Flensan sækir okkur heim ..Yes Man, góður fiskur og Gettu betur

Nú liggur maðurinn flatur, ekki fyrir mér heldur fyrir flensunni eða a.m.k. frænku hennar. Á laugardag fór ég í bíó með ungu vinkonu minni, fröken Róslín frá Hornafirði, en hún var búin að gefa mér "hint" að við gætum hist þar sem hún var í bænum. Ég veit hún les þetta; svo takk fyrir skemmtilega bíoferð!

Við skelltum okkur á Yes-Man, sem er nú bara ágætis mynd, kom  á óvart. Ekki alveg boðskapslaus, bæði verið að hvetja fólk til að vera jákvæðara EN um leið að segja ekki já við öllu. Afleiðingarnar geta skilið okkur eftir nakin. Þið skiljið þetta ef þið farið á myndina. Einnig var myndin leynt og ljóst ádeila á heilaþvottatrúboð þar sem fólk hlýðir gagnrýnislaust ákveðnum leiðtoga.

Í gær komu Lotta, Már og skotturnar Ísold og Rósa, Eva, Henrik og Máni, að ógleymdri mömmu í mat. Eldaði ljúffengan fiskrétt m/broccoli, lauk, púrrlauk, papriku, rjómaosti, mango, sýrðum rjóma. Velti fiskinum upp úr hveiti og eggi, kryddaði með indversku karry, herbamare, smá tandoory sósu og pipar og steikti létt í olíu. Meðlæti voru rósmarínkartöflur, hrísgrjón og hrásalat. Framreitt með volgu ólífubrauði.

Nú bíð ég eftir að Hraðbraut byrji að keppa í Gettu betur. Þau áttu að byrja 20.30 en ég bíð bara spennt. Kemur í ljós hvað verður, þau eru mjög bjartsýn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 12.1.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Auðvitað les ég! Takk æðislega fyrir mig, og vonandi get ég svo kíkt í heimsókn næst þegar ég kem - það er held ég langt í það, svo það verður bara meira skemmtilegt...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.1.2009 kl. 21:25

3 identicon

Hann hljómar alveg rosalega girnilega, þessi fiskréttur!

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:43

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ohhhhh... Hraðbraut tapaði í gettu betur :( .. svolítið fúlt.

Hæ brosandi Jónína!

Já, datt það í hug Róslín. Vertu velkomin.

Takk Ásdís, hann heppnaðist bara mjög vel.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.1.2009 kl. 22:06

5 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

haha ætlaði að segja sama og ásdís,svona eru þessir vestmannaeyingar,alltaf að hugsa um fisk hihi.uuummm ætla að prufa.Gætiru kannski skrifað uppskritina her eða.....

Sædís Hafsteinsdóttir, 12.1.2009 kl. 22:28

6 identicon

Æ já, tek undir það með henni Sædísi, geturðu kannski hripað uppskriftina hérna á bloggið hjá þér?

Fúlt að Hraðbrautin tapaði!

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 23:30

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert agaleg, við erum bullandi veik hér á kærleiks og ég hef ekki getað borðað í allan dag.

Nú sit ég og slefa af hungri.

ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.1.2009 kl. 23:57

8 identicon

Sæl Jóhanna.

Komin á kreik eftir mikinn kvittdoða hjá nánast öllum bloggvinum. Náð að setja færslur eina og eina.Heilsan hefur ekki verið mér hagstæð.En hvað um það.

Jæa,þetta lá í loftinu að þið mynduð hittast Næsti eða þar næsti Forseti Íslands og væntanlegur Skólastjóri Bloggskólans ( mín orð).

Einhvers staðar heyrði ég þetta:

SÁ SEM EKKI KANN AÐ TAKA TAPI Á EKKI SKILIÐ AÐ VINNA.

Allt er einu sini fyrst.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 05:48

9 Smámynd: Laufey B Waage

Ég fylgdist líka með Gettu betur. Varð hugsað til þín þegar Hraðbraut "steig á stokk".

Laufey B Waage, 13.1.2009 kl. 10:57

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Uppskrift segið þið, hmmmm, hvað er nú það?

Ég s.s. elda yfirleitt og alltaf eftir tilfinningu og er mjög köld í eldamennskunni. Yfirleitt tekst nú bara vel til. Fiskur sem eldaður var á sunnudag:

1/2 saxaður laukur

1/2 söxuð púrra

1 bakki sneiddir sveppir

1 rauð paprik skorin í bita

1 poki frosið brokkolí

smá rækjur ef fólk vill

rjómaostur

sýrður rjómi

laukur, púrra, sveppir steikt (bara kraumað)  í stórum potti í blöndu af smjöri og Isio olíu, eða annarri góðri olíu. Kryddað með Herbamare.

Slatti af rjómaosti ca 1/3 úr boxinu sett útí og brætt. Þegar það er bráðnað er bætt í ca. 1/2 dós sýrðum rjóma og 1-2 msk mangó chutney, eftir hvað maður vill hafa þetta sætt.  Svo má bara hella frosnu brokkolí útí og malla sósuna. Ef maður vill hafa hana þykkari setja örlítinn sósujafnara.

Well.. þetta var jukkið.

Svo eru það:

ýsubitar  (ég bara frosna ýsubita, beinhreinsaða)

indverskt karrý duft

herbamare

grófur malaður pipar

2-3 mtsk tandoory sósa (átti afgang frá kvöldinu áður og má sleppa)

1-2 egg

hveiti (eða spelt ef þið eruð í heilsunni) 

Setjið kryddið út í hrærð eggin, velti ýsubitunum upp úr því og svo í hveitið.

Hitið olíu á pönnu og brúnið að utanverðu (allt í lagi að gera við gaddfreðna bita)

safnið bitunum í ofnfast fat , og setjið inn í ofn í ca. 10 mín eða þannig að bitarnir séu steiktir  í gegn en alls ekki þurrir!

Steikið parísarkartöflur í smá olíu kryddið með herbamare og rósmarín.

Ef fólk vill er gott að hafa grjón líka, hrásalat og brauð.

(þetta var sko sunnudagsmatur).

Jukkið eða sósan er framreitt í sér skál, en auðvitað mætti hella því yfir fiskinn áður en hann fer í ofninn. Er bara með sérvitra krakka sem vilja "hreinan" fisk!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.1.2009 kl. 10:59

11 Smámynd: M

Þessa "uppskrift" langar mig að prófa Hljómar vel.

Góðan bata.

M, 13.1.2009 kl. 11:57

12 identicon

Takk Jóhanna mín, ég á örugglega eftir að prófa þennan!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 23:40

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er tær snilld þessi uppskrift og ekki ólíkt því sem ég er oft með og afmarkast of að því sem til er í ísskápnum, en grænmetis jukkið er gott með öllu einnig eintómt með brauði.
Farðu vel með þig ljúfust.
Sendi þér ljós og kærleik
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.1.2009 kl. 16:25

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vona að þú sért að koma til Jóhanna mín

Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband