"Hurðinni skellt" í andlit viðskiptavinarins á kaffiteríu Kjarvalsstaða

Ég rakst á stutta grein um barnvæna Kjarvalsstaði í einhverju fréttablaðanna í morgun, rugla þeim alltaf saman. Þar var sagt frá því hvað það væri sniðugt að fara með ungana á Kjarvalsstaði og fá sér kaffi og með því, því aðstaðan væri góð...hmm...

Fyrir hálfum mánuði fórum við þrjú ég og Tryggvarnir tveir  í bíltúr og litum við á Kjarvalsstöðum. Keyptum listaverkabók Braga, sem hann áritaði og röltum síðan um salina, þar sem verk hans voru til sýnis.

Á röltinu, fundum við ilminn af kaffi og bakkelsi og ákváðum að fá okkur hressingu á kaffiteríunni. Fórum að vísu ekki þangað strax, þar sem við ákváðum að kíkja örstund á Kjarval ,,sjálfan" fyrst, þar sem við vorum komin á annað borð.

Jæja, við þrjú gengum svona næstum slefandi að afgreiðsluborðinu, verið var að afgreiða konuna á undan okkur, svo við biðum. Þegar hún hafði fengið bakkann sinn og greitt, hóf ég upp raust mína og ætlaði að fara að biðja um kaffibolla en þá sagði sú sem stóð í afgreiðslu. "Það er búið að loka" .. si svona. Klukkan var 16:43, svolítið óskýr tími á lokun. Við reyndum að fá nánari svör, en þá sagði konan að þær þyrftu að hafa tíma til að ganga frá og nú væri bara lokað.

Ekkert "Æ mér þykir það leitt" eða eitt né neitt í þeim dúr, bara lok og bless ("I couldn´t care less about you guys"). Safnið lokar s.s. klukkan 17:00 svo ég vil a.m.k. vara aðra við að kaffiterían lokar á einhverjum óræðum tíma á undan safninu, í þessu tilviki sautján mínútur í fimm.

Við enduðum i kaffi á Kaffi Milanó, sem var auðvitað ekki slæmt, en samt með einhvern pirring í farteskinu sem var algjörlega óþarfur og kemur af óviðeigandi framkomu.

Ég var algjörlega búin að jafna mig á þessu, enda ég hamingjusöm kona svona generalt sem lætur ekki smámuni setja mig út af laginu, en æi, þegar þessi klausa birtist svo í morgun um kaffiteríuna þá rifjaðist pirringurinn upp - og langar að setja þetta hér öðrum til viðvörunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það átti sko greinilega ekki að vinna mínútu lengur en til 5

Huld S. Ringsted, 5.10.2008 kl. 11:28

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er svo íslenskt.  Þjónustulund er eitthvað sem þetta fólk hefur ekki lesið um.  Svo það þykir bara gott og gilt að loka korteri fyrr en ætlað er til að þurfa ekki að vera lengur í vinnunni.

Smekklegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2008 kl. 11:42

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ja hérna hér.

Rut Sumarliðadóttir, 5.10.2008 kl. 11:58

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þegar auglýst er að opið sé til fimm þá á að vera opið til fimm. Punktur! Ótrúlega lélegt viðmót og algjör skortur á þjónustulund.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.10.2008 kl. 12:03

5 Smámynd: M

Því miður þá er þetta svo algengt hér á landi þessi takmarkaða þjónustulund. Kannski breytist það við versnandi ástand landsins.

Þú varst í draumum mínum í nótt kona. Og ég hef aldrei hitt þig. Kannski las ég bloggið þitt síðast áður en ég fór í bælið hahaha

M, 5.10.2008 kl. 12:31

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Alls ekki gera meira en það sem stendur í starfslýsingunni... aldrei

Jónína Dúadóttir, 5.10.2008 kl. 12:40

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já ég hef oft orðið fyrir svona þjónustleysi á Íslandi. Versta er að engin kippir sér neitt sérstaklega upp við svona framferði.

Ía Jóhannsdóttir, 5.10.2008 kl. 17:14

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir komment, við urðum satt að segja alveg steinþegjandi hissa á þessu og hreinlega nenntum ekki að fara að rífast í konunni. Eflaust hefði það heldur ekki haft neitt upp á sig heldur. Okkur þótti bara hið undarlegasta mál að hafa safn opið til fimm en hætta að selja kaffi einhverjar x mínútur fyrirfram. - 

Heyrðu M, það er naumast - hvað ætli ég hafi verið að bauka í þessum draumi?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.10.2008 kl. 17:26

9 Smámynd: Birna M

Ég er hissa á þessari framkomu, finnst hún léleg og þörf á að endurskoða ráðningarsamninga viðkomandi. Þegar opið er til fimm er opið til fimm og frágangur er eftir lokun, það lærði ég alltaf. Það var hægt að vinna í haginn á bakvið en heilaga reglan er að loka ekki fyrr en lokar. Sé maður lengur að ganga frá fær maður borgaða yfirvinnu.

Birna M, 6.10.2008 kl. 08:55

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það liggur misjafnlega á fólki þessa dagana

Sigurður Þórðarson, 6.10.2008 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband