Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Fréttir úr flensubæli ..
Bíbí dóttir Tryggva, sem var að hefja nám í Kvikmyndaskóla Íslands, kom hér við í hádeginu í gær. Ég stóð ekki brosandi með túperað hár og svuntu til að taka á móti henni, heldur lá ég hér í sófanum með fína teppið sem Vala keypti í Ameríku og krakkarnir gáfu okkur saman í jólagjöf, með úfið hár og í mínum mjúka náttslopp, hálfrænulaus í minni pest. Við erum s.s. þrjú hér enn liggjandi. Tryggvi búinn að vera veikur alla vikuna, ég í tvo daga og Aggi í þrjá. Ég vonast til að komast til vinnu á morgun, ómissandi konan!
Jæja, ég byrjaði á Bíbí, en hún tilkynnti þegar hún var búin að fá sér hádegissnarl að hún væri sko farin úr þessu húsi þar sem allir væru veikir. Það var ekki mikið um knús og kossa, því þetta virðist vera bráðsmitandi fj.....! Systir hennar, hún Gunna átti afmæli í gær, en hún er akkúrat líka veik, svo afmælisdagurinn hefur farið fyrir lítið.
Eva hringdi í morgun og ég sagði henni að hún og fjölskyldan mættu sko alls ekki koma í heimsókn, það eru mikil öfugmæli við það sem ég segi venjulega því ég vil auðvitað að þau komi sem oftast og ég er farin að sakna Mána míns gríðarlega. Þau eru í húsænæðisleit að leita að nýrri leiguíbúð og vonandi fer að rofa til. Íbúfenið er minn besti vinur þessa dagana, því að ég fæ "flashback" frá hálskirtlatökunni, þar sem í minu tilfelli, er hálsinn helaumur.
Fylgdist með borgarafundi í gær og datt aðeins inn í stemmninguna, en mér finnst fólkið stundum vera svolítið dónalegt hvert við annað. Eins og þegar Halla Tómasar var að tala, ég held að hún ætti að vera einn af nýjum leiðtogum. Hef oft hlustað á hana og hún er með alls konar spil upp í erminni sem eru fjölskylduvæn í fyrirtækjum o.fl. og ég fell fyrir slíku.
Villi frændi hefur verið að brillera (enda ofurklár) á blogginu sínu og var umfjöllun um hann í Staksteinum Morgunblaðsins í gær. Hann ætti að vera fjármálaráðherra eða Seðlabankastjóri.
Ég er sko líka klár (mont, mont) en á allt öðrum sviðum, skil lítið sem ekkert í þessu Down Jones kjaftæði, hvað þá Indiana Jones! Ég er kannski skást á þessu mannlega sviði og langar helst til að vera trúmálastjóri eða eitthvað svoleiðis, sameina bara alla sem vilja gera gott undir eina kærleikans regnhlíf, gula, rauða, bláa, og græna ! .. Veit að ,,sanntrúaðir" kalla það grautartrú, en grautur getur einmitt verið góður og nærandi!
Kveðja til ykkar þarna úti! .. ég ætla mér að komast á fætur eigi síðar en á morgun.
Upp, upp mín sál og allt mitt geð! (sagði mamma á hverjum morgni þegar ég var krakki).
Athugasemdir
Ljós og kærleikur til þín ljúfust mín
Sigríður B Svavarsdóttir, 15.1.2009 kl. 12:55
Já, Jóhanna mín, ég kannast vel við Magga Toll og hans skyldfólk á Akranesi!
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 13:15
Jóhanna þú verður bara olíumálaráðherra ef það næst af Össuri. Við þurfum að losna við þessa einræðisráðherra. góðan bata. v
Valdimar Samúelsson, 15.1.2009 kl. 13:22
Valdimar; ég vil vera ilmolíuráðherra!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 13:26
Ásdís, heimurinn er svo lítill á Íslandi, við erum auðvitað öll skyld og svo þekkjast allir einhvern veginn eða þekkja einhvern sem þekkir einhvern!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 13:27
Ljós og kærleikur til þín Sigríður!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 13:28
Ekki flýta þér um of í vinnuna.....mér hefndist fyrir
Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 13:32
Úps Sigrún, þekki það syndrom. Það er bara svo skrítið að ef ég ligg ekki meðvitundarlaus er ég með samviskubit yfir að vera ekki í vinnunni.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 13:40
Ég get aldrei legið í rúminu með flensu án þess að fá samviskubit. Meira segja eftir að ég hætti að vinna. Verð alltaf að vera að gera eitthvað.
Þú færð mitt atkvæði sem ilmolíuráðherra.
Rut Sumarliðadóttir, 15.1.2009 kl. 13:59
Þú verður bráðum forseti Íslands (sanngjart, því svo tek ég við þegar þú verður orðin gömul!), og þá verður Ísland örugglega hæst hvað lífsglatt fólk varðar og allt gott við Ísland!
Láttu þér batna elsku besta Jóga mín!!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.1.2009 kl. 14:16
Ætli þetta sé eitthvað í uppeldinu Rut? .. Takk fyrir atkvæðið. Ég er til í að vera ilmolíuráðherra, eða helst ráðdama af því ég er svo mikil feministabelja.
Sæl Róslín, hehe... já ætti ég að skella mér í framboð þegar Óla verður "sparkað" ..hm, hm.. maður á kannski ekki að segja svona.
Þú kemur svo bara strax í þjálfun sem forseti. Mikilvægast er hverri manneskju að taka sjálfa sig ekki of hátíðlega og þykjast ekki meiri en aðrir. Þannig þarf forseti að vera.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 14:28
Hmmm.. ilmolíuráðherra + forseti. Það verður þá alltaf góður ilmur á Bessastöðum!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 14:30
Vona að heilsan komi smátt og smátt.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 15:59
Batakveðjur yfir hafið til þín Jóhanna mín.
Ía Jóhannsdóttir, 15.1.2009 kl. 16:28
Þakka ykkur Ásdís og Ía, vonandi er farið að hlýna í Prag!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.