Ísland er mitt draumaland ... hvað sem hver segir ;-)

Ég er ekki tilbúin að líta á mig eða okkur Íslendinga eftir því hvernig aðrir sjá okkur þegar á móti blæs. Hefur ÞÚ eitthvað til þess unnið að litið sé niður á þig? .. Við eigum svo yndislega fallegt land, falleg fjöll, hreint loft og vatn, laus við flestar pöddur og moskítóflugur..

Fullt af fólki er að vinna við sjálfboðastarf, veitingastaður í bænum gefur súpu, snyrtifræðingur gefur Hjálpræðishersskjólstæðingum fótsnyrtingu einu sinni í viku. Í heimsóknartímum hjá mömmu sé ég fullt af góðu fólki leggja vinnu í að gleðja gamla fólkið. Það er margt gott að gerast ..

En betur má ef duga skal og enginn á að fara að svangur að sofa.  Enn og aftur hvet ég okkur til dáða, rétta út hendi þeim sem þarf. Á meðan við sinnum sjálfum okkur og  í framhaldi af því náunganum þá þurfum við ekki að skammast okkar. 

Stöndum stolt -  Látum engan blaðamann útí heimi segja okkur að við séum svona eða hinsegin - við vitum alveg að við erum bara alveg ókey (svona langflest LoL)

Fólk er ekki fífl og Íslendingar eru þar engin undantekning. Ísland er og verður alltaf mitt draumaland.

Ó, leyf mér þig að leiða

til landsins fjallaheiða

með sælu sumrin löng.

Þar angar blómabreiða

við blíðan fuglasöng.

 

Þar aðeins yndi fann ég,

þar aðeins við mig kann ég,

þar batt mitt tryggðaband,

því þar er allt sem ann ég.

Það er mitt draumaland. InLove

 

Snúllur_huldukot

 

 


mbl.is Íslendingar engir hálfvitar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Best að koma með fyrstu athugasemd hjá sjálfri mér, .. yndislegu dömurnar þarna á myndinni eru litlu frænkur mínar Rósa og Ísold, dugnaðardömur báðar! Við eigum mikinn fjársjóð í börnunum okkar. Ræktum þau; nr. 1, 2 og 3 ..

Já, já, mín börn minna mig reglulega á þegar ég gleymi að vökva og er þeim þakklát fyrir það! ..  ... 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.3.2009 kl. 14:39

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndisleg og hvetjandi færsla hjá þér Jóhanna mín  Myndin af litlu frænkunum er algjör snilld

Sigrún Jónsdóttir, 20.3.2009 kl. 14:43

3 identicon

Luv ya

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 14:54

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sammála Jóhanna,  fólk er ekki fífl.

"Ísland í lyftum heitum höndum, ver ég heiður þinn og líf á trylltri öld" Snorri Hjartarson

Hlýjar kveðjur

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.3.2009 kl. 14:59

5 identicon

Sæl Jóhanna.

Þetta er frábær færsla

og veitir ekki af að vera á vaktinni gegn öllum tilbúnum ósóma.

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 15:01

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þakka ÞÉR Sigrún mín, alltaf jákvætt og elskulegt í kringum þig.  Systir mín tók myndirnar af snúllunum - hef notað hana áður - því ég er svo sammála að hún er snilld!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.3.2009 kl. 17:57

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Eva Luv ya 2

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.3.2009 kl. 17:58

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir að leggja í púkkið Jenný Stefánía, með hlýjum höndum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.3.2009 kl. 17:59

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Kærleiksveðja til þín Þórarinn, við sofnum ekki á vaktinni!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.3.2009 kl. 18:00

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er yndisleg lesning inn í daginn

Jónína Dúadóttir, 21.3.2009 kl. 11:51

11 Smámynd: Ragnheiður

Ahh gott að byrja daginn á að lesa þetta, verst að ég kom ekki aðeins fyrr hérna inn.

Þarna kemur tóninn sem ég hef saknað svo sárt úr umræðunni, tónn vonar, bjartsýni og jákvæðni.

Ragnheiður , 21.3.2009 kl. 14:18

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Jónína mín

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.3.2009 kl. 15:20

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Velkomin Ragga mín, .. ég verð að viðurkenna að þegar ég settist niður og skrifaði þetta ákvað ég að skrifa eitthvað uppbyggilegt fyrir aðra, en svo leið mér sjálfri bara fj...  ég held að jákvætt tal geti gert jafn mikið gagn og neikvætt gerir ógagn!

"Tónn vonar, bjartsýni og jákvæðni"  .. takk fyrir það krúsan mín.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.3.2009 kl. 15:22

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Íslenska þjóðin er frábær, það eru þessir örfáu sem komust að kjötkötlunum og græðgispottunum sem  eiga að skammast sín og það ærlega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2009 kl. 10:19

15 Smámynd: Laufey B Waage

Ísland er góðasta landið .

Laufey B Waage, 22.3.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband