Miðvikudagur, 4. mars 2009
Kvenréttindi og hinseginhugsun: Bleiki dagurinn 8. mars! .. má til með að auglýsa frábært framtak.
Kvenréttindi og hinseginhugsun: Bleiki dagurinn 8. mars!
"Messa og örþing í minningu Marcellu Althaus-Reid í Guðríðarkirkju í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna.Guðríðarkirkja stendur fyrir bleikum degi á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, með messu, súpu og róttæku femínísku hinsegin örþingi í minningu argentínska frelsunar-, kvenna-, hinsegin-, póstkólóníalguðfræðingsins Marcellu Althaus-Reid (1952-2009) sem lést 20. febrúar s.l.
Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir lektor í femínískri siðfræði við Háskóla Íslands prédikar, dr. Sigríður Guðmarsdóttir og sr. Sigrún Óskarsdóttir þjóna fyrir altari í messunni sem hefst kl. 11. Fluttar verða bænir sem kristnar konur frá Papúu, Nýju Gíneu hafa samið og þýddar eru af sr. Maríu Ágústsdóttur héraðspresti. Allir sálmarnir sem sungnir verða í messunni eru annað hvort ortir eða þýddir af konum.
Boðið verður upp á súpu og brauð og þvínæst hefst örþing kl. 13 í safnaðarsal Guðríðarkirkju:
Gunnbjörg Óladóttir doktorsnemi í trúarbragðafræðum: segir frá Marcellu Althaus-Reid, en Gunnbjörg sótti tíma hjá henni við háskólann í Edinborg.
Dr. Sigríður Guðmarsdóttir fjallar um bókina "Indecent Theology" sem Althaus-Reid gaf út árið 2000.
Ingibjörg Gísladóttir, M.A. í femínískri guðfræði fjallar um bók Althaus-Reid "The Queer God" frá 2003.
Fundarstjóri er Laufey Brá Jónsdóttir
Aþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti í heiminum er 8. mars. A baráttudeginum fagna konur efnahagslegum, félagslegum og stjórnmálalegum umbótum í átt til jafnréttis og stilla saman strengi til að vinna saman að frekari réttlætismálum. Baráttudagurinn á sér sérstaka heimasíðu á heimsvísu: http://www.internationalwomensday.com.
Alþjóðlegur bænadagur kvenna hefur verið árviss viðburður innan kristinna safnaða á Íslandi í á fimmta áratug. Hann er jafnan haldinn fyrsta föstudag í mars, um svipað leyti og hinn alþjóðlegi baráttudagur. Tilgangur bænadagsins er að koma saman til að biðja fyrir konum í mismunandi löndum og fræðast um aðstæður þeirra. Í ár ber alþjóðlegan baráttudag kvenna upp á sunnudag. Verða því þessir tveir alþjóðlegu kvennadagar sameinaðir í helgihaldi Guðríðarkirkju að þessu sinni og aðstæðna kvenna sérstaklega minnst í helgihaldinu þennan dag.
Þér er hér með boðið í Guðríðarkirkju á alþjóðlegum baráttudegi kvenna til að gleðjast með konum yfir þeim réttindum sem áunnist hafa, að biðja fyrir friði og réttlæti með konunum frá Papúu, að efla samstöðu fyrir réttindum kvenna um allan hinn stóra heim og að fræðast um einn athyglisverðasta kvennaguðfræðing síðustu ára."
Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir lektor í femínískri siðfræði við Háskóla Íslands prédikar, dr. Sigríður Guðmarsdóttir og sr. Sigrún Óskarsdóttir þjóna fyrir altari í messunni sem hefst kl. 11. Fluttar verða bænir sem kristnar konur frá Papúu, Nýju Gíneu hafa samið og þýddar eru af sr. Maríu Ágústsdóttur héraðspresti. Allir sálmarnir sem sungnir verða í messunni eru annað hvort ortir eða þýddir af konum.
Boðið verður upp á súpu og brauð og þvínæst hefst örþing kl. 13 í safnaðarsal Guðríðarkirkju:
Gunnbjörg Óladóttir doktorsnemi í trúarbragðafræðum: segir frá Marcellu Althaus-Reid, en Gunnbjörg sótti tíma hjá henni við háskólann í Edinborg.
Dr. Sigríður Guðmarsdóttir fjallar um bókina "Indecent Theology" sem Althaus-Reid gaf út árið 2000.
Ingibjörg Gísladóttir, M.A. í femínískri guðfræði fjallar um bók Althaus-Reid "The Queer God" frá 2003.
Fundarstjóri er Laufey Brá Jónsdóttir
Aþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti í heiminum er 8. mars. A baráttudeginum fagna konur efnahagslegum, félagslegum og stjórnmálalegum umbótum í átt til jafnréttis og stilla saman strengi til að vinna saman að frekari réttlætismálum. Baráttudagurinn á sér sérstaka heimasíðu á heimsvísu: http://www.internationalwomensday.com.
Alþjóðlegur bænadagur kvenna hefur verið árviss viðburður innan kristinna safnaða á Íslandi í á fimmta áratug. Hann er jafnan haldinn fyrsta föstudag í mars, um svipað leyti og hinn alþjóðlegi baráttudagur. Tilgangur bænadagsins er að koma saman til að biðja fyrir konum í mismunandi löndum og fræðast um aðstæður þeirra. Í ár ber alþjóðlegan baráttudag kvenna upp á sunnudag. Verða því þessir tveir alþjóðlegu kvennadagar sameinaðir í helgihaldi Guðríðarkirkju að þessu sinni og aðstæðna kvenna sérstaklega minnst í helgihaldinu þennan dag.
Þér er hér með boðið í Guðríðarkirkju á alþjóðlegum baráttudegi kvenna til að gleðjast með konum yfir þeim réttindum sem áunnist hafa, að biðja fyrir friði og réttlæti með konunum frá Papúu, að efla samstöðu fyrir réttindum kvenna um allan hinn stóra heim og að fræðast um einn athyglisverðasta kvennaguðfræðing síðustu ára."
Sjálf mun flagga bleiku í Berlín þessa helgi og kemst því miður ekki, en hvet alla/r sem vettlingi eða ullarsokk geta valdið að drífa sig!
Athugasemdir
Ég þarf að fara að flytja til Reykjavíkur. Ekki spurning.
Rut Sumarliðadóttir, 4.3.2009 kl. 13:30
Bleikt skal það vera
Jónína Dúadóttir, 4.3.2009 kl. 13:30
Þessi frábæri dagur er að koma!. Vá hvað tíminn líður.
Takk fyrir þetta Jóga mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.3.2009 kl. 16:21
Bleiki dagurinn, baráttudagur kvenna er góður dagur, ég tek alltaf þátt, þótt ekki sé annað en að klæðast bleiku
Sigrún Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.