18. desember .. og næstu dagar

Hildur Jakobína, dóttir Tryggva míns (venjulega kölluð Bíbí)  er tvítug í dag. Wizard .. Við ætlum að hafa fyrir hana kaffiboð á laugardag. Bíbí er alltaf hress og kát og tekur hlutina ekki of alvarlega, sem er góður eiginleiki (sérstaklega á þessum síðustu tímum).

Anna Kristín frænka mín hefði orðið 40 ára í dag hefði hún lifað en hún lést sl. vor þessi elska. Blessuð sé minning hennar.

Í dag eigum við Tryggvi líka tveggja ára "hittingarafmæli" .. en ég keypti handa honum bókina Ofsi eftir Einar Kárason, svona í tilefni dagsins, en hann veit það ekki ennþá sko, afhending er á næstu mínútum... (ekki segja neinum). Wink

Á morgun á svo Helle barnapían mín frá Danmörku (sko í den) afmæli, en hún kom einmitt til okkar í desember1987 held ég frekar en 1988 og við héldum fyrir hana tvítugsafmælið hennar! ..

Hinn daginn á svo hún tengdamamma mín fyrrverandi (amma Tobbý) afmæli, en hún er stödd þessa stundina í Svíþjóð og heldur í hönd afa Kela, sem var að koma úr hjartalokuaðgerð sem gekk, eftir nýjustu fréttum bara vel! 

Já, svo á ég 28 ára stúdentsafmæli 20. des. = ég er ekkert unglamb lengur!

.. Já og svo eru jólin bara á næsta leyti .. en kem nánar að þeim síðar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Innilega til hamingju með hittingsafmælið

..og með ungu dömuna Hildi Jakobínu.

Ég man að mér fannst dáldið merkilegt afmæli að verða tvítug

Marta B Helgadóttir, 18.12.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Til hamingju med det alle sammen...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.12.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með öll þessi afmæli.  Þú munt hafa nóg að gera.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.12.2008 kl. 00:14

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Stór dagur, til hamingju með hann

Sigrún Jónsdóttir, 19.12.2008 kl. 00:21

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með þetta allt saman unga kona

Jónína Dúadóttir, 19.12.2008 kl. 06:38

6 identicon

Er því miður ekki búinn að finna bókina sem ég ætla að gefa þér, en færð hérna eina tilvitnun í smakk.

Vonandi finn ég hana áður en langt um líður. Þetta er "gamla" útgáfan af verkum Kierkegaards, kostar einn tíunda á við nýju útgáfuna og því borgar sig að rölta á milli búða og leita!

Smá danska skaðar engan er það!

"Thi det, at kunne bede og at kunne takke, det er jo at være til for ham; og det at gjøre det, det er at leve."

Afmælis og jólakveðjur handa öllum heima!

p.s. hér er rigningarsuddi og grámygla!!! Sakna snjósins og kuldans á Fróni!

Binni (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 08:35

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 19.12.2008 kl. 09:10

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Innilega til hamingju með allt slektið

Ía Jóhannsdóttir, 19.12.2008 kl. 09:22

9 Smámynd: Laufey B Waage

Það er aldeilis afmælaflóð í kring um þig. Til hamingju.

Laufey B Waage, 19.12.2008 kl. 09:29

10 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Til hamingju lukku

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 19.12.2008 kl. 10:01

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ef ég legg alla dagana saman fæ ég út að þú sért 263 ára gömul! til lukku!

Rut Sumarliðadóttir, 19.12.2008 kl. 10:47

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til lukku með þetta allt saman. Vona að þér líði sem best mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2008 kl. 12:46

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk, takk og aftur takk .. er enn í vinnunni og klukkan að verða sjö! .. Mikið að ganga frá fyrir "jólafrí" ..því vissulega er ég ekki alveg laus, vinn verkefni heima. Svo þarf ég víst að fara að huga að jólagjöfum!

Ágætis Quote Binni minn.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.12.2008 kl. 18:40

14 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Sigríður B Svavarsdóttir, 21.12.2008 kl. 00:25

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl og blessuð

Til lukku með allt þitt fólk. Takk fyrir kynnin á blogginu.

Megi algóður Guð vera með ykkur öllum á Jólunum og um ókomin ár.

Mundu að ég er ekkert betri en aðrir.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.12.2008 kl. 13:39

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir Auður mín - og til hamingju með að endurheimta hvolpinn þinn!

Rósa, þú ert afskaplega góð manneskja - það er hægt að finna fyrir því, jafnvel í gegnum bloggið, svo reyndu ekkert að segja annað!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.12.2008 kl. 21:54

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Sigríður

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.12.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband