Mánudagur, 29. desember 2008
29. desember 2008
Eva Lind mín fór í tuttuguvikna sónarinn í dag og litla barnið dafnar eðlilega, allt í fínasta lagi og fékk ég að sjá mynd og sýndist mér svipurinn nú bara líkur stóra bróður.
Reyndar átti stóri bróðir (4 ára) setningu dagsins þegar hann kvartaði við ömmu sína í morgun;
,,Mamma min er alltaf ekki að leyfa mér að fara í tölvuna, þá verð ég að kaupa mér tölvu einn!" ...
Ég er reyndar búin að bíða öll jólin eftir þessum degi; já, í morgun voru teknir saumarnir úr skurðinum á öxlinni sem er um 6 cm langur og verður víst fallegt ör eftir. En það gerir bara ekkert til því að ég fékk svo fína niðurstöðu, þ.e.a.s. að í þessu stóra sýni fannst ekki tangur né tetur af meini! ..
Læknirinn sagði þó að þetta væri grafalvarlegt, þó ég gæti ekki hætt að brosa inní mér, og ég þyrfti að vera í eftirliti í fimm ár. Upprunalega meinið hafði farið ansi djúpt, en ég slapp fyrir horn vegna þess að ég leitaði, þrátt fyrir allt nógu snemma til læknis. (Svo hafa fallegar hugsanir og bænir vina og ættingja örugglega ekki skemmt fyrir).
Látið endilega kíkja á ykkur ef þið eruð með skrítna, óreglulega fæðingarbletti! .. Hægt að lesa um þetta t.d. hér.
Eigum góða daga..
Athugasemdir
Krúttið litla, verður bara að kaupa sér tölvu E I N N ...
gott að þetta er í góðu lagi hjá þér
Knús á þig
Ragnheiður , 29.12.2008 kl. 23:11
Sá stuttu verður nú bara að fá fartölvu he, he.
Ég óska þér hjartanlega til hamingju og skil það vel að þú brosir hringinn.
Kveðja Ásgerður
egvania, 29.12.2008 kl. 23:19
Hringbros eru falleg! Til lukku með góðan árangur og ömmudrengurinn þarf greinilega sitt!
www.zordis.com, 30.12.2008 kl. 00:04
Til hamingju með niðurstöðu
Sigrún Jónsdóttir, 30.12.2008 kl. 00:12
Hann á bara að bíða þangað til foreldrar sínir kaupa sér nýja tölvu og hertaka þá nýju og leyfa þeim að húka með þá gömlu...
... en samt ekki fyrr en eftir nokkur ár!
En ég er svoooo ánægð með þér, að það finnist ekki neitt lengur!! Ég ætla sko aldeilis að muna þig næstu fimm árin, og hugsa til þín! (Reyndar ætla ég nú samt að vona að ég muni eitthvað þekkja þig líka þá...
Knús á þig og þína
Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.12.2008 kl. 00:26
Sæl og blessuð
Frábærar fréttir að það hafi ekkert mein fundist. Lof sé Guði.
Til hamingju með litla barnið sem er á leiðinni.
Yndislegur strákur sem ætlar að fara út í stór kaup. Greinilega stórhuga.
Guð blessi ykkur öll og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.12.2008 kl. 00:40
Frábær útkoma úr sýninu, enda ekki rökrétt að það sé einhver meinsemd í svona góðri manneskju:-)
Ég stend með þeim stutta ;-)
Jónína Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 07:23
Gott að heyra af góðri niðurstöðu Jóhanna og Gleðilega jólarest
Huld S. Ringsted, 30.12.2008 kl. 09:10
Ánægjulegar fréttir Jóhanna mín. Eigðu góðan dag.
Ía Jóhannsdóttir, 30.12.2008 kl. 10:21
Til hamingju með þessar góðu fréttir ! Eigði góð áramót og gleðilega rest
Sunna Dóra Möller, 30.12.2008 kl. 10:42
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.12.2008 kl. 11:42
Hr. Ísak Máni, ofdekraði prinsinn minn kann sko hana ömmu sína! haha.. en er svo sjov..
29. des var góður dagur ... litla ofvirka krílið í bumbunni alveg í þvílíku fjöri..
vangasvipur líkt stóra bróður en er hrædd um að róin sem er yfir Mána ríki ekki yfir þessu ofvirka kríli ... hih.. luv
Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 12:09
Gott mál.
Rut Sumarliðadóttir, 30.12.2008 kl. 12:20
Sæl Jóhanna (gervi) Guðfræðingur ! Hef áhugavert blogg fyrir þig er nefnist : Hið eðlilega óeðli . Þar má líka finna stórskemmtilegt myndband . Ljúft væri að fá svo komment þar fyrir neðann frá þér (?)
Júrí (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.