Surprise! ... afmæli fyrir Önnu "frænku"

Anna Agnarsdóttir, mágkona mín varð 60 ára í gær, 9.janúar. Anna hafði ráðgert að fara út að borða með dætrum sínum, tengdasyni og barnabörnum á Bantai, en dæturnar höfðu samband við restina af nánustu fjölskyldu og buðu okkur að taka þátt í að koma Önnu á óvart. Við mættum því um tuttugu manns hálftíma fyrr og tókum á móti Önnu með afmælissöng henni að óvörum og, sem betur fer, til mikillar gleði! Hér á heimilinu er hún yfirleitt kölluð Anna frænka, enda mikil uppáhaldsfrænka Tryggvabarna.

Mér þótti upplagt að fikta aðeins í textanum við Önnu í Hlíð, þar sem hún Anna býr í Blönduhlið. Allt sem fram kemur í textanum á vel við hana, en Anna er einstaklega góð, falleg og elskuleg kona og við sungum hátt og snjallt við undirleik Páls mágs hennar eftirfarandi:

(lag Anna í Hlíð)

Við saman höfum safnast hér
að gleðjast Önnu með
skvísan orðin sextug, það varla nokkur sér,
Því ungleg er sem blómarós
með brosið bjart og hlýtt
og henni nú til heiðurs, við syngjum:

„Anna er blíð"

Anna er blíð, Anna er blíð,
með augun brún, svo yndisfríð
svo elskuleg er alla tíð.
Anna er blíð, Anna er blíð,
nei, engin er eins fríð
og hún Anna í Blönduhlíð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 10.1.2009 kl. 05:42

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 10.1.2009 kl. 08:47

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábærlega vel heimfærður texti

Sigrún Jónsdóttir, 10.1.2009 kl. 09:24

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan dag mínar elskulegu Jónína, Ía og Sigrún (og takk)  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.1.2009 kl. 10:20

5 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Góður texti og segir allt sem segja skal um önnu sem á greinilega flotta fjölskyldu.Þetta er það sem lífið snyst um,fjölskyldan og gæðastundir saman

Sædís Hafsteinsdóttir, 10.1.2009 kl. 12:48

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sú hefur verið glöð trúi ég. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 15:26

7 Smámynd: www.zordis.com

Snillingar að koma Önnu í Blönduhlíð svona á óvart! Vá!! Ég fékk svipað surprise þegar ég varð 40 þann 4a jan en það voru reyndar ekki margir en afmælissöng og stjörnuljós á risastórum ís ..

Flott nýji headerinn þinn, blómarós!

www.zordis.com, 10.1.2009 kl. 21:17

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ætla nú bara að þakka fyrir daginn 'frænka'

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.1.2009 kl. 01:03

9 Smámynd: Laufey B Waage

Þetta hefur verið gaman. Þú skemmtileg að "staðfæra" þennan söng fyrir hana.

Laufey B Waage, 11.1.2009 kl. 16:12

10 Smámynd: Karl Tómasson

Frábært Jóhanna. Það er gott að eiga góðar vinkonur og vini.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó

Karl Tómasson, 11.1.2009 kl. 22:09

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.1.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband