Fimmtudagur, 23. október 2008
Fyrir Emil..
Volaða land, |
Matthías Jochumsson 1835-1920 |
Var að tala við bróður minn sem er í mastersnámi í guðfræði í henni Köben, og er að lesa ævisögu Matthíasar Jochumssonar. Hann benti mér á þetta kvæði - svona í stemninguna hér!
Ef þú ert ekki búin/n að lesa hugleiðingar mínar um sjálfsmynd þjóðar, þá er hún hér. Hún er ekki í þessari stemningu Matthíasar, en ljóðið er gífurlega sterkt og ort inn í ástand sem var mun, mun, mun þyngra en er í dag. Þá var fólk að missa börnin sín úr veikindum og vosbúð.
Athugasemdir
Best að kommenta hjá sjálfri sér. Emil er frændi minn sem ég fann hér á blogginu, en hann kvartaði undan því að þetta bölsýnisljóð hefði fallið út í morgun. Ég hafði verið að fikta í færslunni og óvart ýtt á fela færslu í stað vista. Síðan tók ég ekkert eftir því.
Hann var ekki eins hrifinn af rósabaðshugmyndinni í færslunni sem ég gerði á eftir, enda af öðrum toga.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.10.2008 kl. 18:26
Æ þakka þér fyrir, þetta er alveg unaðslega flott kvæði og herðir okkur bara upp. Hér á landi hefur lífið ekki alltaf verið dans á rósum.
Emil Hannes Valgeirsson, 23.10.2008 kl. 21:26
Hrollvekjandi ljóð
Sigrún Jónsdóttir, 24.10.2008 kl. 00:02
Vó... ekki hefur ástandi verið gæfulegt þegar hann orti þettaEigðu góðan dag mín kæra og gangi þér vel
Jónína Dúadóttir, 24.10.2008 kl. 07:28
Humm.. kemur heim og saman við það sem ég er búin að vera að pæla í lengi, því miður. En vonum að það birti um síðir.
Ía Jóhannsdóttir, 24.10.2008 kl. 07:56
Takk fyrir innlit!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.10.2008 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.