Þakkarvert starf björgunarsveita - ætti að stofna andlegar björgunarsveitir líka?

Ég ligg hér upp í uppháldssófanum mínum, með stóru ábreiðuna sem börnin gáfu okkur Tryggva í jólagjöf. Úti er stormur og kuldi, en fólk er úti að berjast við kulda og trekk, fast í bílum og sem betur fer eru til björgunarsveitir! Það er ekki hægt að þakka það nógsamlega.

Ég ligg hér upp í uppáhaldssófanum mínum, með stóru ábreiðuna sem börnin gáfu okkur Tryggva í jólagjöf. Ég er södd, fékk kaffi og ristað brauð með osti í morgunmat, ég er heilsuhraust ég hef atvinnu og er andlega hress, þegar ég hef átt erfitt hef ég getað leitað mér hjálpar (og hef gert það) en það kostar peninga.  Úti, þarna einhvers staðar er fólk sem er ekki í þeirri stöðu sem ég er. Fólk sem þarf agút hjálp, kannski líður einhverjum illa á sálinni en það kostar 8000.- krónur lágmark að leita sálfræðings!!!.. Hvar eru björgunarsveitir þessa fólks? ..

Ef við lendum í skafli koma sjálfboðaliðar og hjálpa okkur lausum, en neyð okkar af andlegum toga getur verið alveg jafn aðkallandi en enginn kemur, enginn kemur til að losa okkur úr skafli sem við sitjum föst í - hversu hátt sem við hrópum. Úrræði vantar. Úrræði sem ekki kosta hönd og fót.

Ég þekki þetta svo vel úr eigin starfi. Starf mitt er með ungu fólki.  Unga fólkið okkar vantar úrræði, oft hef ég bent einstakling á að leita sálfræðings eða fá andlega aðstoð, en svo kemur í ljós að hann á ekkert bakland  eða baklandið er í verri málum en hann sjálfur. Peningar eru hreinlega ekki til fyrir þeirri aðstoð sem viðkomandi þarf! Þetta úrræðaleysi nagar mig ...

Það er spurning hvort málið væri að stofna einhvers konar sjálfboðabjörgunarsveit fyrir fólk í krísu. Einmana fólk, unglinga með vandamál, öryrkja sem þurfa hjálp o.s.frv.?

Kirkjan ætti kannski að taka þetta svolítið til sín, vera betra skjól þeim sem þurfa, en ekki eru allir tilbúnir að leita til kirkjunnar - finnst að ekki eigi að blanda Guði inn í sín mál..

Ég er bara að hugsa upphátt núna, er ekki komin með fastmótaða mynd af þessu, en þið mættuð alveg bæta í hugmyndabankann - úrræði fyrir þá sem sitja fastir í andlegum sköflum lífsins og þurfa björgunarsveit til hjálpar?  Hvað finnst ykkur?


mbl.is Björgunarsveitir að störfum í vonskuveðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nú er eitthvað til sem heitir Vinalína Rauða krossins, þar eru sjálfboðaliðar að svara í símann. Eða er það kannski hætt ?

Jónína Dúadóttir, 14.3.2009 kl. 14:53

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Nei, það má ekki gleyma því Jónína - vinalínan er í gangi. Kannski vantar þá, svona þegar ég fer að hugsa nánar út í þetta fagleg úrræði, þ.e.a.s. að fagleg þjónusta sé ekki svona dýr.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.3.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband