ABC ....

Tracy Nakiyingi

Þegar ég heyrði af vopnaða ráninu hjá ABC og heyrði neyðarkall þeirra ákvað ég að ég yrði að gefa eitthvað smá. Ég er a.m.k. ennþá aflögufær.  Ég hef verið styrktaraðili að líkamsræktarstöð Shocking og get því alveg eins, og miklu frekar, verið styrktaraðili barns. Ég féll alveg fyrir einlægum augnsvip þessarar 5 ára stelpu frá Úganda, sem er fædd 3.október 2003. Það var að vísu erfitt að velja og hefði ég viljað styrkja öll börnin.

Með því að styðja eitt barn, hjálpum við því með skólagöngu, læknishjálp og það fær eina máltíð á dag. Ef þú vilt styðja barn eða styðja ABC á annan hátt  smellir þú hér og fyllir inn þínar upplýsingar.

Ég set þetta hér á bloggið, ekki til að auglýsa að ég er að styrkja þetta mánaðarlega, heldur til að hvetja fleiri sem eru aflögufær, að gefa lágmark 2500 á mánuði til styrktar þessum börnum.  Það væri gaman að sjá fleiri svona færslur eða í þessum dúr.

Ég veit að sumir myndu telja að við eigum að líta okkur nær, ég mun svo sannarlega gera það líka, t.d. með því að selja/gefa eitthvað af "umframeignum" sem ég á hér í bílskur og fleira. Auglýsi það síðar, þegar heilsan leyfir (segir hún með titrandi röddu eins og hún sé orðin 107 ára). LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég á einn ABC strák og það verður að nægja þeim megin í bili...er á spani að gera og græja innanlands eins og er.

Það er alveg hörmulegt ástand þarna úti !

Ragnheiður , 10.11.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ragga komin til Spánar!!!! var það fyrsta sem ég sá þegar ég las athugasemdina þína. Eftir annan lestur las ég þetta eins og það er, þú ert á spani! hehe ..broskallarnir mínir í verkfalli. 

Það þarf vissulega að huga að fólkinu okkar hér líka.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.11.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega margir þurfa aðstoð en sumum get ég bara sent kærleik. Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 22:48

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Eftir því sem fleiri leggja hönd á plóginn stækkar kærleikskeðjan.  Veit þú liggur ekki á liði þínu Ásdís, né þú Lilja.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 22:53

6 Smámynd: Jens Guð

  Ég á nokkur svona "fósturbörn".  Það er eiginlega ótrúlegt að upphæðir sem eru litlu hærri en kaup á pylsu með öllu og kóki skuli skipta öllu fyrir tilveru þessara krakka.  Borga fyrir þau skólagöngu.  Hinsvegar skammast ég mín fyrir að hafa aldrei nennt að sýna þeim áhuga.  Þau senda mér upplýsingar um skólagönguna,  ljósmyndir af sér og þess háttar.  En skamm,  skamm,  ég hef klikkað á að gera annað en borga þessar fáránlegu lágu upphæðir.

Jens Guð, 11.11.2008 kl. 01:31

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jens, frábært hjá þér! Þú gerir þú meira en margir aðrir. Það er rétt hjá þér, að þetta hljómar fáránlega að 2500 krónur-3000 geti skipt heila manneskju þetta miklu máli. Ég var einmitt að hugsa það að við Tryggvi ættum að taka annað barn og þetta væru okkar sameiginlegu "fósturbörn" en við eigum engin börn saman!  Þessi upphæð er ca. eins og það sem kostar í matinn eitt kvöld fyrir mína fjölskyldu.

Ég man eftir Jack Nicholson í myndinni About Schmidt þar sem samskipti  herra Schmidt við 12 ára dreng urðu til þess að draga fram hjá honum tilgang lífsins. 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2008 kl. 05:04

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 06:37

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott´og rétt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 09:31

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Búin að fá okkur eitt stykki strák til að styrkja líka. Ákvað að styrkja 15 ára strák sem býr á heimili frá ABC, held að flestir falli fyrir litlu börnunum. Hann heitir Isaac (eins og dóttursonurinn).

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2008 kl. 11:14

11 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 11.11.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband