Hókus Pókus Fílirókus ..

Trúarbrögð eða trúartrix eins og þau eru ,,matreidd" í dag eru að mínu mati á útleið. Já, svoleiðis er það nú. Ég væri að vísu alveg til í að ganga í pilsaráðið, það hljómar ótrúlega skemmtilegt ráð.LoL  Örugglega skárra en Vatíkanið eða eitthvað annað -k(l)an.

Það sem ég held að flestir borgarar þessa lands vilji er vissulega að geta komið saman til að gleðjast, syrgja, bindast ..biðja líka. Samveran getur verið svo dásamleg. Það þarf að vera stemmning og einhver þarf að leiða og undirbúa. Alveg eins og að halda matarboð eða veislu. Stundum viljum við borða saman og stundum í einrúmi, en það er aldrei eins.

Einhver þarf að skipuleggja þar og bjóða heim, en gestgjafinn/húsmóðirin þarf svo sannarlega ekki að vera í einhverju skrautdressi og með Lúðvíks 14. kraga til að aðgreina sig frá gestunum. Góður gestgjafi minglar og vill að gestum sínum líði vel og fari glaðir heim. Já, já, þannig er kirkjan mín. Það má líka taka lagið og þá getur einhver spilað á gítar,jafnvel hægt að  undir á bongótrommur, en milljónaorgel? .. er það nauðsynlegt fyrir söfnuð til að vera samvista við Guð sinn?  ..

Já og svo þarf ekkert að standa upp undir miðju borðhaldi og setjast niður og svo standa upp aftur og setjast og láta fólki líða ignorant og klaufskt (eins og mér í pallatíma í Hreyfingu) af því það veit ekki hvenær er rétt eða rangt að sitja eða standa. Ég hugsa líka að ef ég vilji koma einhverju á framfæri við gesti mína, flytja þeim hugvekju að þeir skilji hana jafnvel betur ef ég fer ekki að snúa mér réttsælis fyrst og svo rangsælis fyrir framan skenkinn. (Þetta var sko eitthvað sem ég ætlaði aldrei að ná í guðfræðideildinni, þ.e.a.s. hvernig ég ætti að snúa fyrir framan altarið! hehe).

Sá gestur sem væri alltaf efstur á gestalistanum mínum væri Jesú (ekki Ésú eða Sússi eins og trúlausu gúbbarnir eru að reyna að uppnefna hann). Því þó ég horfi á Zeitgeist, þó ég heyri frásagnir sem eigi að afsanna tilvist Jesú, þá hverfur Jesús bara ekkert úr mínu lífi. Svoleiðis er það bara, ójá. Það er tilfinning og engin leið að rökræða tilfinningar.

Kannski ég skipuleggi bara ,,matarboð" bráðlega með andlegri fæðu, og þau sem hafa hug á að tala saman um gleði, sorg, ljós og skugga, geta mætt, talað saman, sungið saman og beðið saman og rabbað við Jesú .. milliliðalaust.

Ef þessir prelátar í André Vingt-Trois, halda að þeir séu nær Jesú Kristi vegna þess að þeir eru karlmenn í búningum með hatta, þá leyfum þeim að halda það Wizard .. er það ekki svolítið kjút bara?

.. Já, já,  svona hugsar hún Jóga í dag ..  (segist með röddu Jóns Ársæls) ..

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mín bara djúp!!!  hafðu það gott elskan.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 16:48

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er flott, svona messu/matarboð vildi ég alveg sækja

Jónína Dúadóttir, 6.12.2008 kl. 18:52

3 Smámynd: Rannveig H

Gæti alveg hugsa mér svona samveru,þarf ekkert að vera matarboð innifalið. Sunnudagaskóla fílingur finnst mér alltaf skemmtilegur.

Annars finnst mér ESB trúboðið hljóma hæðst á landinu í dag

Rannveig H, 6.12.2008 kl. 21:24

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Úps þetta blogg átti að vera tengt við þessa frétt:

http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/12/05/pilsaradid_kaerir_erkibiskup/ 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.12.2008 kl. 21:37

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sunnudagaskólinn rúlar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.12.2008 kl. 21:38

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:25

7 Smámynd: Karl Tómasson

Ég sá þig.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 6.12.2008 kl. 23:50

8 Smámynd: Linda

Þetta er bara flott hjá þér.  Ég tilheyri frjálsum söfnuði, eða fríkirkjusöfnuði hér í Grafó, þar er yndislegt að vera og kaffið eftir samkomu bara argasta snilld.  Presturinn minn gengur ekki með kraga, enn hann fer í látlausan kufl þegar það er brauðsbrottning, annars er hann bara í jakkafötum og aðrir í gallabuxum sem predika hjá okkur. Mjög afslappað andrúmsloft og yndislegt að vera. 

bk.

Linda.

Linda, 7.12.2008 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband