Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Börn sem hafa enga vörn .. á Gaza
Ég fór að sjá leikritið fólkið í blokkinni fyrir jól. Einstaklega mannlegt og fallegt stykki. Þegar Jóhann Sigurðarson söng ljóð Ólafs Hauks Símonarsonar, snerti það mig í hjartastað og kom fram á mér tárunum (mildly spoken). Það er svo erfitt að hugsa til þeirra barna sem eins og í laginu segir; "hafa enga vörn".
Erfitt líka að vera svona máttlaus hér og aðgerðalaus og vita af þessum morðum á börnum og fullorðnum á Gazasvæðinu. Helför í beinni og heimurinn er ráðalaus.
Textinn með þessu lagi er hér fyrir neðan:
Já, þegar stjörnuaugun opnast hljóð
á Ísalandi sofa börnin góð,
og þótt hrollkaldur vindur hefji upp raust,
þau búa í húsi sem er bjart og traust.
Í öðrum löndum eru önnur börn
sem eiga ekkert rúm og eiga enga vörn.
Góða nótt, góða nótt, góða nótt, góða nótt.
Góða nótt, góða nótt, góða nótt, góða nótt.
Við elskum ykkur meir en orð fá lýst.
Já, einu gildir hvernig hjólið snýst,
því ef þið eruð heilbrigð, glöð og góð
getur enginn bætt neinu í okkar sjóð.
En af hverju eru þá öll þessi börn
sem eiga í heiminum enga vörn?
Góða nótt, góða nótt, góða nótt, góða nótt.
Góða nótt, góða nótt, góða nótt, góða nótt.
Það er svo gott að sofna svæfli á
og svífa inn í draumlöndin blá.
Ef þú vaknar illa þá er einhver hér,
einhver sem hefur vakað yfir þér.
En hver á öll heimsins einmana börn
sem eiga enga hlíf, sem eiga enga vörn?
Góða nótt, góða nótt, góða nótt, góða nótt.
Góða nótt, góða nótt, góða nótt, góða nótt.
Athugasemdir
Takk fyrir þetta elskan mín, virkilega fallegt. Já, það búa ekki öll börn við sama öryggið og íslensk börn, við munum ekki alltaf hvað við höfum það gott. Kærleikskveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 20:10
Takk Ásdís mín, vissulega er til börn á Íslandi sem eflaust hafa enga eða litla vörn. En þegar ég horfi í kringum mig á mína nánustu og hvernig maður hefur verið vakinn og sofinn yfir sínum börnum. Þau hafa ekki þurft annað en að stynja uppúr svefni þá hefur maður verið kominn hlaupandi.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 20:23
Æ, það er alveg ótrúlega ósanngjarnt hvað mörg börn fá að upplifa rosalega erfiða æsku, allstaðar í heiminum. Öll börn eiga allt gott skilið, en ekki helmingur þeirra fær það sem það vantar..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.1.2009 kl. 21:00
Mér er ennþá óglatt eftir kvöldfréttirnar frá Gaza og hjartað grætur. Svo skelfilegt að mér er orða vant.
Rut Sumarliðadóttir, 15.1.2009 kl. 21:36
Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 21:37
Eitt er víst Róslín, heimurinn er ekki réttlátur - ef svo væri myndu engin börn deyja eða þjást :(
Sama hér Rut, hjartað grætur - gæti ekki orðað það betur.
Sigrún ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 22:29
Jónína Dúadóttir, 16.1.2009 kl. 08:26
Yndislegt ljóð Jóhanna mín og já þetta sem er að gerast á Gaza er svo sorglegt að mér líður illa, og ég hata gyðinga, þá sem eru á þessari línu. Vona að þeir eigi engan frið neinstaðar, þessi bölvaða Guðs Útvalda þjóð Sem þeir telja sig vera. Og málið er að í öðrum löndum eins og Austurríki eru þeir með sína eigin skóla, þar sem þeir telja börnunum trú um að einungis gyðingar séu fólk hinir eru svín. Sitjum við þá ekki á tímasprengju?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2009 kl. 09:26
Ég fór líka að sjá þetta fyrir jólin með Guðmundu systir og þetta er alveg yndislegt leikrit.
Ásthildur biðjum Jerúsalem friðar og leggjum niður allt hatur.
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 16.1.2009 kl. 11:39
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.1.2009 kl. 16:24
Sælar konur, ég tek nú undir orð Bryndísar Evu, .. hugsa að Gyðingar eigi líka saklaus börn. Tek líka undir orð Ásthildar, það er afskaplega ljótt að að flokka sig sem útvalda og líta á aðra sem óæðri. Einhvers staðar stendur að Guð fari ekki í manngreinarálit, og einnig segir að hvað sem við gerum okkar minnsta bróður það gerum við Jesú Kristi. Þyrftum að hafa það oftar í huga. En það virðast sumir alltaf velja hið illa.
Það þarf auðvitað að bjarga börnunum undan heilaþvættinum ef verið er að ala þau upp í að þau séu æðri. Hatur er alltaf neikvætt.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.1.2009 kl. 17:13
Skelfilegt eitt orð yfir það. Þeir sem lifa af verða að hefna sín alla ævina. Hrikalegt.
Ljós til þín ljúfust..
Sigríður B Svavarsdóttir, 16.1.2009 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.