Þriðjudagur, 16. desember 2008
Gleði, gleði, gleði ..
Hún Vala mín bað um gleðiblogg, ég hef svo sannarlega margt til að gleðjast yfir þessa dagana:
Sko Vala er að koma heim í fyrramálið og ætlar að vera hjá mömmu sinni yfir jólin. Við Eva förum eflaust eldsnemma í fyrramálið að sækja hana útá völl..
Eva er hress í meðgöngunni sinni, er farin að finna litlar táslur hreyfast, svaka gaman og svo fer hún í sónar 29. des, en það er einmitt sami dagur og ég fer að láta fjarlægja nýjasta saumaskapinn á öxlinni, en í hana var skorið þetta líka fallega lauf í gær (eins og ég sé laufabrauð)..
Einkasonurinn kom með kærustuna í heimsókn í fyrsta skipti á sunnudag. Var þessi heimsókn svolítið stór biti fyrir hana, þar sem mamma og Máni (ásamt fleirum) voru líka í mat, en þessi tvö gerðust ræðnust. Þetta gekk annars voða vel, ljúf og falleg stelpa.
Mamma mín, sem annars hrósar helst ekki fólki, nema sínum eigin afkomendum og jú Páli Óskari, sagði þegar ég ók henni heim á sunnudag að hann Tryggvi minn væri "yndislegur." Ég gæti ekki orðað það betur.
Er annars glöð, hress og kát, aðeins aum í öxlinni en ég hef þá löglega afsökun fyrir að þurfa ekki að hoppa á trampólíni né í teygjustökk!
Jæja, gleði, gleði, gleði..
Hef ekki haft tíma til að kíkja í heimsókn hjá bloggvinum, en koma tímar og koma ráð, knús á þau sem lesa.
Athugasemdir
Gaman að þú fáir stelpuna þína heim um jólin.
Maysan mín kemur á Þorláksmessu og fer aftur á þriðja í jólum en næ samt að knúsa hana.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.12.2008 kl. 14:04
Knús á þig til baka Jóhanna mín
Sigrún Jónsdóttir, 16.12.2008 kl. 14:05
Ég er líka svo heppin að fá einkadótturina heim, kemur á Þorláksmessu og fer 2.jan, það verður yndislegt. Ég er enn með þig efst í bænum mínum, bíð spennt eftir niðurstöðum með þér.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 14:50
Æi það er svo yndislegt að hafa sína hjá sér um jólin.
Kær kveðja til þín
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 16.12.2008 kl. 16:06
Ég held ég bara verði að senda þér eitt vídjó! Þegar ég nenni að fást við það skal ég sýna þér það!!
En gott að það er svona mikil gleði í kringum þig elsku Jóga!!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.12.2008 kl. 16:29
Sigríður B Svavarsdóttir, 16.12.2008 kl. 19:57
Ía Jóhannsdóttir, 16.12.2008 kl. 20:04
Elsku Jóhanna mín ! Hafðu það sem allra , allra best um jólin með þínu fólki, sem og alla aðra daga.
Bið kærlega að heilsa þínu liði sem ég veit að er af bestu gerð. Þetta eiga að vera knús jól svo allir fá knúsgjafir um jólin.
Gleðileg jól krúsan mín og sjáumst hressar á GÓÐU komandi ári. Knús og kossar.
Kv.
Elva
Elva Elvars (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:04
Takk fyrir síðast Jóhanna og til hamingju með að hafa fjölskylduna hjá þér yfir jólin.
Sigurður Þórðarson, 16.12.2008 kl. 21:22
Magnús Paul Korntop, 17.12.2008 kl. 02:07
Takk öll fyrir kveðjur og innlit, ég vaknaði 4:20 því vélin hennar Völu átti upphaflega að lenda (skv. textavarpi í gær) kl. 5:38 á þeim óguðlega tíma, en nú er kominn upp tíminn 7:13 og hvernig í ósköpunum á maður að fara að því að sofna aftur??..
Takk fyrir síðast Siggi!
Gleðileg jól Elva mín, sendi þér betri kveðju síðar.
Sendu mér endilega "vídjó" Róslín!
Takk þið öll, aftur!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.12.2008 kl. 04:39
Jónína Dúadóttir, 17.12.2008 kl. 05:52
Lillan (uss, ekki segja henni að ég hafi kallað hana lillu), mín verður heima um jólin og við fjölskyldan saman á aðfangadag og á annan. Svo er litli molinn sem ég fékk um daginn og vantar nafn á, hann verður bara til að auka á jólagleðina svo lengi sem hann pissar ekki á jólapakkana. hann er sko hundur. Fjölskyldan er annars öll húsvön
Rut Sumarliðadóttir, 17.12.2008 kl. 11:32
Endalaus hamingja
Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 14:17
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 17:43
Sæl og blessuð
Ánægjulegt að lesa gleðibloggið þitt.
Góðan bata.
Vertu Guði falin.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.12.2008 kl. 18:32
Fúlt að vakna á svona óguðlegum tíma að ástæðulausu. En gleðin við að fá stúlkuna hlýtur að vega það upp og gott betur.
Góðan bata í öxlinni.
Laufey B Waage, 19.12.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.