Sunnudagur, 28. desember 2008
Gagnkynhneigðarremba ?
Ég er að byrja að lesa bók Dr. Sólveigar Önnu Bóasdóttur (lektor í guðfræðilegri siðfræði) sem gefin var út 2008, Ást, kynlíf og hjónaband.
Í upphafi bókar skrifar Sólveig Anna:
,,Eitt hið mikilvægasta í öllum siðferðilega góðum samböndum er að gagnkvæmni ríki, í merkingunni að sá sem auðsýnir réttlæti og ástundar kærleika og virðingu þiggi hið sama frá hinum aðilanum. Gagnkvæmni er hugsjón og viðmið sem gildir um öll góð sambönd, hvort sem í hlut eiga samkynhneigðir eða gagnkynhneigðir. (bls. 14).
Sólveig Anna staðfestir jafnframt tilfinninnigu mína að það séu eðlileg mannréttindi samkynhneigðra að fá að ganga í hjónaband undir jafngildri vígslu og vígsla gagnkynhneigðra.
Nýlega lenti ég i enn einni rimmunni við einn harðasta andstæðing þess að samkynhneigðir stundi kynlíf, þarf varla að taka það fram að þar er ég að tala um kaþólikkann Jón Val, sem á sér einhverja fylgismenn meðal meðlima í hvítasunnusöfnuðum, meðal aðventista og innan þjóðkirkjunnar og fl. safnaða, varðandi þetta mál. Jón Valur segir m.a.: "samkvæmt kristinni, biblíulegri og guðfræðilegri siðakenningu eru virkar samfarir fólks af sama kyni synd." (leturbreyting á ,,kenningu" er mín því mér finnst þetta segja svo mikið um þennan þankagang og einfaldleika þegar fólk situr fast í kenningum).
Af einhverjum ástæðum fæ ég nefnilega alltaf sting í hjartað þegar ég sé svona skrifað og ég tel að Kristur fái það líka. Hvert er æðsta boðorð Krists og æðra öllum? ,,Elskaðu náungann eins og sjálfan þig" .. hvar kemur elskan fram í kenningunum hans Jóns, sem dæma náungan, sem er vissulega kynvera, til lífs án kynlífs en vera kannski sjálfur í allri sinni gagnkynhneigðardýrð að njóta reglulegs kynlífs með sínum maka án hins minnsta samviskubits?
Á málþingi 2004 lagði Sólveig Anna fram þá tilgátu ,,að áhersla á Biblíuna sem mikilvægustu og stundum hina einu gildu heimild siðfræðilegrar íhugunar haldi málefninu samkynhneigð í gíslingu í kirkjulegu samhengi."
Að vissu leyti er það rétt, og ef við færum algjörlega eftir bókstaf Biblíunnar þá myndum við gera svo margt öðruvísi. Í Gamla testamentinu eru nefnilega ýmis heilagleikalög sem við höfum aldrei farið eftir og einfaldlega eru skrifuð inn í annað samfélag en er í dag.
Kristinn einstaklingur er ekki tóm tunna með bókstaf í hjartastað. Kristinn einstaklingur er tilfinninga- og skynsemdarvera, sem getur tekið við orðum Guðs og túlkar með með kærleika í hjartastað.
Sá eða sú sem tileinkar sér Krist sem fyrirmynd dæmir ekki fólk út frá kyni, litarhætti eða kynhneigð. Kristinn einstaklingur setur manngildi og mannréttindi í forgang. Lög Guðs eru mannréttindalög og við verðum að hætta að brjóta þau.
Legg jafnframt til þessa grein hjónanna og séranna Bjarna og Jónu Hrannar, þar sem þau skrifa um bók Sólveigar.
Love all serve all
p.s.
Bókin hennar Sólveigar Önnu gaf mér innblástur til að skrifa þetta, einnig bréf frá nafnlausum bloggvini sem sendi mér þakkir í tölvupósti nýlega fyrir mína sýn á trúmál, því að öfgahyggjan í trúmálum sumra hér á blogginu fældi hann frá trúnni. Síðast en ekki síst trúi ég að Jesús Kristur veiti mér innblástur en ég er staðföst í trúnni á hann.
Athugasemdir
Þú ert svo innilega heilbrigð í þessu öllu saman... hér átti að koma hjarta og brosandi andlit, en broskallarnir vilja ekki virka.
Jónína Dúadóttir, 28.12.2008 kl. 11:11
.. Takk elskulega Jónína mín, mínir broskallar virka og set þá hér inn fyrir þína hönd!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.12.2008 kl. 11:17
Þú ert svo einstök.. njóttu þess áfram Elskuleg.
Sigríður B Svavarsdóttir, 28.12.2008 kl. 11:37
Mínir virka aldrei þessu vant.
Ía Jóhannsdóttir, 28.12.2008 kl. 12:21
Mikið tek ég undir það sem þú skrifar hér Jóhanna mín. Ég hætti einmitt og fór úr söfnuði kristinna manna, vegna hroka og drambs hjá fólkinu sem þóttist eiga kenninguna og vera með allt á hreinu. Ég ákvað þá að fara eftir hjarta mínu, og halda í virðingu og kærleika til allra. Hverjir eiga rétt á að sortera fólk niður eftir kynferði, litarhafti eða skoðunum ? Slíkir dæma sig sjálfir að mínu mati, sorgleg þröngsýni og afturhaldssemi sem er þeim sjálfum verst. Kærleikskveðja til þín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2008 kl. 12:29
Svo sammála þér, gamla testamentið talar líka um grýtingar við hórdómi þetta er svona hentistefna hjá sumum , hemmhemm, en við brúkum þær ekki, það sem hentar hverju sinni er dregið fram annað látið liggja. Nefnum engin nöfn.
kærleikurinn er æðsta boðorð Jesú Krists, hann er stundum af skornum skammti hjá "trúmönnum" sem eru naglfastir og múraðir í ákveðnar kirkjur.
Rut Sumarliðadóttir, 28.12.2008 kl. 12:56
Jóhanna mín takk fyrir þennan frábæra pistil sem ég er svo sammála þér í.
einnig fór ég inn á síðuna þeirra mætu hjóna Bjarna og Jónu Hrannar, Séra Jóna Hrönn fermdi barnabarn mitt þar síðasta vor og er séra Bjarni frændi hans svo ég hef hitt þau persónulega, afar skemmtilegt að ræða við þau.
Takk fyrir kveðjuna inni hjá mér ljúfust og myndirnar hér að neðan eru yndislegar.
Ljós og kærleik til þín og þinna.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.12.2008 kl. 14:03
Þakka ykkur miklu frekar; Sigríður, Ía, Ásthildur, Rut, Milla og Auður.
Var að koma úr stórfjölskyldujólaboði og er bara býsna lúin og búin en alltaf yndislegt.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.12.2008 kl. 18:50
Vil taka það fram að ég veit að það er fullt af kærleiksríku fólki sem er ekki að viðurkenna mannréttindi samkynhneigðra til jafns við gagnkynhneigðra og ég tel það ekki af mannvonsku, heldur aðeins af því að vera of fast við að lesa Biblíuna sem er töluð inn í ákveðna tíma inn í okkar tíma. Sum atriði Biblíunnar, eins og kærleiksboðskapur er tímalaus, en margt annað á bara ekki við í dag.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.12.2008 kl. 18:56
Og sumum finnst þetta ekki vegna Biblíunnar, bara þeirra eigin málsstað og mannþrjósku og þröngsýni að svona eigi fólk ekki að vera... ég þekki svoleiðis fólk!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.12.2008 kl. 19:14
Góð athugasemd hjá þér Róslín, ég bind miklar vonir við ungu kynslóðina í svona málum.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.12.2008 kl. 19:19
Góð athugasemd hjá þér Róslín, ég treysti að víðsýni ungu kynslóðarinnar eigi eftir að ryðja veginn fyrir að manngildi sé vegið að jöfnu, hvers kyns eða kynhneigðar við erum.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.12.2008 kl. 19:22
Úps.. hélt að fyrri athugasemdin hefði ekki birst, tölvan mín í hægum jólagír!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.12.2008 kl. 19:23
Þú ert komin með rugluna, greinilega
Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.12.2008 kl. 20:16
Frábær skrif hjá þér Jóhanna,
Frelsi og friður til allra manna burt séð frá uppruna og menningu!
www.zordis.com, 28.12.2008 kl. 20:29
Frábær pistil hjá þér mín kæra. GAGNKYNHNEIGÐARREMBA finnst mér nýyrði ársins.
Rannveig H, 28.12.2008 kl. 21:32
Það má finna ýmsu staði í Biblíunni ef út í þá sálma væri farið og sjálfur trúi ég ekki á þá bók frekar en aðrar í mínum hyllum. Ég vona bara að allir hafi það notalegt yfir jólahátíðina bæði fjölskyldufólk og einstæðingar hvort sem þeir eru sam- eða gagnkynhneigðir.
Sigurður Þórðarson, 28.12.2008 kl. 23:09
Jóga!!!!
Á morgun, eða reyndar í dag, þá mun ég horfa í fyrsta skipti á Mamma Mia, varð bara að tilkynna þér það! Er núna að hlusta á lögin úr því....
... ef þetta er vælumynd mun ég væla!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.12.2008 kl. 00:51
Róslín!!!! frábært, ... það eru aðallega tvö "væluatriði" ..þar sem mamman er að undirbúa stelpuna sína undir brúðkaupið og svo þegar hún syngur "The Winner takes it all" .. hmmm...
Tek undir það með þér Sigurður; vona líka að við höfum það gott yfir jólahátíðina hvort sem við erum ein eða með öðrum, samkynhneigð eða ósamkynhneigð.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.12.2008 kl. 08:39
Er það ekki hugsanlegt að kirkjan hans JVJ hafi einmitt stolið trúnni og skrifað sitt kjaftæði yfir allan sannleikann í valdastríði sínu.
Er það hugsanlegt að guddi sé að bíða eftir að fólk hætti að trúa á bækur og sjálfskipaða túlkendur þeirra og hlusti þess í stað á sinn innri mann.
DoctorE (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 12:12
Frábær pistill hjá tér Jóhanna mín og ég er hjartanlega sammála tér.
hef ekki tíma núna til ad lesa pistilinn hjá Jónu og Bjarna en kannski seinna.Flottar myndir hérna í pistlinum á undann.
Kvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 29.12.2008 kl. 13:44
Sammála þér Rannveig mín, ég féll nú svolítið fyrir þessu orði!
Sammála Zordís, frelsi og friður til allra manna og takk fyrir bloggvináttuboðið sem mér var sannur heiður að þiggja.
Ég ætla að ýta á senda núna, svara fleirum síðar því að þegar ég hef athugasemdir langar eiga þær til að detta út og ég þarf að skrifa þær upp á nýtt!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.12.2008 kl. 16:18
Biblían er úrelt bók í dag og fólk á ekki að taka mark á einni bók heldur fara frekar eftir eigin sannfæringu og ekki láta einhverja gamla bók stjórna sér.
Sambandi við kynlíf samkynhneigðra þá sé ég ekki hvað er að því fyrir utan að það eru líkur á að það verði smá vesen þegar hommar hafa mök enda ***** ekki gerður fyrir það.
Ps Ég tel að maðurinn sé ekki kynvera og tel að það fylgi því bara vandamál að stunda kynlíf.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 29.12.2008 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.