Frá nauðungarlögum til faðmlaga..

Kom heim eftir langt ferðalag í morgun, svalur íslenskur vindur tók á móti mér, en svo komu þeir tveir:Tryggvarnir (53 og 5 ára - eins og í Séð og Heyrt) með heita faðma. Ég hafði kvatt Völu og Jake á flugvellinum og ég var búin að ákveða að grenja ekki, þó mig langaði til þess. Það er alltaf svo skrítið að kveðja börnin sín. Fékk meira að segja tár í augun þegar ég kvaddi Simba, litla hundinn þeirra, en á milli okkar kviknaði strax gagnkvæm "ást".. Ég leit á póstinn minn í morgun, eftir að Tryggvarnir héldu á brott til skóla og vinnu og sá þá að ég var búin að fá nokkur bloggfaðmlög, og eftir að ég kannaði það betur sá ég að þetta var nýr "fítus" á blog.is.

Þakka fyrir að ekki voru send á mig nauðungar-eða herlög. Það var fleira í pósthólfinu, en Inga frænka, systir pabba, sendi póst á stórfjölskylduna að núna væri tími til að hittast og auðvitað er ekkert yndislegra en að smala saman mannauðnum þegar annar auður lekur niður í ræsið (goes down the drain). Ferðin út var vel heppnuð en full stutt auðvitað miðað við langt flug. Ég svaf fulllengi í dag, þannig að ég gat ekki sofnað og er því að blogga smá. Valan mín og Jake tóku glæsilega á móti mér og létu mér líða eins og drottningunni af Saba! Skemmtileg stemmning í þessum bæ; Delray Beach, en á morgnana stökkva þau út á Starbucks með Simba í bandi, setjast niður og ræða pólitík og önnur mál með amerískum Ítölum, eða ítölskum Ameríkönum. Tounge Ekki ósvipað og í heitu pottunum hér í Reykjavík, þar eru að vísu mest Íslendingar! Ætlaði að láta hér fylgja myndir af fallega fólkinu í Ameríku og voffanum, en kerfið að stríða mér svo ég geymi það. Sendi hér eitt stykki faðmlag á alla sem lesa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Faðmlag til baka og velkomin heim

Ragnheiður , 17.10.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Velkomin heim og faðmlag frá mér

Sigrún Jónsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:45

3 Smámynd: Anna Guðný

Knús í hús.

Anna Guðný , 17.10.2008 kl. 01:29

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Velkomin

Jónína Dúadóttir, 17.10.2008 kl. 06:14

5 Smámynd: M

Velkominn heim

M, 17.10.2008 kl. 10:40

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Velkomin heim. Við þurfum á okkar besta fólki að halda.

Sigurður Þórðarson, 17.10.2008 kl. 11:28

7 identicon

Stórt faðmlag til baka á þig, Jóhanna mín og velkomin aftur heim til Íslands!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:56

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Þið eruð ekkert smá kjút ... Takk fyrir hlýjar kveðjur!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.10.2008 kl. 13:11

9 Smámynd: Brynja skordal

Velkomin heim og hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 17.10.2008 kl. 13:20

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Velkomin heim Jóhanna mín og ég sendi þér ljós og hlýjar kveðjur.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.10.2008 kl. 14:01

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkomin heim mín kæra.  Gott að hafa fólk á sínum stað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 14:23

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta hefur greinilega verið æðislegt ferðalag. Velkomin heim!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.10.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband