17.085.- krónur skiptið þar til annað kemur í ljós

 

Var að versla mér þriggja mánaða kort í Laugum, svo nú skal taka á því! Er nefnilega viss um að gjaldskráin hækkar 1.janúar. 

Kortið kostar 20.100 mínus 15% afsl. vegna einkaklúbbsins þá fer það niður í 17.085.- krónur!

Segjum að ég fari 3 sinnum í viku í þessar 13 vikur þá kostar skiptið rúmlega 380 krónur! Verður enn ódýrara ef ég fer oftar! hehe..  Svo er saumaklúbburinn að fara í Baðstofuna og þá fæ ég afslátt af henni - váts hvað ég spara.  Eins og er kostar skiptið mig að vísu 17.085.- krónur því ég er ekkert búin að fara! úff.. eins gott að fara sem oftast :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband