flestir af þeim giftast einhverjum sem lifa utan Noregs eða Danmörku (um 80%). Þetta eru allt skipulögð brúðkaup þar sem viðkomandi ræður engu um. Heldur fólk virkilega að þetta verið öðruvísi hér?

Guðríður Haraldsdóttir, hefur lagt mikið á sig til að hjálpa þessu fólki og á hún heiður skilið. Ég vildi hins vegar að Gurrý og hennar fólk gæti verið ein um það að vera áhrifavaldur á aðlögun þessara kvenna og barna. Þannig og aðeins þannig á þetta fólk möguleika á að aðlagast.  

Ég er styð trúfrelsi en þetta fjallar bara ekki um það. Þetta fjallar um pólitík, og reglur og lög, um það hvernig samfélagið á að haga sér og við að lifa lífinu.  Þetta fjallar um jafnrétti, mannréttindi og þau lög og venjur sem eru nú þegar í þessu landi. Þetta fjallar um "the way of living" og ég vil halda mínu, fyrir mig og mína afkomendur. Það er það sem þetta fjallar um.

Sammála Jóhönnu þegar hún segir: "Við megum ekki láta landslög um jafnrétti kynjanna eða önnur mannréttindi víkja fyrir lögum trúfélaga"

Halla Rut , 28.9.2008 kl. 13:09

68 identicon

Halla Rut

Þú ert greinilega á móti Íslam og auk þess búin að mála allt svo svart. Hverning er það verður þú ekki bara að flytja þarna upp á Akranes og sjá til þess að þessir Íslam- karlar og palestínumenn kom ekki í heimsókn, ha? Halla Rut afhverju eigum við að bíða í eitt ár, því við höfum hér kvenfólk sem er fylgjandi þessari trú, já bæði giftar og ógiftar konur, er hafa reyndar búið hér í mörg ár og/eða "skauta sjálfar" um landið.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 15:03

69 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Síðast þegar ég vissi til var löglega skráðum trúfélögum á Íslandi gert að láta félagssamþykktir (eins og stjórnarsamþykkir fyrirtækja sem skýra eðli og tilgang félagsins) sínar fylgja skráningunni.Þetta á að koma í veg fyrir að á Íslandi geti starfað trúarhópar sem hafa á stefnuskrá sinni eitthvað sem gengur í blóra við íslensk lög. Íslensk lög skilgreina og ramma inn rétt fólks á landinu, þ.á.m. til að iðka trú sína á þann hátt sem það kýs, innan ramma laganna.

Að ætla ákveðnum hópi þá ætlan að vinna gegn lögum landsins, áður en eitthvað er komið í ljós sem bendir ótvírætt til að svo sé, gera heimsóknir trúsystkina tortryggilegar, og biðja fólk svo að sjá til, er kannski pólitík eins og Halla Rut skilur hana, en slíkt er líka að dæma fólk fyrirfram og það er kallað að hafa fordóma.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 15:44

70 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Heyr, Heyr, Bárður Heiðar Sigurðsson.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 17:01

71 identicon

Bárður Heiðar

Heldur þú að þetta fólk eða múslimar vita ekki að það séu hér lög og trúfresli? Svo og lög og reglugerðir gegn kúgun og árásum á trúarhópa eða aðra. Ég er á því eins og Sáli sagði hér:"Auðvitað má ekki setja alla múslíma undir sama hatt.."

 "Við megum ekki láta landslög um jafnrétti kynjanna eða önnur mannréttindi víkja fyrir lögum trúfélaga"

Jóhanna eru þetta ekki fordómar hjá þér , eða ert þú ekki að gefa í skin að múslimar ætli að láta landslög víkja fyrir lögum trúfélaga?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 17:30

72 identicon

Ekki Moskvu hér á Íslandi TAKK................

Res (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 18:09

73 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Um efni greinar Jóhönnu vil ég segja þetta um leið og ég þakka henni fyrir ágætan pistil.

Um leið og hræðslan yfirtekur samskipti okkar við fólk af öðrum menningarheimum er voðinn vís. Þessa uppivöðslusömu drengi hefði átt að reka á staðnum fyrir það eitt að sýna gestunum ókurteisi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 18:12

74 identicon

Múslimar hafa yfir höfuð engan áhuga að fara eftir neinum lögum, nema þeirra eigin . Hvernig lögleysa mun þá ríkja í þessu landi eftir nokkra áratugi ? ( Þið sjáið svarið í nágrannalöndunum ) Hættið þessu endemisrugli Þorsteinn og Svanur, og standið með okkur sem vilja halda friðinn í þessu landi . PLÍS !

Júrí (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 18:16

75 identicon

Ace

Vonandi ferð þú ekki að notast við þessa íslensku útgáfu af Kóraninum hans Helga Hálfdanarsonar (1993) hérna, því það eru margar rangfærslur í henni og auk þess sem margir múslimar telja ekki hentuga þar sem skilning á blæbrigðum vantar. 
 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 18:51

76 identicon

Júrí þú ert búinn að skjóta þig 2x illa í fótinn..

Enginn af múslimunum sem ég hef þekkt hefur allavegana sett gyðinga í sama flokk og apa. Og enginn þeirra fór aðeins eftir þeirra lögum heldur eins og þú alhæfir.

Vinur þú hefur ekki efni á því að segja neinum að hætta "endemisrugli" í þessum umræðum.

Stebbi (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:42

77 identicon

Juri

Múslimar hafa hins vegar áhuga á að fara eftir lögum, en hefur þú séð eða kynnt þér hvað þeir hafa að segja:  islam.is eða http://islam.is/podlinki/menu/LogFMI.pdf

"Markmið FMÍ eru að:

a) að gera múslimum á Íslandi kleift að iðka trú sína. b) að stuðla að jákvæðum viðhorfum þeirra er ekki fylgja Íslam til trúarbragðanna. c) að koma í veg fyrir hvers konar öfgar, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða, Íslam eða annarra, og að efla virðingu fyrir og umburðarlyndi gagnvart öllum trúarbrögðum. d) að vinna gegn hvers konar mismunum á grundvelli uppruna, ætternis eða trúarbragða."

Auðmýkt, hógværð, taumhald á ástríðum og girndum, sannsögli, heiðarleiki, þolinmæði, staðfesta og orðheldni eru meðal þeirra eiginda sem Kóraninn leggur hvað mesta áherslu á.. Þar stendur: “Og Guð elskar hina þrautgóðu.” (2,146).
“Keppið hver við annan um fyrirgefningu Herra yðar og um Paradís svo mikla sem himna og jörð, þá Paradís sem búin er réttlátum, þeim sem gefa ölmusu jafnt í meðlæti og mótlæti, þeim sem hemja reiði sína og fyrirgefa náunga sínum, - Guð elskar þá sem gott gera.” (3,133-134).
“Vertu staðfastur í bæninni, bjóð þú hið góða, og banna hið illa. Taktu með þolgæði hverju því sem að höndum ber. Það er skylda sem á öllum hvílir. Sýndu engum manni fyrirlitningu, og stíg þú eigi á jörðina með drambi. Guði er ekki hlýtt til hinna hrokafullu og hégómlegu. Gakk þú fram í hógværð, og talaðu lágum rómi. Af allri rödd er rymur asnans mest viðurstyggð.” (31,18-19.)

"Samfélagsskyldur
Kenningar Íslams um samfélagslegar skyldur byggjast á góðvild og tillitssemi. Þar sem almennt orðuð hvatning um að vera góður gleymist hæglega þegar á reynir, leggur Íslam áherslu á tiltekin góðverk og skilgreinir rétt og skyldur ýmissa mannlegra tengsla. Þar koma fyrst skyldur okkar við nánustu fjölskyldu - foreldra, eiginmann eða eiginkonu og börn, síðan koma aðrir ættingjar, vinir og kunningjar, ekkjur og munaðar-leysingjar, þurfamenn í samfélaginu, trúsystkini okkar í Íslam og meðbræður okkar og systur almennt og sérhver sköpun."
http://islam.is/podlinki/menu/si.htm

Svo eins og þú sérð þá hafa þeir áhuga að fara eftir lögum

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:53

78 identicon

Mér finnst fyndið þegar ofurkristnir segja enga mosku... hér er trúfrelsi sko, ef engar moskur þá engar kirkjur.
Best er að tækla málið með að taka alla trúarsöfnuði af öryrkjabótum, taka af þeim skattaívilnanir og herða eftirlit með þeim.... skoða efnið sem þeir dæla í fólk og stöðva þá sem brjóta gegn almennum lögum.
Banna fjárstuðning erlendis frá, Saudi er td gjarnt á að dæla peningum í svona og koma sínu dogma að.
Ég leyfi mér að minna á Omega sem selur fólki hvorki meira né minna en kraftaverk, takk fyrir.

Fólk ætti kannski að lesa biblíu og kóran... báðar bækur eru keimlíkar, sami ofsinn er í báðum bókum, aftökur fyrir engar sakir.... það eru bara nokkur hundruð ár af trúarlegri þróun sem aðskilur þetta dæmi allt saman.
Það var ekki fyrr en menn brutu kirkjuna af sér á vesturlöndum að fólk fékk frelsið sitt .... check it out.

P.S. JVJ er ómarktækur því kirkjan hans er örugglega mesta ógnarbatterí sögunnar.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 20:32

79 identicon

P.S. Og muna að trú er persónulegt dæmi.. íslam átti að vera þannig að engar moskur eða tilbeiðlsuhallir átti að þurfa... enga klerka... Jesú bað menn ekki að byggja kirkju og hrópa til hans á göum úti og í sjónvarpi, hann sagði mönnum að fara heim til sín og biðja þar einir í hljóði.
BANG svo komust trúarnöttar með valdasýki inn í dæmið og síðan höfum við verið að myrða fyrir guðina... myrða og sníkja, selja kraftaverk.. bla bla

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 20:45

80 identicon

Hér virðist þurfa skilgreiningu á því hvað er trú og hvað er pólitískt trúkerfi. Það virðist mega túlka helstu trúarrit eingyðis trúarbragðanna sem forskrift að lögum.

 Vesturlandabúar eru ófeimnir við að skilgreina þjóðfélagsgerð sína út frá sínu trúarriti. Ef við ætlum að vera sjálfum okkur samkvæm þá verður að leyfa muslimum að koma með sitt kerfi með sér, nema hvað. Og síðan líka allir hinir 

Vilji menn ná einhverri lendingu þá setja menn lög og halda þau burtséð frá ÖLLUM trúarkreddum. Að Því leiti getum við verið sammála Þorgeiri ljósvetningagoða að ekki er fært að hafa tvenn lög í landinu, hvað þá fleiri.

Ég ítreka að það er ekki hægt að leysa þessi mál nema skilja alla trúarstarfsemi frá löggjöfinni og öllum opinberu kerfunum. Enginn afsláttur og engin sérkjör. Þá fyrst getur fólk með allavega sérþarfir í trúmálum gengið um sömu götuna.

Skuggabaldur (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 21:13

81 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skuggabaldur; Hvað Ísland varðar ertu að tala um aðskilnað kirkju og ríkis. Aðrir trúarhópar eru algjörlega aðskildir ríkinu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 21:18

82 identicon

Svanur trúarhópar eiga ekki að fá skattaívilnanir... ekki nema hugsanlega að trú verði skilgreind sem fötlun.
Svo þarf að herða eftirlit með þessum hópum.... td ætti alltaf að vera borði á skjánum hjá Omega sem segir: Varúð allt sem þessir menn segja er algerlega óstaðfest með öllu, engar lækningar eða neitt slíkt hefur verið sannað með rannsóknum... ofl ofl.
Ríkið verður að verja þegna sína fyrir svona rugli.... það þarf að setja hámark á hvað má gefa þessu liði... nú er Omega langt komnir með að snapa peninga út úr fórnarlömbum... þeir fá að kalla sig postula ef þeir gefa Omega 700 þúsund kjell... ef þeir gefa meira... þá fá þeir bók sem enginn vill kaupa...
Sick Nígeríusvindl sem enginn virðist vilja taka á

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 21:27

83 identicon

Svona nú Svanur ekki misskilja mig viljandi. Auðvitað á ég við það. Aðrir hópar gætu farið að banka á þær dyr, ef menn vilja vera "sanngjarnir og réttsýnir". Bretar eru farnir að gera tilslakanir til muslima í sinni löggjöf. Sem þarf ekkert endilega að vera alslæmt , er þó æði umdeilt. Lögin eiga að stuðla að réttlæti og jöfnuði allra þegna landsins, samkvæmt ströngustu kröfum um mannréttindi.

 Nú veit ég að þú vilt svara með einhverju í þá áttina að það sem er réttlátt hjá einum er ekki réttlátt hjá öðrum. Það er meðal annars mismunandi milli trúarbragða. Lausnin er að losna við alla þessar kreddur úr lögjöfinni og opinberu kerfunum.

Skuggabaldur (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 22:08

84 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skuggi: Nei ég er alsekki á því að ríkjandi löggjöf verði á einhvern hátt löguð að Saría lögunum t.d. Það væri klár afturför. Í Bretlandi eru þeir að gera tilraunir með að leyfa múslímum sjálfum að skera úr í minniháttar málum sem venjulega eru í höndum "málamiðlara" hvort eð er. Allt í lagi, en það kemur aldrei til að þeir fái að gera eitthvað sem brýtur í bága við breska löggjöf.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 22:23

85 identicon

Það er trúfrelsi á Íslandi er það ekki?

Hvassorð (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 23:53

86 Smámynd: Halla Rut

Sæl öllsömul - aftur.

Þurfti að aka til RVK frá AK svo ég hef ekki náð að svara fyrir mig hér í dag. En--Svanur: mikið finnst mér leiðinlegt að sjá svo vel gefinn og vel lesinn mann sem þig, vísvitandi snúa út úr orðum mínum til að sverta málstað minn. Maður sem er eins vel skrifandi og þú þarft ekki að nota slíkar aðferðir. Mál þitt og vit á að duga til að koma þínum sjónarmiðum á framfæri.

Ég er EKKI að halda því fram að þessar konur séu að plotta eitthvað heldur er ég að segja að múslímar, og þá karlar, hér á landi eigi sennilega eftir að ráðskast með þær. Við hér á Íslandi erum svo saklaus og svo vön jafnrétti og almennum mannréttindum að við getum ekki ímyndað okkur hvernig lífið er þegar þau eru tekin af okkur. Við skiljum illa hvernig það er að alast upp í algjöru karlaveldi og höldum í einfeldni okkar að þær eigi eftir að smella beint inn í okkar heim. Þær gætu það kannski með hjálp Gurrýjar og hennar vinum en .... karlar þeirra menningaheima eiga, sennilega, eftir að koma í veg fyrir það.

100% á að hjálpa þessum konum og börnum og við gerum það best með því að halda körlunum frá þeim.

Tíminn mun leiða sannleikann í ljós.

Ég er ekki á móti múslímum sem fólki heldur er ég á móti því karlaveldi sem Íslam boðar.

Halla Rut , 29.9.2008 kl. 00:03

87 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þorsteinn spurði: "Jóhanna eru þetta ekki fordómar hjá þér, eða ert þú ekki að gefa í skyn að múslimar ætli að láta landslög víkja fyrir lögum trúfélaga?"

Æ, æ, er ég svona fáfróð Þorsteinn?   Veist þú ekki að Kóraninn er æðsta úrskurðavald í málefnum íslamskra þjóðfélaga? Fyrir strangtrúarmúslima þá eru landslög og trúarlög eitt og hið sama.  Eigum við að treysta því að hingað komi engir strangtrúaðir?

Sammála Höllu Rut að við þurfum að standa vörð um mannréttindi þeirra kvenna sem hingað koma til lands, ef svo má að orði komast. Dásamlegt fyrir þær að komast í land þar sem þar sem konur og karlar eru bæði tveggja kinda virði!* ....

*Var fyrir einhverju síðan að kenna í grunnskóla um Íslam og þá stóð í kennslubókinni að fórnað væri tveimur kindum fyrir stráka en aðeins einni fyrir stelpur! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.9.2008 kl. 00:42

88 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jæja, það er komin nótt - mikið hefur verið spjallað og skeggrætt. Munum bara eitt:

Veröldin er ekki svart/hvít  og það hafa í raun flestir rétt fyrir sér að einhverju marki. Markmiðið með umræðunni verður auðvitað að vera sú að gera heiminn upplýstari og betri en ekki verri.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.9.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband