Sjálfsmynd þjóðar... frelsi, jafnrétti og náungakærleikur á að vera okkar stolt

Ég horfði með öðru auganu á þátt á RUV þar sem dönsk kona fylgdi okkur í ferðalag um Katar. Þar var rætt við arabísk ungmenni. Þau voru bæði frekar frjálslynd.

Það sem vakti athygli mína var það sem ungi maðurinn sagði; hann sagði að mikið af unga fólkinu væri í sjálfsmyndarkreppu vegna uppruna síns; þau skömmuðust sín fyrir að vera Arabar. Það er auðvitað sorglegt.

Undanfarið hef ég heyrt fólk tala um, svona frekar í gamni en alvöru, að það skammist sín fyrir að vera Íslendingar, og væri eflaust hálfhrætt við að viðurkenna þjóðerni sitt væri það statt t.d. í Bretlandi eða Danmörku.

Rasismi er meðal annars fólginn í því að líta stærra á sig en aðra vegna kynþáttar eða trúar. Kynþáttahyggja er íslenska orðið. Við vitum öll að við gætum setið í herbergi með góðu fólki af öllum stærðum og gerðum, kyni, kynþætti, kynhneigð og það gætu allir verið góðar manneskjur.

Þegar ég skrifaði um Moskur nýlega, snérust áhyggjur mínar í þá áttina að múslimar teldu lög sín og trú æðri lögum sem gilda á Íslandi. Ég hafði líka áhyggjur af því ójafnvægi sem virðist ríkja milli kynja hjá þeim sem eru róttækir í trú sinni á Íslam. Misréttið má ekki flytja með inn í landið.  

Við höfum nú þegar trúfélög sem leggja blessun sína á misrétti kynjanna. Kaþólska kirkjan leyfir konur ekki í embætti presta og margir minni bókstafstrúarsöfnuðir hengja sig enn á það að maðurinn sé höfuð konunnar, "as if he was god!"

Ég er á móti þeirri hyggju að telja sig æðri náunga sínum, vegna m.a. kynþáttar, kyns, kynferðis o.s.frv.

Í framhaldi af þessu vil ég hvetja okkur öll til að standa stolt. Stolt fyrir það að þrauka þessar stóru öldur sem á okkur skella. Stolt fyrir að standa með náunga okkar og vera heil.

Verum stolt, kurteis og föllum ekki í sömu gryfju og þeir sem úthrópa Íslendinga, reka þá út úr töskubúðum í Köben eða  gæludýrabúðum í Glasgow. Förum ekki niður á þann "level." Það hafa örugglega verið margir kaupmenn í bæði Köben og Glasgow sem hafa verið prúðir og borið virðingu fyrir sínum viðskiptavinum.

Nú höfum við aðeins fengið að kenna á eigin meðali .. þ.e.a.s. varðandi framkomu við útlendinga. Kona frá Litháen skrifaði í blöðin í morgun og sagðist ekki fá leigt. Hún lendir í því að "borga" fyrir samlanda sína sem hafa verið hér í glæpagengi eða einhverju álíka.

Það myndi samt enginn úthýsa mér ef ég sækti um sama húsnæði, vegna framkomu Benna Ólsara eða annarra íslenskra handrukkara. Samt er ég alveg þrælíslensk (eins og þeir).

Látum ekki vaða yfir okkur,  en vöðum heldur ekki yfir aðra saklausa borgara. Stöndum vörð um það frelsi sem á Íslandi ríkir, málfrelsi, trúfrelsi og jafnrétti.

Því getum við verið stolt af og það styrkir sjálfsmynd okkar sem þjóðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Djö.... er þetta góð færsla hjá þér, Jóga, og líka mjög upplífgandi að bæði lesa og líta öðrum augum á efnahagsvanda þjóðarinnar og það að þú beinir líka fókusnum annað. Ég tek algjörlega hattinn ofan fyrir þér fyrir þessa færslu, hún er svo kærkomin og flott inn í okkar einslitu umræðu um sama stöffið endalaust....

..... og svo er ég algjörlega sammála þér þar að auki

Lilja G. Bolladóttir, 22.10.2008 kl. 02:11

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er svo innilega sammála hverju einasta orði sem þú skrifar hérnaTakk fyrir þetta

Jónína Dúadóttir, 22.10.2008 kl. 05:44

3 Smámynd: Anna Guðný

Heyr heyr, eins og talað úr mínum munni. Má ég fá að copya færsluna þína yfir til mín? Hlakka svo bara til að verða jafngóður penni og þú.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 22.10.2008 kl. 11:03

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 22.10.2008 kl. 11:06

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þakka ykkur fyrir mínar elskulegu. Mikið er ég fegin ef að þessi skrif gefa eitthvað gott af sér.  Þakka hólið  .. verð bara feimin.

Vildi þó taka fram varðandi það að ég segi að jafnrétti ríki hér. Við erum ekki komið með fullkomið jafnrétti, en þó erum við komin mjög langt í jafnréttisátt og höldum ótrauð áfram. Lögin eru jafnréttismegin, annað en gildir til dæmis í mörgum Arabalöndum, eins og fram kemur.

Anna Guðný, endilega dreifðu þessu eins og þú vilt. Til þess er "leikurinn" gerður.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 11:27

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóga þessi færsla er brilli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 11:41

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Thanks a lot Jenný.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 12:07

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Jóga, mjög fín færsla hjá þér kona. get ég fengið eitthvað af þessari jákvæni senda í pósti?

Þú ert alger snúlla.

Rut Sumarliðadóttir, 22.10.2008 kl. 12:08

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þessi er alveg spes fyrir þig Rut mín:   .. Reyndu að horfa á hann og setja upp áhyggjusvip! .. (held það sé ekki hægt)

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 13:14

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

P.s. Þú ert líka snúlla Rut

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 13:15

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég tek svo sannarlega undir þessa færslu hún er snilld og hef ég sjálf oft talað um þá virðingu sem vantar í okkur gagnvart hvort öðru og okkar skoðunum.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 21:11

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Virðing er orðið Milla!

Knús

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 21:56

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flott færsla

Sigrún Jónsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:50

14 identicon

Sæl Jóhanna.

Góð færsla.

Kærleikskveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 03:23

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sigrún.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.10.2008 kl. 08:53

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 ..Thanks Galdrar! og  kærleikskveðja til þín Þórarinn.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.10.2008 kl. 08:55

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góð færlsa Jóhanna mín, og ert þú hér með klukkuð!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.10.2008 kl. 10:30

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ha, ha, ha .. ætlaði að fara að röfla um það að það væri nú þegar búið að klukka mig 3svar en sé að það er kominn nýr klukkleikur. Gott þú skrifaðir að ég væri klukkuð en ekki klikkuð!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.10.2008 kl. 11:24

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir klukkið annars og athugasemdina, geri þetta klukk eflaust í kvöld eftir að ég hef eldað kálbögglana (kreppubögglana) en slíkan mat hef ég ekki eldað tja.. í þúsund ár, þar sem kjötfars hefur ekki átt upp á pallborðið hjá minni.

Börnin mín eru sjúk í kjötbollur í brúnni sósu og kálböggla - og meira að segja bjúgu.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.10.2008 kl. 11:27

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Allar götur hafa börn viljað kjötfarsbollur eða bjúgu því er nú ver, en núna er þetta bara ekki í boði á mínu heimili, að mínu mati er þetta ekki matur að sjálfsögðu dillur kannski í mér en þó.
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband