Miðvikudagur, 31. desember 2008
Síðasti dagur ársins - nú er hátíð!
Nú er kominn 31. desember 2008. Við sitjum hér tvö, ég og yngsti fjölskyldumeðlimurinn, hann horfir á barnaefni í sjónvarpinu og ég pikka inn síðasta blogg mitt á árinu, en horfi með öðru auganu á talandi fugla í sjónvarpinu.
Talandi um fugla; Breytti matseðli kvöldsins á síðustu stundu úr kalkún í innbakaðar nautalundir og kjúklingabringur. Það kom nú ekki af góðu, en ég gleymdi að kaupa kalkúninn! .. mundi það í gær og vissi að ef ég ætlaði að ná að afþýða hann myndum við Tryggvi þurfa að sofa með hann á milli, en það fær sko enginn frosinn kalkúnn að koma upp á milli okkar. Svo er náttúrulega bara algjört nammi að snæða innbakað kjöt m/steiktum sveppum, lauk og papriku smurðu ofan á! slurp.. Þarf að hafa bæði rautt og hvítt kjöt vegna sérvisku fjölskyldunnar í mataræði.
Við verðum alls 13 í mat, fáum að hafa alla afkomendur okkar og maka þeirra hjá okkur í kvöld! Gleði, gleði, gleði... og ég er sko búin að leggja á borðið og allt!! setti bara tvö borð saman, og skreyta með höttum,lúðrum, grímum og confetti - ...
Smá boðskapur í lokin: Við sem erum með börn í kringum okkur; förum varlega í vínið - ekkert er leiðinlegra og meira niðurdrepandi en ölvaðir foreldrar (eða ömmur og afar)..
Knús og krams inn í kvöldið, þakka bloggvináttu á árinu og óska ykkur öllum GLEÐILEGS ÁRS 2009!
Athugasemdir
Bestu óskir um gleðileg áramót til þín og þinna Jóhanna mín og takk fyrir ánægjuleg samskipti á árinu
Sigrún Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 11:27
Takk og sömuleiðs dúllurassinn minn. Þú ert frábær.
Rut Sumarliðadóttir, 31.12.2008 kl. 11:44
Bestu óskir um gleðilegt nýtt ár 2009
Ía Jóhannsdóttir, 31.12.2008 kl. 11:47
Gleðilegt ár
Sunna Dóra Möller, 31.12.2008 kl. 11:54
GLEÐILEGT ÁR SIGRÚN! OG TAKK SÖMULEIÐIS..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.12.2008 kl. 12:09
Rut þú ert frábær! .. Gleðilegt ár!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.12.2008 kl. 12:13
Gleðilegt ár Ía mín - vona að nýja árið færi þér endalausa gleði!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.12.2008 kl. 12:14
Mikið sem ég samgleðst þér innilega, að hafa alla fjölskylduna hjá þér.
Njóttu áramótanna mín kæra.
Gleðilegt nýtt ár - og takk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Laufey B Waage, 31.12.2008 kl. 12:14
Gleðilegt ár sömuleiðis Sunna mín, megi nýja árið færa ykkur fjölskyldunni farsæld!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.12.2008 kl. 12:20
Megi nýja árið færa þér og öllu þínu fólki gleði, hamingju og allt það besta sem þið getið óskað ykkur mín kæra, með þakklæti fyrir frábær "kynni" á árinu
Jónína Dúadóttir, 31.12.2008 kl. 12:20
Sammála þer með áfengið,ekkert eins ömurlegt eins og sjá forerdra drukkna með börnin sín.Óska þer og þínum árs og friðar og takk fyrir bloggvináttu
Sædís Hafsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 12:21
Þakka þér fyrir Laufey, gleðilegt ár!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.12.2008 kl. 12:22
Takk sömuleiðis mín hressa Jónína!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.12.2008 kl. 12:25
Þakka þér Sædís, við erum sammála um þetta.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.12.2008 kl. 12:27
Hmmm... ég er að missa mig í kveðjunum og myndunum, kópí peist, .. ætti kannski að fara að huga að því að þurrka eitthvað ímyndað ryk eða vökva blóm? ... Er ótrúlega afslöppuð hér á síðasta degi ársins. Er þá ekki eitthvað að manni? .. hehe..
p.s. Var að fá faðmlag frá þér Sædís, takk fyrir það! Knús.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.12.2008 kl. 12:30
Mikið held ég að verði gaman hjá ykkur.
Gleðilegt ár Jóhanna mín og takk fyrir vináttuna á árinu sem er að líða.
Anna Guðný , 31.12.2008 kl. 13:28
Gleðilegt nýtt ár til þín og þinna elsku besta Jóga mín!!!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 31.12.2008 kl. 14:05
..... og, og, og, og!!
Ég hlakka til að stoppa í kaffi hjá þér einhverntíman á næsta ári, er það ekki sniðugt?
Róslín A. Valdemarsdóttir, 31.12.2008 kl. 14:06
Hafðu það gott um áramótin Jóhanna, ég bið líka að heilsa öllum ættingjum sem þarna verða.
Emil Hannes Valgeirsson, 31.12.2008 kl. 14:10
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 15:54
Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 17:03
Gleðilegt ár Jóhanna mín. Takk fyrir þau gömlu.
Bestu kveðjur til allra.
Elva
Elva (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 20:45
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 18:17
Ó mæ...það myndi nú ekki hvaða húsmóðir sem er viðurkenna að hafa gleymt að kaupa kalkúninn hehe
Veistu þú ert æði, svo hrein og bein og einlæg og frábær.
Takk fyrir 2008...hlakka til 2009 hér á síðunni þinni
Knús alla leiðina
Ragnheiður , 3.1.2009 kl. 22:23
Takk Ragnheiður fyrir fallegt komment um mig, I love it!
Knús Jenný og gleðilegt ár Elva mín og ég skila kveðjum!
Takk sömuleiðis Ingibjörg, þetta var voða notó!
Takk Ásdís og takk Rósa Guðsbarn.
Gleðilegt ár Anna Guðný og gleðilegt ár Emil frændi, kem kveðjunni áleiðis!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.1.2009 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.