Sunnudagur, 21. desember 2008
Falleg afmælisgjöf ...
Vala mín kom heim frá Ameríku á miðvikudagsmorgun 17. desember. Aðfararnótt laugardagsins 20. des., klukkan 4:30, keyrði ég hana niðrá Umferðarmiðstöð til að taka rútu til Keflavíkur, því hún var á leið til Stokkhólms!
Já, hún hafði ákveðið að koma ömmu sinni á óvart á afmælisdaginn hennar, 20.desember, en amma Tobbý er stödd í Stokkhólmi til að vera við hlið afa Kela, sem var í hjartaaðgerð. Hann er búinn að vera að fara inn og út af gjörgæslu svo líðan hans hefur verið krítísk og erfitt fyrir ömmu að vera ein með áhyggjurnar af honum. (Þetta eru fyrrverandi tengdaforeldrar mínir sem ég er að ræða um sem ömmu og afa, en hætti að sjálfsögðu ekki að kalla þau það, þar sem þau eru afi og amma barnanna minna og ágætir vinir mínir).
Vala flaug út án þess að amma og afi hefðu hugmynd um það, og kom sér upp á spítala. Hún fór beint til afa síns og varð hann svakalega ánægður en hissa að sjá hana. Tíu mínútum síðar birtist amma sem átti ekki orð yfir því að fá hana til sín! ..Sagði mér í símann að hún hefði séð ljóshærða stelpu inni á stofu og smám saman fattað hver væri komin. Hún sagði þetta besta "afmælispakka" sem hún gæti hugsað sér. Vala kemur heim seinni partinn á morgun, en eflaust þurfa afi og amma að vera úti fram yfir jól.
Öllum sem þykir vænt um gömlu hjónin (æ þau eru nú ekkert svo gömul, tek bara svona til orða) langaði auðvitað að vera við hlið þeirra, svo Vala fór í raun sem fulltrúi okkar hér heima.
Ég missti pabba minn þegar ég var sjö ára, eins og sumir vita, og Keli varð svona næsti bær við þegar ég kynntist syni hans. Það var gagnkvæm væntumþykja milli okkar og fann ég hvað honum þótti sárt þegar við sonur hans skildum. Þegar ég nýlega greindist með smá krabbamein, en var í stóru sjokki, hugsaði ég til hans og hvað mig langaði að fá eitt gott afafaðmlag, en ég þorði ekki að heimsækja hann, af því ég var of feimin. Svona er maður klikk!
Ég er búin að vera í sambandi við þau, bæði í sms og í gegnum Völu undanfarna daga. Bið fyrir góðum bata hans eftir aðgerðina og að þau komi heil heim.
Hlakka auðvitað til að fá Völuna heim.
Á meðan á öllu þessu hefur gengið, er Mánalingur ömmustrákurinn minn búinn að vera með ælupestina alla helgina, en er sem betur fer á batavegi.
Ég er hjá þér, ó, Guð
sem barn hjá blíðri móður
og eins og fugl á mjúkri mosasæng.
Ég er hjá þér, ó, Guð,
já, þú ert hér, ó, Guð,
og nóttin nálgast óðum.
Ef þú ert hér, þá sef ég sætt og rótt.
(Kristján V. Ingólfsson)
Guð geymi okkur öll, - Góða nótt
Athugasemdir
Góða nóóóttt og hafið það gott öllsömul
Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.12.2008 kl. 22:33
sendi kærleik og hlýju.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2008 kl. 23:04
Sendi kærleik og ljós, Jóhanna mín!
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 23:24
Sæl og blessuð.
Yndislegt hjá Völu að fara til Stokkhólms að hitta afa sinn og ömmu. Mikið hlýtur þetta að hafa glatt þau að fá fallegu stelpuna sína í heimsókn. Dugleg er hún að koma frá Ameríku og svo til Stokkhólms og til baka.
Vona að hún fái frábærar móttökur svo þegar heim er komið á Hótel Mömmu.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.12.2008 kl. 23:28
Sigrún Jónsdóttir, 22.12.2008 kl. 00:48
Jónína Dúadóttir, 22.12.2008 kl. 05:53
Enn og aftur gerir þú það og enn og aftur segi ég: BANNAÐ AÐ GRÆTA MIG Í VINNUNNI
Fallegt blogg elsku fallega mamma mín, love ya allot... eVA.
Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 09:24
Sendi þér hlýjar kveðjur Jóhanna mín.
Ía Jóhannsdóttir, 22.12.2008 kl. 09:47
Úff, góðan dag elskurnar mínar. Nú er sko úti veður vott og ég að fara að kaupa jólagjafir.
Takk fyrir hlýjar kveðjur, hjörtu, kærleika og bros. Takk Rósa mín og þið allar.
Eva, sorry, hugsaði til þín þegar ég skrifaði þetta og hefði kannski átt að vara þig við. Ég verð væmnari með hverjum deginum og veit ekki hvar þetta endar!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.12.2008 kl. 10:53
hih.. bara gott held ég..
Afi og amma eru að pakka saman til heimferðar, afi fer beint inn hér heima og amma kemst í símann sinn ;)
Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 10:54
Rut Sumarliðadóttir, 22.12.2008 kl. 12:03
Blessun fylgi þér og þínum Mín Elskuleg..
Ég bið af hjarta barnið mitt
að blessist sérhvert sporið þitt.
Engill Guðs þér haldi í hönd
í hjarta þínu um ókunn lönd.
Sigríður B Svavarsdóttir, 22.12.2008 kl. 14:58
Þakka ykkur Rut og Sigríður.
Nú á vélin frá Stokkhólmi að vera lent, svo við bíðum bara eftir fréttum. Vonandi að allt hafi gengið vel. Ég var í masókismaleiðangri í Kringlunni, hrikalegt að gera sjálfum sér þetta. Eina sem er gott við að fara í Kringluna að maður hittir oft vini og kunningja. Þetta var ferð til fjárausturs.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.12.2008 kl. 16:22
Sædís Hafsteinsdóttir, 22.12.2008 kl. 20:33
Sæl Jóhanna Vala.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 03:52
Ég aftur,óvart ekki allveg rétt ávarp. Afaskið.!
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 03:52
Sæll Þórarinn, hún Jóhanna Vala (dóttir mín) átti þetta hjarta alveg skilið frá þér, því að hún er búin að standa sig eins og sannur engill!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.12.2008 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.