Fimmtudagur, 5. mars 2009
Skúra, skrúbba og bóna - og breyta ..
Ég var voðalega iðin við að breyta og færa til húsgögnin hjá mér, og um leið og ég gerði það notaði ég tækifærið til að þrífa á bak við og undir því sem hreyft var úr stað! .. Stundum þarf að breyta, viðra, banka upp í mottum o.fl. Það er augljóslega kominn tími á breytingar á stjórnarskrá, og þá upplagt að dusta svolítið ryk og skúra í leiðinni.
Nú eru bæði gamlir (þreyttir) flokkar og nýjar hreyfingar að boða breytta tíma! Að vísu af misjafnlega miklum mætti.
Spurningin er hvort að þessar nýju hreyfingar og/eða gömlu flokkarnir séu akkúrat svar við þeirri eftirspurn eftir nýjum kröftum/áherslum sem fólk er að bíða eftir? ..
Hvað vantar, hvað viljum við sjá í nýju stjórnmálaafli? Vantar kannski þig? ;-) ..
Frumvarp um stjórnarskrárbreytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki mig....en ég vil sjá þig
Sigrún Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 00:47
Sæl Jóhanna.
Frábær hugleiðing hjá þér
Hrista ,berja banka !
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 00:48
Takk Sigrún mín, hver veit hvað maður/kona fer að gera ef hún sér ekki aðra leið en að taka sér sópinn sjálf í hönd! Já - og ekki sópa undir teppið, heldur undan því! .. Annars vinna margar hendur létt verk, að vísu held ég að nú þurfi extra margar og aktívar til að hlaða þær vörður sem þarf til að leiða okkur út úr þessari villuþoku sem "sumir" eru búnir að leiða þjóðina inn í. Svo maður tali nú ekki um (sið)blinda leiðtoga.. .. Ég vil ekki ráða leiðsögumanninn sem leiddi þjóðina í villuna til að leiða hana út úr henni aftur. Surprise!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2009 kl. 01:01
Sæll Þórarinn og takk fyrir innlit, ég leit nú yfir á siðuna til þín og sá hvar þínar áherslur liggja.
Við verðum öll að reyna að setja okkur í spor aldraðra og öryrkja og vinna fyrir þá sem hafa misst vinnu og/eða heimili.
Grundvallaratriði til lágmarks lífsgæða í velferðarþjóðfélagi er að eiga mat til að borða og síðan þak yfir höfuðið.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2009 kl. 01:04
Ég pant, ég pant!
.. neeei auðvitað, ég er ekki nógu gömul..
hmmm.... ég veit ég pant Jógu!
JÓGA í framboð, herinn burt! híííhíhí..
Ég er sammála Sigrúnu.... svo þetta hérna að ofan skiljist!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.3.2009 kl. 01:41
Jóhanna mín, ef ég hef ekki sagt það áður þá segi ég það aftur : Þú ættir að bjóða þig fram, ég hef fulla trú á þér til góðra verka og ég veit að það hugsa fleiri svoleiðis
Jónína Dúadóttir, 5.3.2009 kl. 06:05
Róslín, þú ert ótrúlega fyndin með þetta HERINN BURT dæmi! .. Þú hefðir átt að sjá mig á menntaskólaárunum, í grænu kápunni og með rauðköflótta trefilinn, þvertopp og gleraugu. Alveg tákngervingur herstöðvarandstæðings!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2009 kl. 09:11
Takk Jónína mín, - gott að fá svona stuðning.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2009 kl. 09:15
Ekki má gleyma að fara út í hornin....
Ía Jóhannsdóttir, 5.3.2009 kl. 10:28
Þarna má segja að ég hitti naglann rækilega á höfuðið!
Ef þú átt mynd af því verðuru að skanna inn og sýna mér
Það kemur mér ekki á óvart að þú hafir verið svoleiðis.. en ég bara verð að sjá mynd við tækifæri!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.3.2009 kl. 16:31
Flott hugleiðing hjá þér Jóhanna mín. 'Eg held að þetta sé spurning um traust. Getum við treyst því sem forystan segir? Og verða ný öfl kæfð í fæðingunni? Ég ætla að vera hörð á mínum mönnum að hafa á þeim sterkt aðhald. Þá ákvörðun er ég búin að taka. Ein með kökukeflið á lofti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2009 kl. 17:06
Nákvæmlega...
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.3.2009 kl. 18:45
Tek undir með Ásthildi að eftirfylgnin verður að vera til staðar og gott að nota til þess kökukeflið.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2009 kl. 18:48
Nákvæmlega Ía, út í hornum leynist oft gamalt ryk!
Kökukeflið er nýjasta "leynivopn" okkar kvenna Ásthildur og Milla!
Guðný Anna..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2009 kl. 23:29
Vegna þessarrar kökukeflisumræðu:
Ef bóndinn er súr á svipinn
og samlyndið ekki gott
Berðu hann þá með kökukefli
og komdu þér á brott!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2009 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.