Fimmtudagur, 4. desember 2008
Eins og hvert annað hundsbit .. og umvafin englum.
Á mánudaginn fékk ég niðurstöður úr rannsókn á bletti sem var fjarlægður af öxlinni. Niðurstaðan hljómaði verr en hún í raun og veru er. Þ.e.a.s. bletturinn var sortuæxli (grrr). Mér brá auðvitað, en er búin að fara í test á lifur og svoleiðis og það er hreint, svo ég er búin að ákveða að þetta sé staðbundið og tek þessu því sem "hverju öðru hundsbiti"..
Er búin að vera kjaftstopp á blogginu út af þessu, en svo fattaði ég auðvitað að krabbamein sem önnur mein eru bara ekkert feimnismál. Það er allt of algengt til að þegja um það.
Ég hef líka komist að því (vissi svo sem af því fyrir) að ég á yndislega ættingja og vini, sem hafa sent mér ljós, fallegar hugsanir, hlýju, engla og kærleika og ég veit ekki hvað, og það er góð tilfinning að vera "umvafin englum" ..
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
Ýmsir sem blogga líka
Eva, Vala, Tobbi
Börnin mín þrjú - Öll stór ekkert smátt!
- Eva sæta, dóttir og djammari Eva og vinkonur blogga
- Fyrirsætan Vala í Gululínunni
Barnasíður
Börn vina og ættingja
- Ömmustrákur Ísak Máni ömmustrákur
- Ísold og Rósa
Bloggvinir
- johannavala
- lottarm
- sunnadora
- roslin
- amman
- jodua
- jenfo
- hross
- iaprag
- asthildurcesil
- biddam
- jonaa
- laufeywaage
- rutlaskutla
- liljabolla
- tigercopper
- rannveigh
- ringarinn
- skordalsbrynja
- lillagud
- lehamzdr
- ingibjorgelsa
- fjola
- danielhaukur
- gunnarggg
- ingibjorg-margret
- baenamaer
- zeriaph
- siggith
- thoragud
- arnisvanur
- orri
- geislinn
- sigrg
- svavaralfred
- toshiki
- vonin
- beggagudmunds
- ffreykjavik
- jevbmaack
- jakobk
- hallarut
- heidathord
- dapur
- goldenwings
- konukind
- aevark
- brandarar
- grumpa
- ingabaldurs
- joninaros
- gudni-is
- kaffi
- olafurfa
- alexm
- hlynurh
- krossgata
- joklasol
- liso
- malacai
- iador
- sigurdursig
- prakkarinn
- skolli
- photo
- robertthorh
- velur
- steinibriem
- perlaoghvolparnir
- veravakandi
- sms
- thordis
- svarthamar
- salvor
- konur
- vga
- vonflankenstein
- vefritid
- adhdblogg
- audurproppe
- bailey
- baldurkr
- bjarnihardar
- gattin
- bryndiseva
- cakedecoideas
- draumur
- skulablogg
- drum
- himmalingur
- holmfridurge
- h-flokkurinn
- ktomm
- katrinsnaeholm
- olimikka
- rafnhelgason
- rosaadalsteinsdottir
- sigurbjorns
- hebron
- saedishaf
- zordis
- thj41
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigrún Jónsdóttir, 4.12.2008 kl. 13:29
Elsku stelpan, þetta hefur verið scary, ég fór einu sinni í gegnum jól vitandi að það var verið að rannsaka mein sem skorið var úr brjósti 21.des. það voru slæm jól. En allt var svo í lagi sem betur fer. Gangi þér vel elsku stelpan mín
Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 13:37
Rannveig H, 4.12.2008 kl. 13:42
Góðan bata dúllan þín, þú átt það svo sannarlega skilið. Þú ert nefnilega doldill engill sjálf.
P.s. engir Óli píka brandarar núna.
Rut Sumarliðadóttir, 4.12.2008 kl. 13:56
Æ, illt að heyra að þetta skyldi vera sortumein. En, þú tekur þessu eins og sannri hetju sæmir!
Gangi þér vel, elsku Jóhanna
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 14:05
Ía Jóhannsdóttir, 4.12.2008 kl. 14:07
Hjartans þakkir þið elskulegu konur fyrir hjörtu, kveðjur og elskuleg orð sem ég tek og varðveiti.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.12.2008 kl. 16:27
Þú ert í faðmi guðs þíns þetta er bara smá viðvörun, þú mátt trúa því Elskuleg.
Ljós og kærleikur til þín Ljúfust.
Sigríður B Svavarsdóttir, 4.12.2008 kl. 18:00
Æj knús á þig mín kæra vinkona. Það er amk gott að bletturinn er farinn....
5000 x
12000 x
Ragnheiður , 4.12.2008 kl. 18:45
farðu vel með þig elsku besta Jóga mín!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.12.2008 kl. 18:54
Ég vissi það! .. Ég er umvafin englum, og það lika hér á blogginu meira að segja .. Takk þið sætustu, sætu .. ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.12.2008 kl. 20:23
Ég er fegin að fá fréttir og þær svona góðar veistu Jóhanna mín að maður uppsker eins og maður sáir. þú stráir ljósi, gleði, englum og öllu því besta sem til er,
þar af leiðandi færð þú þetta til baka stelpuengill.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2008 kl. 20:29
M, 4.12.2008 kl. 20:42
Huld S. Ringsted, 4.12.2008 kl. 22:02
Gangi þér vel Jóhanna mína
Anna Guðný , 4.12.2008 kl. 23:01
Sæl og blessuð
Nú er besta ráðið að toga í bænastrenginn. Halldóra bloggvinkona mín er á símavaktinni á mánudagsmorgnum á Lindinni. Síminn er 5671818. Bænastundin er svo kl. 10:30. Það eru líka bænastundir í beinni útsendingu kl 16:30 og 22:30
"Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú." Fil. 4: 6.-7.
Vertu Guði falin.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.12.2008 kl. 00:45
Ég bið fyrir þér. .
Laufey B Waage, 5.12.2008 kl. 09:02
Æi elsku dúllan mín, þetta er ljótt að heyra. En ég er alveg búin að ákveða það að þú tekur þetta með vinstri.
Þú ferð á minn óháða bænalista. Hann svínvirkar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2008 kl. 11:14
Lokaorðin í ljóðinu Umvafin englum, á nýja diski Guðrúnar Gunnars:
Þó að vitskert sé veröld þá um veginn geng ég bein því ég er umvafin englum aldrei ein- aldrei ein.
Við erum það vonandi öll.
Takk fyrir þessu fallegu orð í minn garð Milla .. verð að viðurkenna að ég fer svolítið hjá mér.
Takk Rósa mín, vissulega komnir margir bænastrengir í gang. .. Meira segja einn nýlega yfirlýstur vantrúaður (nefni engin nöfn) sagðist ætla að biðja fyrir mér ,,just in case" .. Þigg allt gott sem að mér er beint, en frábið mér hið illa.
Þakka ykkur hjörtun og kveðjur og bænir, hvort sem þær eru af óháða bænalista Jennýjar eða öðrum listum.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.12.2008 kl. 13:12
Ég er ekki engill en vonandi verður þetta allt saman í góðu lagi!!
DoctorE (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 13:40
Það er svo mikið í tísku að að vitna í rannsóknir og vísindi sem er ágætt en stundum sýnir niðurstaðan að það eru öfl og kraftar sem við festum ekki hönd á.
Það hefur t.d. verið sýnt fram á, (sem við höfum kannski alltaf vitað hvort sem trúum á Eir eða Jesú) að jákvæðar hugsanir hafa lækningamátt, rétt eins og andleg líðan. Hvernig það nákvæmlega tengist ónæmiskerfinu veit ég auðvitað ekki. Ég sendi þér mínar allra bestu bataóskir og er alveg sannfærður um að þú hristir þetta af þér.
Sigurður Þórðarson, 5.12.2008 kl. 14:12
Takk fyrir DoctorE ..
Það er rétt Sigurður, að mínu mati verða hugur og líkami ekki aðskilin. Takk fyrir bataóskirnar, ég er líka viss um að ég hristi þetta af mér!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.12.2008 kl. 16:50
Sem mótleik við Jenný Önnu, set þig á háðan bænalista, háðan Guði (tíhí) og vona sem og bið að þetta fari allt saman á besta veg.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2008 kl. 23:41
Sæl Jóhanna.
Einkennilegt því eitthvað grunaði mig,breytt hegðun í bloggheimum.
Krabbamein herjar á okkur öll, stundum höfum við ekki hugmynd um það og það læknast eða ekki.En þetta er nú í dag algengasti sjúkdómurinn sem menning okkar hefur kallað yfir sig.
Ég kalla þetta Frumufár.
En ég ætla að biðja fyrir þér í einlægni að þetta fari vel hjá þér og á móti far þú vel með þig.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 02:29
Þakka ykkur kærlega fyrir Haukur og Þórarinn! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.12.2008 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.