Hituðum upp fyrir Hellisheiði á Korputorgi ...

Í dag, klukkan 13:00, er komið að annarri af tveimur árlegum fjallgöngum sem ég fer með nemendum. Sl. vor gengum við á Keili í sól og blíðu, en veðrið virðist ekki ætla að leika við okkur í dag.

Fjörutíu nemendur hafa skráð sig til göngu á Skálafell á Hellisheiði, þetta verður hálfgerð óvissuferð þar sem ég (fararstjórinn) hef ekki gengið þarna áður. Kemur að vísu fram í fjallabókinni minni að þarna sé auðratað. "Afnotamaður" minn (nýjasta heitið yfir sambýlismann sem fengið er frá Millu bloggvinkonu) ætlar að ganga með eins og hann hefur gert áður.

Vegna þess að ég hef verið veik, hef ég lítið hreyft mig undanfarið. "Hreyft" með skilgreiningunni að ég hef ekki stundað mikla líkamsrækt.  Ekkert spinning, pilates, aerobik, Yoga, fjölþjálfar, ganga eða hvað þetta nú allt heitir .. svo ég fer í þessa göngu eiginlega beint upp úr sófanum, svo lítil er upphitunin ...

Nema að í gær fórum við nefnilega í Rúmfatalagerinn á Korputorgi, risa, risa, rúmfatalager - versluðum nú eitthvað pinku, en stefndum svo á Ilva sem er í hinum endanum. Ekki tók ég tímann, en hann var drjúgur spottinn verslana á milli, svo leng hússins minnti helst á álverið í Straumsvík! Þetta var minn lengsti göngutúr í langan tíma. Langimangi hvað?

Ilva er með fullt af fallegum vörum, en verðlagið ekki í stíl við verðlag Rúmfatalagers. Eflaust líka "hyskislegra" (svo ég vitni í hégómafærslu Jennýjar) að standa  fyrir utan Rúmfó og reykja en Ilva. LoL

Jæja, ég get ekki sagt ég sé að deyja úr spenningi að fara að ganga í kaldri slyddu á Hellisheiði, og eins gott að klæða sig vel, brrrr... vonandi hefur Korputorgið dugað til að koma mér í göngugírinn! ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóhanna.

Skilyrðislaust farðu vel með þig.En gangi þér umfram allt vel í þessu "brölti" þínu.

Góðan og ljúfan daginn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 09:01

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Komdu heil til baka með allan hópinn þinn í eftirdragi.  Góða skemmtun.

Ía Jóhannsdóttir, 5.10.2008 kl. 09:22

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir góðar óskir, - komum vonandi öll heil heim, mér heyrist rigningin vera að færast í aukana. Regnið er mjög gott fyrir húðina!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.10.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband