Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Sé nú ljósið við enda gangnanna, þar hefst óvissuferð!
Þó ég hafi aðeins náð að sofa í 2-3 tíma í nótt og svo aftur í 2 tíma í morgun, þá finn ég að hálsinn er loksins að gróa. Enn er aumt að tala og enn er ég á jógúrt/sheik/súpukúrnum, þar sem ég fæ eymsli af föstu fæði. Reyndi í bjartsýni að borða extrasúpervelstappaðan plokkfisk í gær, en fannst bara allt sitja fast!
Ég er búin að vinna svolítið fyrir skólann, skrá inn einkunnir, svara skilaboðum og leysa úr einhverjum vandamálum, en á að vísu meiri skráningar eftir, - gott að geta starfað svona rafrænt!
Ég er náttúrulega búin að "sörfa" þvílíkt á netinu - og það hefur stytt mér stundirnar, taka í fóstur tvö börn; þau Tracy (5 ára) og Isaac (15 ára) á vegum ABC, en þau eru bæði frá Úganda og lifa við skort. Tracy á að vísu fjölskyldu en Isaac býr á heimili á vegum ABC.
Svo er ég búin að svara mörgum, þó ekki öllum áskorunum og kveðjum á Feisbúkk sem ég hef verið að fá. Auglýsti kampavínsglösin mín með 2000 merkinu til sölu (þar sem ég hef ekki notað þau síðan 2000) og einhver sem lenti í jarðskjálfta þar sem eitt af hans hafði brotnað hafði samband og vildi fá glas. Ég bauð honum þau öll ex á þúsundkall, gaman ef einhver getur notið!
En hvað um það, á morgun eða hinn ætla ég að fara í vinnuna OG á föstudag 14. nóvermber, var ég búin að plana óvissuferð fyrir bóndann, planaði hana í september og er búin að vera logandi hrædd um að hafa ekki heilsu í hana, en mér sýnist ég vera að hjara við!
Hann kíkir á bloggið mitt svo ég get ekki upplýst hvað ég er búin að skipuleggja, en það er sko margt skemmtilegt og óvænt sem ég segi frá á mánudaginn næsta.
Kreppi bara hnefann framan í kreppuna, jamm og jái.
Takk fyrir samhygð ykkar, er viss um að knúsin og hjörtun hjálpi við batann.
Athugasemdir
Gott að heyra, Jóhanna mín, að þú ert öll að braggast
Ég er svolítið að velta fyrir mér hvað þú ert lengi að jafna þig eftir þetta. Ég er nefnilega að fara með stelpuna mína upp á land í hálskirtlatöku í næstu viku og er að hafa smá áhyggjur af því hvort hún verði svona lengi að jafna sig líka. En það bara kemur í ljós.
Hafðu það gott, kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:59
Sæl Ásdís Emilía, mér skilst að þetta sé verra eftir því sem maður er eldri. Svo er þetta misjafnt eftir fólki og hvernig kirtlarnir liggja eða eitthvað. Ég hef bæði heyrt af fólki sem er orðið gott mjög fljótt, en svo eins og ég. Maður samstarfsfkonu minnar, sem fór í þetta "á gamals aldri" eins og ég, hann þurfti að sofa í hægindastól, það er svo vont að liggja útaf - jafnvel með púða undir höfði.
Tengdasynir mínir báðir (þó ungir) lentu báðir frekar illa í kirtlatöku, annar var í Ameríku og hinn Danmörku, þ.e.a.s. það tók þá langan tíma að jafna sig. Ég mæli líka með stílum fyrstu dagana, þar sem maður borðar svo lítið og verður bara flökurt af verkjalyfjunum. Þ.e.a.s ef viðkomandi er viðkvæmur í maga.
Óska dóttur þinni alls hins besta og hugur minn er hjá henni.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2008 kl. 15:15
Flott að þér er að batna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 15:21
Brynja skordal, 11.11.2008 kl. 15:31
Takk Jenný, hvernig er annars með lungun þín?
Takk fyrir sæta kalla Bryna!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2008 kl. 15:43
Gott að batinn er að koma Jóhanna mín. Hlakka til að heyra frá óvissuferðinni.
Sigrún Jónsdóttir, 11.11.2008 kl. 17:56
Gott þú hefur heilsu í óvissuferðina
Jónína Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 19:25
Takk, takk, ég vona að heilsan sé öll upp á við og að ég komist í áðurnefnda óvissuferð, yrði ótrúlega spæld ef ég kæmist ekki í hana.
Hjördís; I will survive!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2008 kl. 21:41
Frábærar fréttir af þér stelpu. Njóttu helgarinnar.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.