Fyrir Emil..

Volaða land,
horsælu hérvistar slóðir,
húsgangsins trúfasta móðir,
volaða land!

Hafísa land,
ískrandi illviðrum marið,
eilífum hörmungum barið,
hafísa land!

Vandræða land,
skakkt eins og skothendu kvæði
skapaði guð þig í bræði,
vandræða land!

Drepandi land,
búið með kjark vorn og kjarna,
kúgandi merg þinna barna,
drepandi land!

Vesæla land!
Setið er nú meðan sætt er,
senn er nú étið hvað ætt er
vesæla land!

Hrafnfundna land,
mun þú ei hentugast hröfnum?
Héðan er beint vorum stöfnum,
hrafnfundna land!


Matthías Jochumsson
1835-1920

Var að tala við bróður minn sem er í mastersnámi í guðfræði í henni Köben, og er að lesa ævisögu Matthíasar Jochumssonar. Hann benti mér á þetta kvæði - svona í stemninguna hér!  

Ef þú ert ekki búin/n að lesa hugleiðingar mínar um sjálfsmynd þjóðar, þá er hún hér. Hún er ekki í þessari stemningu Matthíasar, en ljóðið er gífurlega sterkt og ort inn í ástand sem var mun, mun, mun þyngra en er í dag. Þá var fólk að missa börnin sín úr veikindum og vosbúð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Best að kommenta hjá sjálfri sér. Emil er frændi minn sem ég fann hér á blogginu, en hann kvartaði undan því að þetta bölsýnisljóð hefði fallið út í morgun. Ég hafði verið að fikta í færslunni og óvart ýtt á fela færslu í stað vista. Síðan tók ég ekkert eftir því.

Hann var ekki eins hrifinn af rósabaðshugmyndinni í færslunni sem ég gerði á eftir, enda af öðrum toga.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.10.2008 kl. 18:26

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Æ þakka þér fyrir, þetta er alveg unaðslega flott kvæði og herðir okkur bara upp. Hér á landi hefur lífið ekki alltaf verið dans á rósum.

Emil Hannes Valgeirsson, 23.10.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hrollvekjandi ljóð

Sigrún Jónsdóttir, 24.10.2008 kl. 00:02

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vó... ekki hefur ástandi verið gæfulegt þegar hann orti þettaEigðu góðan dag mín kæra og gangi þér vel

Jónína Dúadóttir, 24.10.2008 kl. 07:28

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Humm.. kemur heim og saman við það sem ég er búin að vera að pæla í lengi, því miður.  En vonum að það birti um síðir.

Ía Jóhannsdóttir, 24.10.2008 kl. 07:56

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir innlit!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.10.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband