La Vita e Bella - Lífið er fallegt .. (Áhyggjur barna af fjármálum)

 

Þeir sem hafa séð kvikmyndina "La Vita e Bella" muna eflaust eftir pabbanum sem gerði fangavistina að leik svo sonur hans vissi aldrei að hann væri í fangelsi. Auðvitað var þetta mjög ýkt og myndi eflaust aldrei ganga upp, en boðskapur myndarinnar var fallegur. Pabbinn lagði sig allan í það að gera bernsku sonarins eins bærilega og hægt var miðað við aðstæður.

 (Ef þið hafið ekki séð myndina mæli ég með henni, að vísu er þetta 5 vasaklúta mynd af 5 mögulegum)!

Ástandið í dag kallar okkur til að við verndum börn okkar fyrir áhyggjum okkar, sem eru fullorðinsáhyggjur.  Við komumst aldrei hjá því að ræða við þau um ástandið, en þá um leið að láta þau vita að þau þurfi engar áhyggjur að hafa, þær tökum við að okkur fyrir þeirra hönd. Sumar áhyggjur eru bara merktar með rauðu (eins og á sjónvarpsskjánum) og eru bara alls ekki við barna hæfi. Við eigum að veita börnum eins áhyggjulausa æsku eins og er í okkar vald sett.

 

Tekið af www.persona.is 

Börn hafa áhyggjur af fjármálum

Í Bandaríkjunum hafa sérfræðingar tekið eftir því að eftir því sem efnahagur versnar og fjármál heimilanna verða erfiðari eru það ekki bara þeir fullorðnu sem hafa áhyggjur heldur hafa áhyggjur barna af sömu hlutum aukist.

"Börnin hafa áhyggjur af því hvort foreldrar þeirra geti keypt í matinn eða þau hafa áhyggjur af því að þurfa að flytja inn til annarra fjölskyldumeðlima vegna þess að foreldrar þeirra geti ekki greitt af húsnæðislánum.
Afleiðingarnar eru þær að börnin fá kvíðaeinkenni eins og magaverk og svefntruflanir. Kennarar segja að það sé erfitt fyrir börnin að einbeita sér í skólanum þegar hugur þeirra sé annarsstaðar og þau hafi áhyggjur af því hvort þau þurfi að flytja, hvort rafmagnið verði tekið af eða hvort einhver geti sótt þau í skólann ef það er ekki til peningur fyrir bensíni. Oft eru þetta börn sem þangað til fyrir skömmu hafa haft allt til alls.
George Schulz, sálfræðingur sem hefur verið við störf í 25 ár, segir að þeir efnahagsörðugleikar sem fólk glímir við í dag séu að vissu leyti ólíkir þeim sem áður hafi gengið yfir. Nú sé fólk oft í verulegri hættu á að missa heimili sín og það auki óöryggið mjög mikið. Hann segir einnig að foreldrar ræði fjármál sín of mikið við börn í dag. Ekki sé hægt að ætlast til þess að börnunum að þau verði þátttakendur í skipulagningu fjármála heimilisins. Það valdi þeim einungis ónauðsynlegum kvíða að vita of mikið."

Orlandosentinel.com
ESB

Börn eru blessun og okkar að hjálpa þeim að halda sakleysi sínu eins lengi og unnt er, nógu fljótt fá þau víst að kenna á henni veröld.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bella Donna ert þú elskan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.1.2009 kl. 21:02

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Ljós til þín Ljúfust..

Sigríður B Svavarsdóttir, 5.1.2009 kl. 21:56

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Uss, uss Ásdís ég fer hjá mér  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.1.2009 kl. 22:21

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Nákvæmlega Auður, börn verða að fá að vera börn.

Knús til baka.

Ljós til þín Sigríður.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.1.2009 kl. 22:23

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sammála þessu, börn eiga að fá að vera börn og vitlausari rök hef ég aldrei heyrt á ævinni: "hún vildi þetta" það væri svona svipað og barnið mitt vildi hríðskotabyssu í afmælisgjöf og ég segði bara já elskan og keypti hana! Það er okkar fullorðna fólksins að vernda börnin og að hafa vit fyrir því hvað er þeim hollt og hvað ekki!

Kveðja

Huld S. Ringsted, 5.1.2009 kl. 23:03

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Satt,.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2009 kl. 23:11

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Innilega sammála

Jónína Dúadóttir, 6.1.2009 kl. 06:18

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flottur pistill Jóhanna

Sigrún Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 13:53

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Auddað, & þetta er handklæðamynd, ekki vazaklúta.

Steingrímur Helgason, 6.1.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband