Doktor Phil er að byrja...

Ég var að koma heim úr vinnunni, er eiginlega veik en er ein af þessum ómissandi í vinnunni að eigin áliti. Ég er búin að sjúkdómsgreina mig með sýkingu í kinnholum og svo er spurning hvort að næstu virkjunarframkvæmdir á Íslandi verði við nefið á mér. Shocking Í gærkvöldi gerði ég allt sem ég er á móti, þ.e.a.s. pillulega séð - tók bleikar/svartar pillur, íbúfen, bar voltaren krem á kinnina, lá síðan með andlitið á hitapoka - eftir að ég fór í heitt bað, ... fann svo Otrivin úða til að úða í nebbann - en mér leið þannig að eina sem myndi duga væri Cillit Bang en ekki Otrivin.

Það var einn plús (að vísu margir) við að fara í vinnuna, því að samstarfsmanni mínu leist ekki á heilsufar mitt og hringdi í son sinn sem "happens to be" háls, nef og eyrnalæknir, svo mín er komin með tíma hjá Doktórnum.

Þegar ég er lasin er náttúrulega best að sofa EÐA gleyma sér og horfa á eitthvað rugl og bull. Nú ætla ég að horfa á Doktór Phil, sem er með einhvern stefnumótaþátt...

... Hann  Dr. Phil, er með þrjá gaura, einn feitan, einn lítinn og einn sköllóttan... og ætlar að reyna að kenna þeim að koma sjálfum sér út...

Ef það kemur eitthvað af viti út úr þessum þætti, þá adda ég því í athugasemdir.

Cool ..

Well .. það fyrsta sem kemur í ljós í þessum þætti er að konur laðast að óþökkum..Old News..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Láttu þér nú batna Jóhanna mín, ógeðslegur svona vírus í ennisholum.  Dr. Phil er svo sem allt í lagi þegar maður hefur ekkert annað við að vera.

Ía Jóhannsdóttir, 30.9.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Dr. Phil er fyrir allskonar vandamál, innan fjölskyldunnar, á milli para, vina, mæðgna, feðgna, mæðgin, feðgin og bara nefndu það!

Einu sinni sá ég 13 ára stelpu hvarta yfir foreldrum sínum sem létu allveg eins og unglingar, kyssandi hvort annað hvar sem það var...

.. þetta fullorðna fólk er svo skrííítiiið

En láttu þér batna mín kæra!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.9.2008 kl. 18:27

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Ía mín, ... þátturinn var frekar þunnur, ég þakka góðar batakveðjur, ég er farin að halda að ég sé bara ónýt!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.9.2008 kl. 18:30

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sendi mínar bestustu batnaðarkveðjur! Þú ert ekkert ónýt, bara lasin addna, bara fá góðan skammt að doxýtap....þá verður góð á nokkrum dögum, binn ðer !

Sunna Dóra Möller, 30.9.2008 kl. 18:34

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Róslín ... greyið þessi 13 ára!! .. En nú er Rachel Ray að byrja og Clay Aiken úr American Idol er með henni .. veiiii.. Þori varla að skipta yfir á fréttatímann, því mér gæti versnað eins og krónunni og efnahagsástandinu..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.9.2008 kl. 18:34

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hæ, þú þarna líka Sunna - nei, ég er auðvitað dramadrottning.  .. Fæ vonandi eitthvað pensillín á morgun til að losa mig við þessa sýkingu.

Takk, takk  ... verð að vera orðin góð fyrir sunnudag, en þá ætla ég með ungana mína í skólanum í fjallgöngu!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.9.2008 kl. 18:38

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Farðu vel með þig heillin

Jónína Dúadóttir, 30.9.2008 kl. 19:15

8 Smámynd: Ragnheiður

Farðu vel með þig sæta.

Mér líst nú illa á úrvalið hjá dr Phil.

En útlit er svosem afstætt. Minn kall er td hár, með perustefni og orðinn þunnhærður...ég vil samt bara hann.

Ragnheiður , 30.9.2008 kl. 19:22

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þú hefðir þurft að komast í kjösósuna mína, fullt af lauk, hvítlauk, jalepeno og öðru góðu gúmmolaði. Hreinsar út úr ellisholunum í hvelli. Heitt toddy á eftir. Works like magic!

Rut Sumarliðadóttir, 30.9.2008 kl. 19:32

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Farðu vel með þig og góðan bata. 

Marta B Helgadóttir, 30.9.2008 kl. 19:35

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Jónína mín, .. 

Ragga, sem gengur undir nafninu Horsí og lítur út eins og kettlingur,  við höfum s.s. báðar  hitt Mr. Right ...or us.

 Slurp, Rut - þessi kjötsósa hljómar vel, var að fá mér brauð með avocado og pipar, Mr. Right er enn á skrifstofunni, svo engin þjónusta er í boði þessa stundina.

Takk Marta mín.

p.s. Er mafía á Íslandi ? - hver skyldi vera The Don?   .. er sko að stelast til að horfa á fréttir/Kastljós, þrátt fyrir að þær séu kvalafullar...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.9.2008 kl. 20:00

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Úfff....er að horfa á Kastljós og er gjörsamlega týnd og jafnvel týndari en eftir atburðina í gær! Ef einhver finnur mig, á sá/sú hin sama láta mig vita...!

Sunna Dóra Möller, 30.9.2008 kl. 20:17

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ááááááááiiiiiiii - baráttukveðjur Jóga mín

Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2008 kl. 22:05

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Don Oddsson?  Láttu þér batna

Sigrún Jónsdóttir, 30.9.2008 kl. 23:46

15 Smámynd: Laufey B Waage

Vonandi batnar þér fljótt og vel. Njóttu tölvu, sjónvarps og góðra bóka á meðan.

Laufey B Waage, 1.10.2008 kl. 08:47

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Batakveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2008 kl. 09:42

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, er það ekki Oddsson, Sigrún, sem er strengjabrúðustjórinn í þessu brúðuleikhúsi okkar?  

Þakka batakveðjur, einnig Laufey, Jenný og Jóna..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.10.2008 kl. 11:27

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Niðurstaða Doktórsins sem ég heimsótti í morgun,  eftir að bora tækjum upp í nefið á mér (fékk að vísu deyfingu áður) og skoðun á hálsi og viðtal:  

Sú sama og mín: kinnholusýking og þarf að bryðja pensillín (passa að drekka LGG) í heilan mánuð, en þar að auki á að fjarlægja hálskirtla, svo það má alveg fara að vorkenna mér fyrir alvöru.  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.10.2008 kl. 11:59

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég sé að vælugangur  minn er kominn í "heitustu" umræður og vil því nota tækifærið að auglýsa "bleiku slaufuna" sem er mjög kjút í ár, komin með eina í barminn - og sé eftir að hafa ekki keypt í leiðinni fyrir dætur og stjúpdætur (því miður á ég ekki tengdadóttur ennþá) ... en ég bæti úr því, sko að kaupa handa þeim, en ég er víst algjörlega valdalaus í tengdadótturleysinu!  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.10.2008 kl. 12:16

20 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

"Well .. það fyrsta sem kemur í ljós í þessum þætti er að konur laðast að óþökkum..Old News..".

Ég hef lengi haldið þessu fram.

Sigurður Sigurðsson, 2.10.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband