Það eru víst að koma jól!

Fyrst verð ég auðvitað að þakka fyrir allar fallegu kveðjurnar og hvatninguna sem ég hef fengið frá bloggvinum, vinum, ættingjum og öðrum  (sem lesa þetta blogg leynt eða ljóst). Það hentar mér ágætlega að lifa svona á úthverfunni og vona að það hitti engan í kringum mig illa. 

Ég hef verið sein að komast í jólafílinginn þessa aðventuna. Var loksins að draga fram aðventukransinn áðan og nokkra sæta tréjólasveina sem ég stilli upp á rammana á málverkunum og myndunum. Fann dúka, jólapóstinn, en jólakortunum fækkar að vísu ári frá ári með auknum rafrænum kveðjum.

Í hádeginu koma afi Agnar og Bjössi bróðir Tryggva í sunnudagshádegismat, fyrir þeim er þetta Seláshverfi uppí sveit, en afi Agnar býr í Laufási við Laufásveg, svakalega fallegu og rómantísku húsi, sem vissulega einu sinni var sveit!

Í dag ætlum við stóra systir svo að ryðjast inn til mútter og gera smá jóló hjá henni og þrífa kannski pinku í leiðinni. Ekki að hún njóti þess að fá okkur með allan okkar yfirgang! LoL ..

Síðasta vika var stormasöm fyrir mig andlega, á mánudag fannst mér ég hafa fengið dauðadóm, en þegar leið á vikuna þá fór nú að birta, það byrjaði strax á þriðjudegi, með því að ég fékk að fara með Evu minni í mæðraskoðun og heyra krúttlegan hjartslátt í litla/litlu (við höldum að þetta verði stelpa)  og í dag er ég ekki bara full af lífi, heldur til í að bjarga heiminum líka! Smile .. (ein voða klikk?) .. Ég er nú líka búin að fá að heyra frásagnir af fólki, sem ég jafnvel kannast við, sem hefur fengið húðkrabbamein og önnur krabbamein, það skorið í burtu og lifir happily ever after.

Á mánudaginn eftir viku á ég að fara í þessa ,,skorið burtu" aðgerð, eða það á að skera meira í burtu í kringum þar sem bletturinn ógurlegi var. Lýtalæknir mun skera það, svo ég mun geta "flassað" á hlýrabol. Ekki það skipti öllu máli - en úr því það er hægt þá er það fínt!

Það er svo margt að gerast, við vinkonurnar í saumó erum að fara að hittast á þriðjudagskvöld á kaffihúsi, fimmtudag er það "Fólkið í blokkinni" í Borgarleikhúsinu, og á föstudag halda Tryggvi og félagar árlegt jólateiti í Garðastræti. Í næstu viku kemur svo Vala mín loksins heim í heiðarbólið til mömmu sinnar, en ég er búin að sakna hennar undanfarið óvenju mikið. Eva mín hefur verið eins og klettur og gott að hafa hana til að knúsast í (og Mána hehe) .. Tryggvi dekrar við mig að venju.

Auðvitað er ég búin að kaupa MammaMia myndina og ég ásamt ungum herrum sungum og  dönsuðum okkur svona næstum því sveitt við Sing-Along útgáfuna hér á fösudagskvöldið. Tryggvi fylgdist með og hló að því þegar ég hló eða grét. LoL ..

Mánalingur gisti í framhaldi af því en vaknaði um sexleytið og þá var amman svo heppin að hann vildi að hún tæki hann í fangið og syngi fyrir hann, svo hún söng (eða raulaði); Sofðu unga ástin mín, fram í heiðanna ró, afi minn og amma mín, þig vil ég fá, þýtur í laufi.... öll lögin sem hún var vön að raula og hún fagnaði því að hafa litla krílið í fanginu og hugsaði um hversu þakklát hún væri fyrir hann InLove .. og söngurinn varð svolítið melankólískur og saltur fyrir bragðið.

Ég ætlaði ekkert að skrifa svona mikið, er enn á sloppnum og þarf að fara að koma liðinu á fætur áður en gestirnir koma! 

Vonandi eigum við öll alveg ágætan sunnudag!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Aðgerðin á örugglega eftir að hreinsa allt ullabjakkið í burtu, vertu viss  Bestu kveðjur inn í góðan sunnudag

Sigrún Jónsdóttir, 7.12.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: M

Er á náttsloppnum þegar ég les þennan fallega pistil. Ég vona að aðgerðin gangi vel á mánudaginn, alveg viss um það.

Njóttu sunnudagsins með þínum.

Best að drulla sér í larfana, á von á helling af fólki í afmæliskaffi :-)

M, 7.12.2008 kl. 11:45

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er viss um að þetta lukkast vel, svilkona mín ein fór í svona "blettahreinsun" þar sem systur hennar tvær voru búnar að greinast með sortuæxli, allar eru þær frískar og fínar í dag mörgum árum eftir bletti og aðgerðir.  Eigðu ljúfan dag mín kæra. Þín vinkona Ásdís  p.s. settu sprittkerti í gulu skálina og kveiktu á því, látti þannig ljósið gleypa óttann þinn og allt lagast.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 12:21

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Viss um að allt gengur vel á morgun og sjáðu um að það verði gengið vel og vandlega frá þessu svo þú getir flassað á bolnum í sumar. 

 Aumingja mamma mín var svo óheppin að fá svona ullabjakk eins og Sigrún kallar þetta beint á nefbroddinn. Mamma hefur alla tíð talað um að hún hafi svo ljótt nef, sem er bara bull, og ekki bætti svo þetta úr skák nú vill hún endilega láta laga þetta en enginn hlustar á 85 ára gamla konu sem rausar yfir útlitinu hehehhe...

Ía Jóhannsdóttir, 7.12.2008 kl. 12:58

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta gengur allt velÞú verður allra kerlinga elst og skemmtilegust, flassandi á hlýrabol og yndislega klikk

Jónína Dúadóttir, 7.12.2008 kl. 12:59

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2008 kl. 13:23

7 identicon

Sæl Jóhanna mín.

Við biðjum fyrir þessu öll sömul ,ég trúi því,við sem erum að heimsækja síðuna þína.Allt fer vel og veri Góður Guð með læknunum sem taka "ulla pjakkið" eins og Sigrún segir.

Kærleikskveðja til þín og allra þinna

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 15:58

8 Smámynd: Ragnheiður

Knús á þig sætasta...þú verður í mínum huga og bænum eins og alltaf. Þetta verður allt í lagi, það er ég viss um

Ragnheiður , 7.12.2008 kl. 19:08

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 7.12.2008 kl. 21:29

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk kjútípæs, .. hafði ekki tíma í gær til að svara kommentum, dagurinn var annasamur en skemmtilegur! .. Eigum góðan mánudag.

Sú hressasta í bænum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.12.2008 kl. 08:14

11 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Magnús Paul Korntop, 8.12.2008 kl. 10:19

12 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þú gætir vel sigrað heiminn Jóga mín!!

Hafðu það sem allra allra allra best með fjölskyldunni þinni og vinum!!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.12.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband