Myndablogg..

Aðfangadagskvöld var notalegt og gott, tvíburarnir mínir; Vala og Tobbi borðuðu hjá okkur, matseðill var rækjukokteill í forrétt, og svo þríréttaður aðalréttur; hnetusteik, hamborgarhryggur og humar! Nammi, namm....

 

Svo byrjuðum við að opna pakka, Tobbi var með hundinn Teklu í pössun og hún var algjört yndi. Við Tryggvi fengum fyndna gjöf frá krökkunum og Vala var búin að dúlla sér við að pakka í marga pakka; pakki 1) lítil kók (við Tryggvi fengum sitthvora) pakki 2) lakkrísrör (líka sitthvort) pakki 3) popp .. hmmm.. þetta leiddi að einhverju; pakki 4) dvd mynd  5) inniskór handa gamla liðinu og svo loks pakki 6) ábreiða fyrir tvo. Þetta var sko uppskrift að kósý kvöldi!

 

 

Eftir matinn rúlluðum við til Lottu systur, Vala og Tobbi komu við á spítalanum hjá afa sínum og kysstu hann gleðileg jól. Allir voru saddir og sáttir á Vesturgötunni, tvíburarnir Rósa og ísold slógu í gegn í krúttlegum Kínakjólum.

 

Börnin hans Tryggva komu heim um ellefuleytið, Bíbí dansdrottning, Gunna Lilja, Aggi m/jólasveinahúfu og svo íþróttaálfurinn sjálfur (í boði pabbans og Jógu)! Frá krökkunum fékk ég m.a. Tarotspil .. úúú... svo ég þarf víst að gerast spákona aftur, en hef ekki komið nálægt slíku í mörg ár!

Og svo rann upp jóladagur, í hádeginu fórum við með afganga til afa Agnars í Laufás (gleymdum myndavél) en það var hátíðlegt og allir fínpússaðir. Um kvöldið komu svo systkini mín, makar og afkomendur með mat á borðið. Við fórum í alræmdan "klósettpappírsleik" ..en það er bannað að upplýsa um hvað hann fjallar, en það er partur af leiknum!

 

Að sjálfsögðu mættu Rósa og Ísold og duttu í hatta og búninga yngsta fjölskyldumeðlimsins. Ísold hræddi okkur ógurlega með spider-man grímunni. Rósa kaus að vera með slökkviliðshatt og snúa honum öfugt. Bubba hatturinn var einnig mátaður.

 

 

Jólatréð er fínt og flott, og þarna er Már sem er duglegur að gæta litlu systra sinna.

Svona er þetta nú. Í gærkvöldi vorum við svo með boð fyrir Bedstemor og farfar eins og Máni kallar þau, og auðvitað voru þau í fylgd með Evu, Henrik og Mána. Vi spillede kort og havde det sjovt! .. og svo sækir Vala Jake sinn í fyrramálið en hann á að lenda eftir ca. 2 tíma í Keflavík. Það verða fagnaðar-ástarfundir! .. Í hádeginu í dag er svo fjölskylduboðsfundur, því stórfjölskyldan heldur sitt árlega jólaball þann 28. desember og mín fjölskylda skipuleggur þetta árið!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gaman að lesa. Ekta fjölskyldujól hjá ykkur Jóhanna mín

Sigrún Jónsdóttir, 27.12.2008 kl. 07:22

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 27.12.2008 kl. 08:44

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Sigrún mín,  mér finnst gott að vera svona umvafin fjölskyldunni og ég hlakka mikið til á gamlárskvöld þegar allt liðið okkar Tryggva ætlar að koma saman og borða hjá okkur!

Góðan dag Jónína mín!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.12.2008 kl. 09:30

4 Smámynd: Laufey B Waage

Aldeilis huggulegt.

Laufey B Waage, 27.12.2008 kl. 10:13

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Voða notalegt og gaman Laufey.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.12.2008 kl. 10:25

6 identicon

Æ, þetta hafa verið meiriháttar yndisleg jól hjá ykkur. Jólagjöfin til ykkar Tryggva aldeilis sniðug!

Hafðu það gott,

kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 11:35

7 Smámynd: Ragnheiður

Yndi. það er engu líkt að tilheyra slíkum úrvalshóp af fólki og mega kalla það sitt fólk

Ragnheiður , 27.12.2008 kl. 14:36

8 Smámynd: Brynja skordal

yndislegar myndir af ykkur gaman að skoða og lesa en mikið voru börnin sniðug með jólagjöfina ykkar frábær hugmynd og svo krúttlegt  takk fyrir æðislegt blogg og hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 27.12.2008 kl. 15:07

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegt að sjá jólagleðina í myndunum.

En ég get ekki stækkað.  Laga takk.

Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2008 kl. 21:15

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Æðislegar myndir, þessi jól hafa verið góð hjá þér og þínum... knús!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.12.2008 kl. 23:45

11 Smámynd: M

Gleðilega hátíð til þín og þinnar fallegu fjölskyldu.

Lokaði bloggsíðu minni um ókominn tíma eða jafnvel alveg. Er ekki að finna bloggneistann. En ég verð hér á ferðinni þrátt fyrir það og commenta hjá ykkur bloggvinum mínum áfram. Finnst það enn gaman :-)

Njóttu áramótanna.

M, 28.12.2008 kl. 01:28

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Yndislegt! Takk fyrir að deila þessu og gleðilega rest!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.12.2008 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband